Wagner og Íslendingar

Wagnerfélagið verður 25 ára á morgun, þann 12. desember. Af því tilefni verður fyrirlestur Árna Björnssonar undir heitinu Wagner og Íslendingar í streymi á afmælisdaginn kl. 14.

Árni Björnsson stóð ásamt öðrum að stofnun félagsins og sat í stjórn þess frá upphafi. Félagið setti sér strax það markmið að stuðla að rannsóknum á mikilvægi íslenskra bókmennta fyrir Richard Wagner og var það mikill happafengur fyrir félagið, þegar Árni fékkst til að taka að sér þessa rannsóknarvinnu.

Afraksturinn birtist í bók hans Wagner og Völsungar árið 2000 og var bókin síðan þýdd á ensku og þýsku.

Árni mun fjalla um rannsóknarniðurstöður sínar en einnig fara lauslega yfir starf og tilurð félagsins og segja frá því sem vitað er um kynni Íslendinga af RW frá 19. öld fram til okkar daga.

[INSERT_ELEMENTOR id=”5392″]