Gérard Lemarquis ljóstrar upp um tvíræða merkingu nokkurra þekktra franskra dægurlaga sem Les Métèques flytja í Hannesarholti fimmtudagskvöldið 8.október kl.20.

“La chanson grivoise” er sérstök tegund alþýðutónlistar sem er vel þekkt í Frakklandi. Textarnir eru oft mjög klúrir þó yfirleitt sé ekkert sagt beinum orðum en allt gefið í skyn…

Gérard Lemarquis er líklega best þekktur sem frönskukennari en hann er líka blaðamaður, rithöfundur, leikari, uppistandari og heimshornaflakkari.

Les métèques er hópur tónlistarmanna sem unna franskri dægurtónlist.

Hópinn skipa þau: Anna Von Heynitz (fiðla), Ásta Ingibjartsdóttir (söngur), Eyjólfur Már Sigurðsson (gítar og söngur) og Olivier Moschetta (bassi og söngur). Hópurinn kemur fram ýmist fullskipaður eða í smærri einingum allt eftir því hvað best hentar.

Vinsamlegast ath. að þessi dagskrá er ætluð fullorðnum áheyrendum og er ekki við hæfi barna.

[INSERT_ELEMENTOR id=”5392″]