Velkomin á Listahátíð í Reykjavík

Lýðveldið á rætur í fyrra sjálfstæðistíma Íslendinga og Niflungahringurinn á rætur í íslenskum bókmenntum frá sama tíma. Þess vegna hæfir ekkert betur á Lýðveldishátíð en Hringurinn.

Og nú vinna margar liststofnanir saman að stóru verki og stilla saman krafta sína. Öðruvísi er þetta ekki gerlegt.

Þjóðleikhúsið, Íslenska óperan og Sinfóníuhljómsveit Íslands vinna saman með Bayreuth hátiðinni og Listahátíð í Reykjavík, menntamálaráðuneytið og Reykjavikurborg eru bakhjarlar, en fyrirtæki og ýmsar stofnanir veita mikilvægan fjárstuðning. Þannig er þetta hægt.

Það er fágætt tækifæri að eiga samvinnu við Bayreuth hátíðina þegar færst er í fang svo mikið verk, sem þessi sérstaka uppfærsla á Niflungahring Richards Wagner er. Þar fer í fylkingarbrjósti Wolfgang Wagner – áhugi hans á verkefninu hefur verið óbilandi. Og vinsemd ráðið vinnulagi. Það er verið að byggja brú til Evrópu, og hún er geng í báðar áttir.

Þeir eru margir sem að uppfærslu Niflungahringsins standa. Má ég fyrir hönd Listahátíðar í Reykjavík tjá besta þakklæti öllum þeim fyrir þeirra framlag. Og sérstakar þakkir færi ég Wolfgang Wagner og mönnum hans. Njóti gestir þessa viðburðar sem best.

Valgarður Egilsson
formaður framkmemdastjórnar

Hringleikur

Taflið vinnum, færum fórn
fléttu njörvum reitinn.
Aflið finnur, stærir stjóm,
strengir djörfu heitin.

Heitin djörfu strengir stjórn,
stærir, finnur aflið.
Reitinn njörvum fléttufórn,
færum vinnum taflið.

Traustur næstur Snorri stóð
styrkri hæstri menning.
Hraustur glæstan orti óð,
orðum læsti kenning.

Kenning læsti orðum óð
orti glæstan hraustur.
Menning hæstri styrkri stóð
Snorri næstur — traustur.

Móðinn búa þreki þarf
þjóðin – rúin blóði.
Glóðin trúar auðgar arf
 óðar, knúinn Ijóði.

Ljóði knúinn óðar arf
auðgar trúarglóðin.
Blóði rúin þjóðin þarf
þreki búa móðinn.

Ljóma sagnir miklar manns,
mætti fagnar þjóðin.
Óma Wagners hljómar hans,
hættir magna Ijóðin.

Þjóðin fagnar mætti manns.
Miklar sagnir ljóma.
Ljóðin magna hættir hans
hIjómar Wagners óma.

Valgarður Egilsson