„Hver styrkþegi fékk miða á þrjár óperusýningar, mat, ódýra gistingu, ókeypis aðgang að öllum söfnum og fyrirlestrum“ segir Árni Heimir. „Þetta var í rauninni mjög stíf dagskrá. Við byrjum á þvf að fara á söfn kl. 9 á morgnana, svo var fyrirlestur kl. 10.30, þá hádegismatur og svo byrjuðu óperusýningarnar kl. 16. Og þá þurftu allir að vera búnir að koma sér í sitt fínasta púss og komast á staðinn, sem er jú svolítið fyrir utan bæinn.“ Gerð eru tvö klukkutfma hlé á sýningunum, „enda eins gott, því sætin eru ansi óþægileg“, segir Árni Heimir. Hléin eru kapítuli út af fyrir sig. „Þar má sjá mikið af fínum fötum og flottum skartgripum,” segir hann.