Stuart Skelton syngur Wagner

Stuart Skelton syngur hrífandi og munúðarfulla ástarsöngva sem Wagner samdi við ljóð ástkonu sinnar Mathilde Wesendonck á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stuart er einn fremsti tenórsöngvari heims um þessar mundir og hefur meðal annars komið fram við Metropolitan-óperuna í New York og La Scala í Mílanó. Hann söng hlutverk Peter Grimes í samnefndri óperu Benjamins Britten í uppfærslu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar á Listahátíð í Reykjavík 2015. Það er því mikið fagnaðarefni að fá hann aftur til liðs við hljómsveitina.

Forspilið að hinu mikla ástardrama um Tristan og Ísold markaði tímamót í tónlistarsögunni og sama gildir um hinn undurfagra „Ástardauða Ísoldar“, endalok verksins.

[INSERT_ELEMENTOR id=”5392″]