Æviferill Richard Wagners
Úr efnisskrá Niflungahringsins 1994
Jón Ragnar
tók saman
1813 Jóhönnu og Carl Friedrich Wagner fæðist sonurinn Richard í Leipzig 22. maí. Carl Friedrich andast í nóvember.
1814 Móðir Wagners giftist leikaranum og skáldinu Ludwig Geyer, sem hafði verið vinur Wagnerfjölskyldunnar um langan aldur (sumir telja að hann hafi verið hinn raunverulegi faðir Richards). Miklir kærleikar voru á milli Wagners og stjúpföður hans og mun Geyer hafa átt mikinn þátt í að vekja áhuga Wagners á skáldskap og leiklist. Fjölskyldan flyst til Dresden og Richard tekur upp eftirnafnið Geyer.
1826 Wagner fær mikinn áhuga á menningu Forngrikkja og skrifar söguljóðið Orrustan við Parnassos.
1828 Wagner semur sorgarleikinn Leubald. Hann sækir tíma í tónsmíðum í Leipzig hjá Christian Gottlieb Miiller og heldur náminu áfram næstu þrjú árin.
1829 Wagner tekur ákvörðun um að verða tónlistarmaður og semur fyrstu tón- smíðar sínar, tvær píanósónötur og strengja- kvartett.
1831 Stundar tónlistarnám hjá Theodor Weinlig. Konsertforleikur eftir Wagner fluttur í óperuhúsinu í Leipzig.
1832 Wagner semur m.a. Sinfóníu í C- dúr og skrifar fyrsta óperutexta sinn, Brúðkaupið, sem hann þó eyðilagði síðar.
1833 Verður kórstjóri óperuhússins í Würzburg og byrjar á fyrstu óperu sinni, Die Feen (Álfkonurnar).
1834 Wagner verður tónlistarstjóri í Bad Lauchstädt og í Magdeburg. Skrifar fyrstu ritgerð sína um óperur, Um þýsku óperuna.
1835 Semur óperuna Das Liebesverbot. Trúlofast leikkonunni Minnu Planer.
1836 Óperan Das Liebesverbot frumflutt í Magdeburg undir stjórn Wagners sjálfs. Hann kvænist Minnu Planer 24. nóvember.
1837 Wagner verður óperustjóri í Königsber og síðar í Riga.
1838 Lýkur við texta óperunnar Rienzi.
1839 Býr við vaxandi fjárhagsvandræði, sem síðan fylgja honum alla ævi. Flýr á laun frá Riga vegna ágangs skuldheimtumanna. Kemst eftir erfiða siglingu til London og þaðan til Parísar.
1840 Wagner býr í París og hittir Franz Liszt í fyrsta skipti. Lýkur við óperuna Rienzi, sem er samin í „grand opera“ stíl Meyerbeers. Hann skrifar fyrstu skissur að Hollendingnum fljúgandi.
1841 Hann á erfiða ævi í París. Er skuld- um vafmn og á sífelldum hrakhól- um. Lýkur við Hollendinginn fljúgandi.
1842 Wagner snýr aftur til Dresden. Semur fyrsta uppkast að Tannhauser (sem hann þá kallar Der Venusberg). Óperan Rienzi frumflutt í Dresden 20. október við mikla hrifningu.
1843 Hollendingurinn fljúgandi frumfluttur í Dresden 2. janúar. Wagner er skipaður hljómsveitarstjóri konunglega óperuhússins í Dresden og byrjar að semja tónlistina að Tannhäuser.
1844 Stjórnar frumsýningu á Hollendingnum fljúgandi í Berlín.
1845 Gerir fyrsta uppkast að Meistarasöngvurunum í Nürnberg. Stjórnar frumflutningi Tannhauserí Dresden 19. október.
1846 Stjórnar 9. sinfóníu Beethovens í fyrsta sinn í Dresden.
1848 Lýkur við texta Lohengrin og byrjar að semja tónlist óperunnar í maí. Wagner lýkur við Lohengrin. Skrifar ritgerðina Die Wibelungen / Weltge-schichte aus der Sage og fyrstu drögin að Niflungahringnum, Der Nibelungen Mythus. Semur fyrsta uppkast að óperunni Siegfrieds Tod (Dauði Siegfrieds), sem síðar verður Götterdammerung (Ragnarök). Tekur þátt í stjórnmálastarfsemi róttækra menntamanna í Dresden.
1849 Gerir uppkast að leikritinu Jesús frá Nasaret. Tekur þátt í misheppnaðri byltingartilraun í Dresden og flýr til Sviss. Skrifar ritgerðirnar Listin og byltingin og List framtíðarinnar.
1850 Í útlegð í Zúrich. Gerir uppkast að tónlist tveggja atriða óperunnar Siegfrieds Tod. Skrifar ritgerðina Gyðingdómurinn í tónlistinni. Óperan Lohengrin frumflutt í Weimar undir stjórn Franz Liszt 28. ágúst. Skrifar Oper und Drama, höfuðritgerð sína í fræðilegum efnum.
1851 Wagner lýkur við texta óperunnar Der Junge Siegjried sem hann síðar kallaði Siegfried. Skrifar Eine Mitteilung an meine Freunde. Gerir fyrsta uppkast að Rínargullinu og Valkyrjunni.
1852 Lýkur við texta Niflungahringsins. Hann kynnist hjónunum Mathilde og Otto Weswndonck.
1853 Gefur út texta Niflungahringsins í 50 eintökum. Hefst handa við að semja tónlistina í Rínargullinu.
1854 Byrjar að semja tónlistina í Valkyrjunni. Hrífst af verki Schopen- hauers Die Welt als Wille und Vorstellung. Fær fyrstu hugmyndir að óperunni Tristan og Isolde.
1856 Waner lýkur við gerð óperunnar Walkilre og byrjar á tónlistinni í Siegfried. Hann gerir frumdrög að tónlistinni fyrir Tristan og Isolde.
1857 Flytur ril hjónanna Mathilde og Otto Wesendonck í Zürich. Leggur frá sér óperuna Siegfried eftir að hafa lokið við að semja tónlist annars þáttar. Hann lýkur við fyrsta uppkastið að Tristan og Isolde og semur tónlist við ljóð Mathilde Wesendonck, sem hann á í ástarsambandi við.
1858 Samband Wagners við Mathilde Wesendonck vekur hneykslan og hann flyst til Feneyja.
1859 Flyst til Luzern og lýkur þar við Tristan og Isolde. Sest að í París.
1860 Wagner gerir Parísarútgáfuna af óperunni Tannhäuser. Hann heimsækir Þýskaland í fyrsta skipti eftir að hann flúði í útlegð.
1861 Frumsýning óperunnar Tannhäuser í París verður eitt mesta hneyksli óperusögunnar. Wagner byrjar að skrifa texta óperunnar Meistarasöngvararnir i Nürnberg.
1862 Wagner lýkur við texta Meistarasöngvaranna. Hann flytur til Biebrich við Rín og fær fulla uppgjöf saka vegna þátttöku í byltingartilrauninni í Dresden.
1863 Fert í tónleikaferðir víða um Evrópu. Tekur upp ástarsamband við Cosimu von Bülow, dóttur Franz Liszt.
1864 Wagner hittir velgjörðarmann sinn, Lúðvík II. konung Bæjaralands, í fyrsta skipti. Konungurinn greiðir skuldir Wagners, lætur hann fá fastan lífeyri og útvegar honum bústað í München. Wagner stjórnar sýningu á Hollendingnum fljúgandi í Múnchen.
1865 Isolde, fyrsta barna Cosimu og Richards, fæðist í München. Tristan og Isolde frumflutt í Munchen 10. júní. Wagner skrifar sjálfsævisögu sína Mein Leben. Líferni Wagners vekur hneykslan í München og hann neyðist til að flytja úr borginni. Hann sest að í Genf.
1866 Eiginkona Wagners, Minna, deyr í Dresden. Wagner sest að í Tribschen við Luzern í Sviss.
1867 Wagner lýkur við gerð Meistarasöngyaranna í Nümberg.
1868 Óperan Meistarasöngvararnir i Nürnberg frumflutt í München 21. júní við mikla hrifningu. Wagner kynnist heimspekingnum Friedrich Nietzsche í Leipzig. Hann hefur formlega sambúð með Cosimu von Bülow.
1871 Wagner lýkur við gerð óperunnar Siegfried. Hann lýsir því opinberlega yfir að hann hafi valið borgina Bayreuth fyrir hið nýja óperuhús sem hann kveðst ætla að reisa fyrir sýningar á Niflungahringnum.
1872 Wagner flyst til Bayreuth og leggur hornsteininn að nýja óperuhúsinu 22. maí. Hann ferðast um Þýskaland í leit að listamönnum fyrir væntanlega tónlistarhátíð í Bayreuth. Skrifar ritgerðina Um leikara og söngvara.
1873 Wagner stjórnar byggingu óperuhússins og heldur áfram undirbúningi að fyrstu hátíðinni í Bayreuth.
1874 Flytur í nýtt hús sitt í Bayreuth, Villa Wahnfried. Hann lýkur við gerð óperunnar Ragnarök og þar með alls Niflungahringsins.
1875 Fer í tónleikaferðir víða um Evrópu. Stjórnar æfingum fyrir Niflungahringinn allt sumarið.
1876 Fyrsta Wagnerhátíðin í Bayreuth er opnuð 13. ágúst með sýningu Rínargullsins í viðurvist Vilhjálms I. keisara Þýskalands og margra annarra stórmenna. Allur Niflungahringurinn er fluttur alls þrisvar sinnum á hátíðinni, en Wagner er óánægður með sýningarnar og tónlistarhátíðin er nánast gjaldþrota. Hann flyst til Ítalíu.
1877 Wagner lýkur við texta Parsifals og byrjar á tónlist óperunnar. Hann fer í tónleikaferð til London til að safna fé upp í skuldir hátíðarinnar í Bayreuth.
1878 Lúðvík II. konungur greiðir skuldir hátíðarinnar í Bayreuth gegn því að fá útgáfuréttinn að Niflungahringnum.
1879 Wagner flyst til Ítalíu af heilsufarsástæðum.
1880 Sest að í Napólí. Skrifar ritgerðina Trú og listir. Hann stjórnar flutningi á forleiknum að Parsifial á einkatónleikum fyrir Lúðvík II. og verður það síðasti fundur þeirra.
1881 Niflungahringurinn frumsýndur í Berlín. Wagner skrifar ritgerðina Hetjulíf og kristindómur.
1882 Wagner lýkur við Parsifal. Önnur Wagnerhátíðin í Bayreuth er opnuð með frumflutningi Parsifal 26. júlí. Wagner stjórnar sjálfur síðasta þætti síðustu sýningar óperunnar. Flyst til Feneyja.
1883 Richard Wagner deyr af hjartaslagi í Palazzo Vendramin í Feneyjum 13. febrúar. Lík hans er flutt til Bayreuth og jarðsett í garði húss hans Villa Wahnfried.