Metropolitan – Útsendingar næstu þrjár vikur

Kæru viðtakendur

Í viðhengjum eru skrár um netútsendingar á upptökum frá Metropolitanóperunni næstu þrjár vikur.

Fyrst er Mozartvika, 28. sept. til 4. okt. Þá Wagnervika 5.-11. okt. og loks Donizettivika 12.-18 okt.

Að vanda eru hér eldri og nýrri upptökur, en sýningar í Kringlubíói hófust í mars 2009. Ég vek sérstaka athygli á Niflungahringnum frá 1989-1990. Leikstjóri er Otto Schenk, en leikmyndin er eftir Günther Schneider-Siemssen og undir töluverðum áhrifum frrá íslensku landslagi. Svo er þríleikur Donizettis um Stúartana: Anna Bolena, Maria Stuarda og Roberto Devereux.

Það kemur ekki á óvart að tónleikum Önnu Netrebko sem áttu að vera 10. október hefur verið frestað til 6. febrúar á næsta ári.

28.9. – 4.10.2020
5.10. – 11.10.2020
12.10. – 18.10.2020

Með góðri kveðju,
Baldur