Kristinn og Anna Guðný á Kúnstpásu
Á fyrstu Kúnstpásu starfsársins koma fram þau Kristinn Sigmundsson óperusöngvari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari.
Þessa ástsælu tónlistarmenn þarf vart að kynna en þau hafa átt gjöfult og farsælt samstarf á tónlistarsviðinu um árabil. Þau Kristinn og Anna Guðný flytja fjölbreytta dagskrá og á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Schubert, Strauss og Jón Ásgeirsson. Það er mikið tilhlökkunarefni að hlusta á þessa frábæru listamenn á fyrstu Kúnstpásu starfsársins. Áhorfendur eru beðnir að festa sér miða á miðasöluvef Hörpu eða við innganginn og láta vita í síma 528-5000 ef miðar verða ekki notaðir svo hægt sé að ráðstafa þeim til annarra og hafa yfirsýn yfir fjöldann. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana. Að vanda verður fyllsta öryggis gætt og fjarlægðartakmörk virt. Verið hjartanlega velkomin í Norðurljós meðan húsrúm leyfir! |
|