Undirkaflar

Niflungahringurinn

Söguþráður og umfjöllun

Árni Tómas Ragnarsson tók saman fyrir sýningu af mynddiski, sennilega haustið 1993.

Þegar Richard Wagner samdi Niflungahringinn sá hann fyrir sér verk þar sem allar listgreinar sameinuðust i einni heild („Gesamtkunswerk“) i anda Forngrikkja. Boðskap verksins vildi hann koma á framfæri með því að leita á vit goðsagna og hetjusagna þar sem hann taldi að efni þeirra væri tímalaust og hefði því víðtæka skírskotun.

Verkið skiptist i fjóra hluta, sem hver um sig er sjálfstæð ópera. Reyndar er hin fyrsta þeirra, Rínargullið, kölluð „Vorabend“, eöa inngangur að öllu verkinu. Hún er um 2½ klukkustund, en hinar þrjár eru um og yfir 4 klukkustundir í flutningi.

Hinir fjórir hlutar Niflungahringsins eru:

 • Rínargullið – Ópera í einum þætti (4 atriðum)  (2½ klst.)
 • Valkyrjan – Ópera í 3 þáttum (4 klst.)
 • Siegfried – Ópera i 3 þáttum (4 klst.)
 • Ragnaarök (Götterdämmerung) – Ópera i 3 þáttur (og formáli) (4 klst.)

Hér verður ekki fjallað um tónlistarhlið verksins, en þó skal minnt á eitt helsta sérkenni hennar, endurtekningu ákveðinna leiðarstefja („Leitmotiv“), sem hvert um sig tengist ákveðinni persónu, tilfinningu, hlutum eða atburðum. Þessi stef hljóma i hvert sinn sem minnt er á nærveru þessa i verkinu.

Rínargullið

1. atriði - Í djúpi Rínar

Svartálfurinn Alberich er á ferð og hittir fyrir Rínardætur. Þær gefa honum undir fótinn, en er hann nálgast þær gera þær gys að honum. Þær sýna honum gullið sem þær varðveita og segja honum að aðeins sá sem afneiti ástinni geti eignast það. Í bræði sinni afneitar Alberich þá ástinni og rænir gullinu frá kveinandi Rínardætrum.

2. atriði - Við Valhöll

Byggingu Valhallar er að ljúka, en goðin sofa. Óðinn hefur fengið jötnana Fáfni og Fasolt til að reisa Valhöll og nú krefjast þeir verklauna sinna, en Óðinn hafði lofað þeim Freyju. Óðinn er þó ekki tilbúinn til að láta Freyju af hendi og kallar Loka til ráða. Hann segir Óðni frá gulli Alberichs og leggur til að þeir taki það frá honum og gefi Rínardætrum það aftur. Jötnarnir heyra sögu Loka og bjóðast til að skipta á Freyju og gullinu. Þeir halda síðan á brott með Freyju sem pant fyrir greiðslunni.

Óðinn er hikandi við að stela gullinu, en þegar hann og aðrir æsir finna fyrir þverrandi kröftum eftir að gullepli Freyju (sem halda goðunum ungum) eru á brott, þá ákveður hann að halda af stað með Loka til heimkynna Alberichs í Niflheimum.

3. atriði - Í Niflheimi - ríki svartálfa

Óðinn og Loki koma til Niflheims þar sem Alberich ríkir yfir svartálfum og pískar þá áfram við vinnu. Þeir hitta fyrir Mími bróður Alberichs og hann segir þeim frá hringnum sem Alberich hefur smíðað úr gullinu og mun færa honum heimsyfirráð. Mímir segist sjálfur hafa smíðað huliðshjálm, sem Alberich tók þó af honum.

Þegar Alberich kemur fá þeir Óðinn og Loki hann til að sýna sér mátt huliðshjálmsins. Alberich notar hjálminn fyrst til að breyta sér í mikinn orm, en síðan platar Loki hann til að breyta sér i frosk, sem þeir félagar svo fanga.

4. atriði - Við Valhöll

Alberich er fangi Óðins. Hann er neyddur til að afhenda gullið og síðan bæði huliðshjálminn og hringinn. Áður en Alberich hverfur af vettvangi leggur hann þá bölvun á hringinn að hver sem hann eignist muni láta lífið fyrir.

Jötnarnir snúa aftur með Freyju og eftir nokkurt þóf fá þeir afhent allt gullið og síðan huliðshjálminn. Óðinn hikar við að láta þá fá hringinn, en völvan Erda birtist honum og spáir fyrir endalokum goðanna láti Óðinn ekki hringinn af hendi. Hann gefur hringinn þá eftir, en jötnarnir fara strax að deila um skiptingu gullsins og lýkur þeim viðskiptum með því að Fáfnir drepur Fasolt áður en hann heldur sjálfur á brott með gullið.

Þegar Óðinn hefur jafnað sig eftir missi hringsins halda æsir inn i Valholl til að fagna vígslu hennar. Úti fyrir stendur Loki og bendir á að einn glæpur réttlæti ekki annan. Kveinstafir Rínardætra i fjarska undirstrika það óréttlæti sem sjálfur Alfaðir hefur nú stuðlað að.

Valkyrjan

Nú er staða mála sú, að Fáfnir hefur breytt sér i dreka og liggur á gullinu í helli í Drekaskógi. Óðinn óttast að hann muni nota hringinn til að ná heimsyfirráðum og einnig að Alberich sé í sama tilgangi á höttunum eftir því að ná hringnum aftur. Óðinn hefur leitað á náðir völvunnar Erdu til að hlýða á speki hennar og um leið getið með henni Brynhildi og aðrar valkyrjur. Vegna þeirra samninga sem Óðinn hefur gert má hann sjálfur ekki reyna að ná hringnum aftur. Hans eina von er að mennsk hetja honum óháð muni geta náð hringnum og gefið hann aftur til Rínardætra. Í þessu skyni hefur Óðinn því getið son við mennskri konu, völsunginn Siegmund, sem hafði átt heima í skóginum ásamt móður sinni og tvíburasystur. Dag einn þegar Siegmund kom heim af veiðum fann hann heimili sitt í rústum, móður sína drepna og systirin var horfin.

1. þáttur - Í húsi Hundings

Óveður geisar. Aðframkominn eftir orustu kemur Siegmund inn i hús Hundings. Hann hittir fyrir Sieglinde húsfreyju, sem veitir honum aðhlynningu. Skömmu siðar kemur Hunding heim. Hann spyr Siegmund að nafni og skilur brátt að hann er óvinur ættar sinnar. Áður en hann gengur til náða býður Hunding Siegmundi næturgistingu og um leið til einvígis að morgni.

Siegmund er einn eftir. Hann er vopnlaus og rifjar nú upp að faðir hans hafði eitt sinn heitið honum öflugu sverði, sem hann myndi finna þegar mest á riði. Sieglinde hefur byrlað manni sinum svefndrykk og fer aftur til Siegmunds. Hún sýnir honum sverð það sem ókunnur maður, eineygður, hafði rekið á kaf í trjábolinn í stofu hennar við brúðkaup hennar og Hundings og enginn hafði getað losað síðan.

Þótt þeim Siegmund og Sieglinde skiljist smám saman að þau eru systkini, brenna þau engu að síður af ást hvort til annars. Sigri hrósandi dregur Siegmund sverðið úr trénu og þau hlaupa saman út i vornóttina.

2. þáttur - Á bjarginu

Óðinn biður Brynhildi að sjá til þess að Siegmund sigri i einvíginu við Hunding. Þá stormar inn Frigg, eiginkona Óðins og verndari hjónabandsins. Hún er æf yfir þeirri ætlun Óðins að styðja hjónadjöfulinn Siegmund og krefst þess að honum verði refsað. Óðinn reynir að verja Siegmund, en allt kemur fyrir ekkí. Fullur beiskju kallar hann aftur á Brynhildi, trúir henni fyrir áhyggjum sínum og vanda og felur henni að veita Hundingi aðstoð.

Þá víkur sögunni aftur til Siegmunds, þar sem hann bíður hjá Sieglinde, sem hefur örmagnast á flóttanum. Brynhildur birtist honum, tilkynnir fall hans og býður með sér til Valhallar að bardaga loknum. Þegar Siegmund heyrir að Sieglinde fái ekki að fylgja honum þangað, afþakkar hann boðið og býst til þess að fyrirfara þeim Sieglinde báðum, því þannig muni þau fá að fylgjast að til heljar. Fölskvalaus ást Siegmunds snertir Brynhildi svo djúpt að henni snýst hugur og hún lofar að styðja Siegmund í þeim bardaga sem framundan er.

Hunding kemur og þeir Siegmund berjast. Bardaginn er þó ekki fyrr hafinn en Óðinn birtist þar ævareiður yfir óhlýðni Brynhildar og brýtur sverð Siegmunds, sem þá verður Hundingi auðveld bráð. Brynhildur flýr með Sieglinde af vettvangi og tekur með sér sverðbrot Siegmunds.

3. þáttur - Á háum kletti

Valkyrjur safna líkum fallinna hermanna. Brynhildur kemur ásamt Sieglinde og biður þær að fela sig fyrir Óðni. Er þær hika segir hún Sieglinde að fara á brott og fela sig i drekaskóginum. Hún skuli taka með sér sverðbrotin og gefa þau barni því sem hún beri undir belti. Sjálf bíður Brynhildur Óðins, sem er henni afar reiður. Þrátt fyrir elsku sína á Brynhildi ákveður hann að refsa henni með því að svipta hana guðdómleikanum og breyta i mennska konu, sem skuli sofa þar á bjarginu þar til mennskur maður veki hana og fái hennar. Áður en hann svæfir Brynhildi lofar hann fyrir þrábeiðni hennar að hún verði umgirt vafurlogum þannig að aðeins mikil hetja sem fái sigrast á logunum geti vakið hana.

Siegfried

Ráðagerð Óðins um að endurheimta gullið virðist runnin út i sandinn. Mörg ár hafa liðið og það hefur komið fram sem enginn hafði séð fyrir nema Brynhildur – Sieglinde fæddi son þeirra Siegmunds i skóginum. Hún hafði fengið vist hjá dvergi nokkrum, sem reyndist vera svartálfurinn Mímir. Hann bíður nú færis á að ræna gullinu frá drekanum Fáfni, sem hafði búið um sig í skóginum þar skammt frá. Syni Sieglinde og Siegmunds var gefið nafnið Siegfried og ólst hann upp hjá Mími þar sem Sieglinde lést skömmu eftir fæðingu hans. Hann er orðinn stór og sterkur og kann ekki að hræðast.

1. þáttur - Í bæli Mímis í skóginum

Mímir hefur í hyggju að láta Siegfried drepa drekann fyrir sig, en hirða sjálfur gullið. Hann bisar við að smíða sverð handa Siegfried, sem hefur áður brotið öll slík sverð jafn óðum. Siegfried er Mími reiður og neyðir hann til að skýra sér frá uppruna sínum. Er hann heyrir um sverðbrot þau sem Sieglinde hafði meðferðis, krefst hann þess að Mímir smíði sér nýtt sverð úr þeim og þýtur siðan til veiða.

Nú kemur Óðinn í líki förumannsins (Wanderer) og skorar hann á Mími í eins konar spurningaleik við sig. í svörunum er rakin fyrri saga verksins (sbr. þátt Ganglera í Gylfaginningu). Er Siegfried kemur aftur segir Mímir honum frá drekanum Fáfni. Siegfried vill ólmur fara og drepa drekann og smíðar því sjálfur nýtt sverð („Nothung“) úr brotunum.

2. þáttur – Við helli Fáfnis

Framan við helli Fáfnis er Alberich á vappi. Óðin ber þar að og þeir deila. Siegfried birtist og vekur drekann með hornablæstri. Hann ræðst óhræddur gegn drekanum og stingur hann á hol. Er hann sleikir blóðdropa Fáfnis af hendi sér fær hann skilið fuglamál. Skógarfuglinn segir honum að taka hringinn og huliðshjálminn úr hellinum og varar hann við svikum Mímis. Siegfried drepur Mími þegar hann reynir að byrla honum eitur. Er hann hefur hvílst um stund segir skógarfuglinn Siegfried frá Brynhildi sofandi á bjarginu og Siegfried heldur af stað til að freista þess að vekja hana.

3. þáttur – Siegfried finnur Brynhildi á bjarginu

Óðinn leitar enn á vit Erdu og spyr hvað framtíðin beri í skauti sér, en hún gefur loðin svör. Siegfried kemur og Óðinn reynir kjark hans með því að hindra hann fararinnar, en Siegfried brýtur spjót Óðins og heldur ótrauður áfram. Hann heldur í gegnum vafurlogann á bjarginu og tekur brynjuna af Brynhildi. Hann finnur til ótta þegar hann gerir sér grein fyrir því að þetta er kona, en verður svo yfirkominn af fegurð hennar og vekur hana með kossi. Brynhildur þekkir aftur þá hetju sem hún hafði áður séð fyrir og vegna ástar sinnar lætur hún guðdómleikann tregalaust af hendi.

Ragnarök (Götterdämmerung)

Nú sýnist allt gott og blessað því hringurinn er kominn í hendur afkomanda Óðins. Sá hængur er þó á að Siegfried veit ekkert um sögu hans né þýðingu og alls ekki að honum og gullinu væri best skilað aftur til Rínardætra svo jafnvægi komist aftur á í heiminum.

Formáli

Nú sýnist allt gott og blessað því hringurinn er kominn í hendur afkomanda Óðins. Sá hængur er þó á að Siegfried veit ekkert um sögu hans né þýðingu og alls ekki að honum og gullinu væri best skilað aftur til Rínardætra svo jafnvægi komist aftur á í heiminum.

1. þáttur. Höll Gibbichunga við Rín

Günther höfðingi Gibbichunga ráðgast við Guðrúnu systur sina og Hagen hálfbróður sinn (og son Alberichs) um það hvernig auka megi veg þeirra. Hagen segir þeim systkinum, sem bæði eru ógift, frá Siegfried og Brynhildi. Hann segist vera með ráðagerð um hvernig þau geti eignast Siegfried og Brynhildi fyrir maka.

Siegfried kemur til Gibbichunga, sem fagna honum vel. Að ráði Hagens er Siegfried byrlaður óminnisdrykkur svo hann gleymir Brynhildi, en verður ástfanginn af Guðrúnu. Siegfried lofar Günther að með huliðshjálminum skuli hann bregða sér i gervi hans og færa honum Brynhildi fyrir eiginkonu ef hann fái Guðrúnu systur hans i staðinn. Þeir semja um þetta og ganga i fóstbræðralag saman.

Waltraute valkyrja heimsækir Brynhildi systur sina og biður hana að verða við óskum Óðins um að skila Rínardætrum hringnum aftur. Brynhildur neitar að skilja við tryggðarpant Siegfrieds og Waltraut fer aftur til Valhallar.

Veiðihorn Siegfrieds hljómar, en þegar Brynhildur ætlar að fagna honum sér hún aðeins Günther. Hún reynir að verjast en er yfirbuguð og hringurinn tekinn frá henni.

2. þáttur - Við höll Gibbichunga að næturlagi

Hagen stendur vaktina er Alberich birtist og eggjar son sinn til dáða. Siegfried kemur og segir Hagen og Guðrúnu frá því sem gerðist á bjarginu og að Günther og Brynhildur séu skammt undan. Hagen kallar Gibbichunga saman og fyrirskipar undirbúning brúðkaups þeirra.

Brynhildur verður agndofa og ævareið er hún sér Siegfried við hlið Guðrúnar og með hringinn á hönd sér. Hún ásakar Siegfried um svik, en hann neitar og þau sverja bæði dýra eiða máli sínu til stuðnings. Brynhildur gerir þá bandalag við Hagen um að drepa Siegfried.

3. þáttur - Í skógi við Rín

Siegfried er á veiðum með Hagen og hans mönnum. Hann kemur þar að þar sem Rínardætur eru og þær þrábiðja hann um að skila sér hringnum. Siegfried er kominn á fremsta hlunn með það þegar þær hóta honum með bölvun hringsins, en þá snýst hinum hugur.

Siegfried finnur aftur Hagen og menn hans. Þeir fá hann til að segja sér sögu sína, en i þann mund sem hann minnist Brynhildar ræðst Hagen aftan að honum og rekur hann í gegn. Siegfried deyr með nafn Brynhildar á vorunum og er lík hans borið heim.

Siegfried finnur aftur Hagen og menn hans. Þeir fá hann til að segja sér sögu sína, en i þann mund sem hann minnist Brynhildar ræðst Hagen aftan að honum og rekur hann í gegn. Siegfried deyr með nafn Brynhildar á vorunum og er lík hans borið heim.

Við höll Gibbichunga.
Er líkfylgdin nálgast sakar Guðrún Günther um morðið á Siegfried. Hagen játar þá sekt sina og krefst þess að fá hringinn. Hann drepur Günther þegar hann reynir að hindra hann, en þegar Hagen ætlar að taka hringinn af hönd Siegfrieds, þá rís höndin ógnandi upp svo Hagen hrekkur til baka.

Brynhildur öðlast nú skilning á því hvernig mál hafa æxlast frá upphafi vega Hún lætur reisa bálkost fyrir lík Siegfrieds og áður en hún kastar sér sjálfri á bálið, þá skilar hún hringnum aftur til Rínardætra. Hagen hverfur þá einnig í djúpið á eftir hringnum. Öllu er nú lokið; æsirnir hljóta að taka út refsingu fyrir misgjörðir sínar. Í fjarska fer Valholl að brenna, Ragnarok eru hafin. Mun allur heimurinn einnig farast …?

Íslenskur bakgrunnur

Íslendingar munu kannast við ýmislegt úr fornbókmenntum okkar í þessari samantekt á efni Niflungahringsins. T.d. má benda á persónu völvunnar Erdu, sem ein skilur alla hluti.

Ein sat hún úti
þá er hinn aldni kom
yggjungur asa
og i augu leit:
Hvers fregnið mig?
Hví freistið mín?

og örlaganornirnar Urði, Verðandi og Skuld, sem hefja óperuna Ragnarök spinnandi örlagaþræði sina.

Þegar Wagner samdi sögu og texta Niflungahringsins leitaði hann víða fanga í fornum fræðum. Helsta heimildin um þann bakgrunn er Wagner sjálfur, en árið 1856 var hann spurður um heimildir sinar og nefndi þessar í svari sinu:

 • Niflungaljóð, sem er mikið söguljóð samið í Austurríki um 1200. Þar er m.a. sagt frá dauða Sigurðar Fáfnisbana og eftirmálum hans, Höfundur leggur áherslu á ósættanleg sjónarmið óstjórnlegrar valdafíknar og mannlegra verðmæta, en það finnst mörgum einnig vera meginstefið i Niflungahringnum. Einnig er sagt frá Alberich, sem Wagner bræðir saman við persónu dvergsins Andvara sem sagt er frá í Eddukvæðum.
 • Þýskar hetjusögur frá 1827, en í því er safn sagna um þýskar hetjur á miðöldum.
 • Eddukvæði (Sæmundar-Edda. rituð á 13. öld, en sjálf kvæðin eru miklu eldri). Í efni þeirra og í Gylfaginningu Snorra-Eddu sækir Wagner flestar persónur Rínargullsins; Óðin, Frigg, Loka, Frey, Þór og Valkyrjurnar auk nokkurra persóna hetjusagnanna, sem síðar koma við sögu.
 • Snorra-Edda frá því um 1220 geymir m.a. skýringar á Eddukvæðunum og segir frá norrænni goðafræði í Gylfaginningu.
 • Heimskringla Snorra Sturlusonar rituö um 1220-30, þar sem sagt er frá Óðni sem breyskum og mannlegum ættföður norrænna konunga.
 • Þiðriks saga, safn hetjusagna skrifað i Noregi um 1260.
 • Völsungasaga, samin á Íslandi eða í Noregi um miðja þrettándu öld. Óperan Valkyrjan er að mestu leyti byggð á efni sögunnar. Sagan steypir efni heljukvæða i Eddu, svo sem Helga kviðu Hundingsbana, saman í eina frásögn. Í upphafi segir frá Völsungi syni Óðins og börnum hans Sigmundi og Signýju, en Signý var gegn vilja sínum gefin Siggeiri. Síðar er sagt frá Sinfjötla syni þeirra systkina og svo Helga Hundingsbana, syni Sigmunds og Borghildar, sem síðar drepur Hunding konung. Einnig er þar sagt frá Brynhildi og Sigurði Fáfnisbana
 • Þýskar hetjusögur – safn þeirra og útskýringar eftir Wihelm Grimm frá 1829.
 • Þýsk goöafræði eftir Jacob Grimm frá 1835, en í henni er safnað saman öllum upplýsingum sem höfundur komst yfir um forna guði og goðsögur germanskra þjóða.

Að auki má nefna nákvæma þýðingu Karls Simrocks á íslensku Eddukvæðunum. Hún hélt bragarhætti þeirra, sem hentaði sérlega vel til tónlistarflutnings (enda bendir ýmislegt til að ljóðin hafi stundum verið sungin til forna). Þetta hafði mikil áhrif á Wagner er hann gerði texta Niflungahringsins, sem dregur dám af bragarhætti Eddukvæðanna. Einnig er frásagnarstíll verksins ósjaldan í ætt við gömlu hetjusögurnar og kvæðin; óorðnir atburðir eru gefnir í skyn til að auka dramatíska spennu, táknrænir hlutir látnir tengja saman nútíð, þátíð og fortíð o.s.frv. Þá má nefna að í þætti Wanderers i Siegfried er notaður sami frásagnarmáti og í þætti Ganglera í Heimskringlu, þ.e. einn spyr og annar svarar.

„Í Dresden lenti ég i miklum vandræðum með að kaupa mér bók nokkra, sem hvergi var lengur fáanleg i bókaverslunum. Ég fann hana loks i Konunglega bókasafninu. Hún heitir Volsungasaga – þýdd úr norrænu af H. von der Hagen (1815)… Þessa bók þarf ég nú að nota aftur.. ég vil ítreka að það er ekki til að hafa textann eftir óbreyttan…, heldur til að rifja nákvæmlega upp sérhvern þátt sem ég hef áður notfært mér úr efni bókarinnar.“

(Richard Wagner i bréfi til vinar árið 1851)

Af þessari upptalningu er alveg ljóst að þáttur íslenskra fornbókmennta í tilurð Niflungahringsins er mjög stór, enda dró Richard Wagner enga dul á það sjálfur. Hitt er okkur Íslendingum e.t.v. ekki alveg jafn ljóst hvílíka þýðingu Niflungahringurinn, stærsta og glæsilegasta verk óperusögunnar, hefur haft fyrir kynningu á okkar gamla þjóðararfi úti i hinum víða heimi. Um fá listaverk sögunnar hefur jafn mikið verið fjallað í ræðu og riti á undanförnum hundrað árum og enn í dag er það talin skylda hvers óperuhúss, sem hefur einhvern snefil af heilbrigðum metnaði, að setja upp Niflungahringinn. Í hvert skipti sem það gerist falla fjölmargir fyrir töfrum verksins svo að þeir fá ekki aftur snúið og munu verja ótal stundum í að hugleiða boðskap verksins og tilurð þess. Og er þá enn ótalin hin dásamlega tónlist…

Í Völsungasögu eru þessi eftirmæli um Sigurð Fáfnisbana:

„Nú segir það hver er þessi tíðindi heyrir að engi maður mun þvílíkur eftir i veröldunni og aldrei mun síðan borinn slíkur maður sem Sigurður var fyrir hversvetna sakar og hans nafn mun aldrei fyrnast í þýðverskri tungu og á Norðurlöndum meðan heimurinn stendur.“

Með Niflungahringnum gerði Richard Wagner sitt  ítrasta til að láta þessi orð Völsungasögu verða að áhrínsorðum: að orðstír Sigurðar Fáfnisbana muni aldrei deyja.

Úrvinnsla Wagners

Snilld Richards Wagners fólst ekki síst í því hvernig honum tókst að notfæra sér mismunandi heimildir til að flétta i saman eina dramatíska heild og að tvinna saman margar mismunandi persónur hinna fornu sagna i eina. Hann gerði sér einnig grein fyrir því, að þjóðsagan og goðsögurnar hafa að geyma þann sannleik sem er sígildur, því hann geymir uppsafnaða reynslu margra kynslóða. Með slíkum sögum er hægt að setja fram boðskap sem allir skilja á öllum tímum.

Það tók Wagner mörg ár og mörg drög að texta að fá fram endanlegt handrit. Eitt erfiðasta verkefni hans var að setja saman lokaatriði verksins – ferst heimurinn með hruni Valhallar? Í upphafi snerist allt um persónu Siegfrieds, hinnar óspilltu hetju, sem skyldi frelsa heiminn. Þá var Niflungahringurinn látinn enda á upprisu Siegfrieds og Brynhildar; nýr heimur reis úr öskustónni. Með aldrinum gerðist Wagner raunsærri – eða tortryggnari – og hann lét heiminn farast, fórn Siegfrieds og Brynhildar hafði verið til einskis. Áður en yfir lauk þroskaðist Wagner enn frekar; endirinn var hafður óræður eins og lífið sjálft, en tónlist lokaatriðisins gefur þó von um nýja framtíð fyrir allt mannkyn.

Vonandi hafði Wagner rétt fyrir sér, en gleymum því ekki að það gerist aðeins ef við erum reiðubúin til að taka ástina og manngildið fram yfir söfnun auðs og valda.

Vituð ér enn eða hvað?

Tækin sem notuö eru til sýninga á Niflungahringnum eru:

 • Pioneer myndgeislaspilari frá Hljómbæ
 • Sony 26 tommu stereosjónvarp með textavarpi frá Japis
 • Quad magnari og hátalarar.