Lög félagsins

 1. Félagið heitir Richard Wagner félagið á Íslandi. Varnarþing þess er í Reykjavík.
 2. Tilgangur þess er:
  1. Að kynna Íslendingum tónlist Richard Wagners og önnur verk hans.
  2. Að kynna Íslendingum sérstaklega þá þætti ævistarfs hans sem varða íslenska menningu og stuðla að rannsóknum á þeim.
  3. Að auka íslenskum tónlistarmönnum áhuga og þekkingu á verkum hans og stuðla að flutningi þeirra á Íslandi.
  4. Að koma af stað umræðu á alþjóðavettvangi um tengsl Wagners við íslenska menningu.
  5. Að taka þátt í alþjóðlegu starfi til kynningar, flutnings og rannsókna á verkum Richard Wagners, ekki síst því er tengist hátíðinni í Bayreuth.
 3. Félagar geta verið einstaklingar, fyrirtæki samtök og stofnanir sem vilja fylgja eftir markmiðum félgsins.
 4. Til tryggingar skuldbindingum félagsins er eingöngu félagseignin. Félagið má afla fjár til verkefna sem það leggur í eða á aðild að skv. 2. gr. og ráðstafa því, en ekki er stjórn heimilt að samþykkja umtalverðar fjárskuldbindingar í nafni þess.
 5. Aðalfundur er æðsti aðili um öll málefni félagins. Hann skal haldinn í febrúar-mars ár hvert. Þar skulu lagði fram reikningar félagsins, starf þess kynnt og kjörin stjórn, eftir því sem við á og félagsgjöld næsta starfsárs ákveðin.  Til aðalfundar skal boðað bréflega með a.m.k. 10  daga fyrirvara.
 6. Í stjórn félagsins sitja fimm menn og þrír í varastjórn. Stjórnin er kjörin á aðalfundi til tveggja ára, formaður sérstakalega, síðan aðrir stjórnarmenn og síðan varastjórn. Ennfremur skulu kjörnir tveir endurskoðendur og einn til vara.  Láti stjórnarmaður af störfum tekur varastjórnarmaður sæti hans, en heimilt er síðan að kjósa nýja varamenn í staðinn á aðalfundi það ár sem ekki er almennt stjórnarkjör.
 7. Stjórn félagsins er heimilt að sækja um aðild að öðrum samtökum sem starfa að svipuðum markmiðum, enda skal það borið upp til samþykktar á næsta aðalfundi.
 8. Til almenns félagsfundar skal boða með a.m.k. viku fyrirvara.
 9. Lögum félagsins má eingöngu breyta á aðalfundi, með samþykki 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna, enda hafi lagabreytingatillögur verið kynntar í fundarboði.
 10. Félagið má einungis leggja niður með samþykki 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi, enda hafi tillaga um að leggja félagið niður verið kynnt í fundarboði. Fari svo, skulu eigur þess og munir renna til Styrktarfélags Íslensku óperunnar. Sé engin starfsemi á vegum félagsins í fjögur ár, telst það og lagt niður.

Markmið félagsins

 1. Félagið beiti sér fyrir auknum tækifærum Íslendinga til að hlýða á tónlist Richards Wagner, með:
  • Tónleikahaldi, jafnt innlendra sem erlendra aðila, á eigin vegum eða í samstarfi við aðra.
  • Myndbandasýningum.
  • Samstarfi við hljóðvarp, sjónvarp og aðrar hlutaðeigandi stofnanir og aðila um flutning verka tónskáldsins.
  • Hópferðum erlendis til að sækja sýningar á óperum Wagners.
 2. Félagið beiti sér fyrir auknum skilningi á verkum Wagners, með:
  1. Fyrirlestrum
  2. Umræðukvöldum.
  3. Málþingum.
  4. Almennum tónlistarkynningum.
  5. Kynningu á verkum Wagners meðal tónlistarfólks.
 3. Félagið stuðli að rannsóknum á tengslum íslenskra bókmennta og verka Richards Wagners:
  1. Félagið eigi frumkvæði að rannsóknum á þessu sviði.
  2. Félagið reyni að afla fjár til rannsókna í þessum efnum.
  3. Félagið reyni að stuðla að útgáfu á niðurstöðum slíkra rannsókna.
 4. Félagið miðli upplýsingum til félagsmanna um það helsta sem er að gerast í heiminum í þeim efnum er varða Richard Wagner, með:
  1. Dreifingu á fréttum til félagsmanna um sýningar, málþing og aðra viðburði innan lands og utan.
  2. Gerð og dreifingu
    1. lista um athyglisverð rit um þessi efni og
    2. lista yfir myndbandsupptökur sem til eru.
  3. Aðgerðum til að stuðla að því að söfn og aðrar stofnanir afli sér ritverka, hljóð- og myndritana.
 5. Félagið styðji eftir megni við bakið á ungum listamönnum sem líklegir eru til afreka við túlkun á verkum Wagners. Þetta má gera með:
  1. Styrkjum
  2. Aðstoð við tónleikahald og kynningu.
 6. Félagið taki upp samstarf við Wagnerfélög erlendis, sem hafi svipuð markmið og starfsgrundvöll.