Völsungasaga í máli og myndum

Um sagnaefni sautján alda

Völsunga saga er meðal þeirra fornaldarsaga sem notið hafa hvað mestra vinsælda, enda áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Söguefnið, sem má heita samgermanskt, teygir anga sína víða, jafnt um Norðurlönd sem Bretlandseyjar og meginland Evrópu. Í þessum fyrirlestri verður Völsunga saga skoðuð í ljósi sögurita eftir Gregorius frá Tours, Fredegar og fleiri forna sagnaritara og ljósi varpað á fyrirmyndir söguhetja og atburða. Leitast verður við að sýna hvernig efnið hefur þróast og ummyndast, allt frá sögulegum kjarna, og hvernig óskyldir atburðir og jafnvel alls óskyldar sögulegar persónur urðu með tímanum nátengdar sem þátttakendur í sömu atburðarás. Allt er þetta efniviður sem lá að baki þeim heimildum sem Richard Wagner vann úr þegar hann samdi Niflungahringinn. Að lokum verður litið til þróunar söguhetjanna fram á síðari aldir, og jafnvel til allra síðustu ára. Fyrirlesturinn byggist á efni bókanna Arfur aldanna I (Handan Hindarfjalls) og II (Norðvegur) sem eru væntanlegar hjá Háskólaútgáfunni síðar á þessu ári.

 

[INSERT_ELEMENTOR id=”5392″]