Ártöl

Wagner og Völsungar

Í fyrsta dálki er stiklað á stóru í æviferli og starfi Richards Wagners. Í hinum næsta eru nefndir nokkrir fjölþjóðlegir atburðir úr samtíðinni til að setja Wagner inn í sögulegt samhengi í menningarefnum. Í hinum þriðja eru tilgreindir nokkrir samtímaviðburðir á Íslandi sem snerta íslenska menningu þótt beir komi skáldskap Wagners nánast ekkert við. Tilgangurinn er sá einn að sýna hvað menn voru að kljást við á Íslandi á sama tíma og Wagner skóp sín verk.

Ártal Einkahagir og
höfundaferill
Fjölþjóðlegir
atburðir
Samtímaviðburðir
á Íslandi
1811 Ottilie Wagner (síðar Brockhaus) fæðist. Franz Liszt fæðist. Jón Sigurðsson fæðist.
1812 Sneypuför Napóleons til Rússlands. Pétur Guðjohnsen söngkennari fæðist.
1813 Richard Wagner fæðist 22. maí í Leipzig.
Friedrich faðir hans deyr um haustið.
Orrustan mikla (Völkerschlacht) við her Napóleons hjá Leipzig í október.
Giuseppe Verdi fæðist.
Rasmus Kristian Rask ferðast um Ísland.
1814 Móðir hans Johanna Rosine giftist listamanninum Ludwig Geyer.
Þau setjast að í Dresden.
Vínarfundurinn hefst um skiptingu Evrópu. Ebenezer Henderson ferðast um Ísland.
1815 Cäcilie hálfsystir hans fæðist. Orrustan við Waterloo. Eiríkur Laxdal rithöfundur deyr.
1816 Carl Maria von Weber skipaður óperustjóri í Dresden. Hið íslenska bókmenntafélag stofnað.
1817 Carl Maria von Weber heimilisvinur hjá Geyer. Stúdentahátið í Wartborgar-kastala. Bókmenntafélagið gefur út Sturlungu.
1818 Karl Marx fæðist. Jón Thoroddsen fæðist.
1819 Schopenhauer birtir höfuðrit sitt, "Veröldin sem vilji og hugmynd". Sveinbjörn Egilsson verður kennari á Bessastöðum.
Jón Þorláksson skáld á Bægisá deyr.
1820 Wagner kynnist ævisögu Mozarts. Franz Liszt heldur sinn fyrsta konsert níu ára. Tukthúsið á Arnarhóli verður bústaður stiftamtmanns.
1821 Geyer deyr.
Richard fer um hríð til Eisleben.
Feodor Dostojevski og Gustave Flaubert fæðast. Grímur Thomsen fæðist.
Árbækur Espólíns byrja að koma út.
1822 Gengur í Krossskólann Dresden. Schubert semur Ófullgerðu sinfóníuna. Eldgos í Eyjafjallajökli.
1823 Byrjar að lesa gríska og rómverska goðafræði. Óperan Eyryanthe eftir Weber frumflutt í Vínarborg. Eldgos í Kötlu.
1824 9. sinfónía Beethovens frumflutt.
Anton Bruckner fæðist.
Steingrímur Jónsson vígður biskup yfir Íslandi.
1825 Færir upp Töfraskyttu Webers með skólafélögum. Skáldið Jean Paul deyr 62 ára. Fornmanna sögur byrja að koma út í Kaupmannahöfn.
1826 Þýðir söngva úr Odysseifskviðu. Carl Maria von Weber deyr 40 ára. Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson fæðist.
1827 Fermist og skrifar leikritið Leubald og Adelaide. Ludwig van Beethoven deyr 57 ára. Skírnir hefur göngu sína.
Sigurður Pétursson leikritaskáld deyr.
1828 Fjölskyldan flyst til Leipzig. Richard gengur í menntaskóla og stundar bókasafn Adolfs fóðurbróður síns. Henrik Ibsen og Lev Tolstoi fæðast. Franz Schubert deyr 31 árs. Natan Ketilsson myrtur.
1829 Sér óperuna Fidelio eftir Beethoven og ákveður að verða tónlistarmaður. Rossini semur Vilhjálm Tell Ármann á Alþingi byrjar að koma út.
1830 Semur hljómsveitarforleik.
Kynnist Robert Schumann í Leipzig.
Júlíbyltingin í Frakklandi.
Órói í þýskum ríkjum. Hans von Bülow fæðist.
Hector Berlioz semur Symphonie Fantastique.
Síðasta opinbera aftaka á Íslandi.
1831 Innritar sig í tónlistarskóla. Heinrich Heine fer í útlegð til Parísar. Steingrímur Thorsteinsson fæðist.
1832 Semur sinfóníu í C-dúr og textadrög að óperunni Brúðkaupið. Goethe deyr 82 ára. Kvæði Eggerts Ólafssonar koma út.
1833 Fer til Würzburg.
Semur fyrstu óperu sína, Álfana.
Johannes Brahms fæðist í Hamborg. Orgel Magnúsar Stephensens selt úr landi.
1834 Tónleikastjóri í Bad Lauchstädt og Magdeburg.
Kynnist Minnu Planer.
Franz Liszt kynnist greifynjunni Marie d'Agoult. Friðrik Danaprins heimsækir Ísland.
1835 Semur óperuna Ástarbannið. Fyrsta útgáfa Þýskrar goðafræði eftir Jakob Grimm. Ársritið Fjölnir byrjar að koma út.
1836 Ástarbannið frumflutt í Magdeburg.
Fer til Königsberg.
Kvænist Minnu.
Meyerbeer semur óperuna Húgenottar. Vísindaleiðangur Pauls Gaimards um Ísland.
1837 Tónlistarstjóri í Riga í Lettlandi. Daguerre og Talbot uppgötva ljósmyndina. Jónas Hallgrímsson gagnrýnir rímnakveðskap í Fjölni.
1838 Vinnur að óperunni Rienzi. Schumann semur Kinderzenen og fleiri píanóverk. Konungur boðar íslenska ráðgjafarsamkomu.
1839 Flýr lánardrottna í Riga sjóleiðis til London og Parísar. Modest Mussorgskí fæðist. Íslenskir embættismenn þinga um landsmál.
1840 Kynnist Heinrich Heine, Liszt og Meyerbeer í París.
Lýkur við Rienzi.
Émile Zola og Pjotr I. Tsjækofskí fæðast. Orgel kemur í Dómkirkjuna, píanó í barnaskólann Reykjavík.
1841 Semur óperuna Hollendinginn fljúgandi. Óperuhús Sempers byggingameistara opnað í Dresden. Jón Sigurðsson byrjar að gefa út Ný fjelagsrit.
Bjarni Thorarensen skáld og amtmaður deyr.
1842 Flyst til Dresden. Rienzi frumfluttur.
Hittir Felix Mendelssohn í Berlín.
Liszt verður hljómsveitarstjóri í Weimar. Ljóðabók Jóns Þorlákssonar á Bægisá kemur út.
1843 Hollendingurinn fljúgandi frumfluttur í Dresden.
Verður konunglegur hljómsveitarstjóri í borginni.
Heimspeki framtíðarinnar eftir Feuerbach kemur út. Konungleg tilskipun um endurreisn Alþingis.
1844 Vinnur að Tannhäuser. Friedrich Nietzsche fæðist. Bertel Thorvaldsen deyr.
1845 Tannhäuser frumfluttur í Dresden.
Byrjað á texta að Meistarasöngvurunum og Lohengrin.
Ludwig II fæðist, síðar konungur í Bayern. Alþingi endurreist sem ráðgefandi samkoma.
Jónas Hallgrímsson deyr.
1846 Vinnur að Lohengrin. Hector Berlioz semur Faust. Latínuskólinn fluttur frá Bessastöðum til Reykjavíkur.
Sigurður Breiðfjörð deyr.
1847 Vinnur að Lohengrin. Felix Mendelssohn deyr í Leipzig 38 ára. Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld fæðist.
1848 Móðir hans deyr.
Wagner byrjar á texta að Niflungahringnum.
Febrúarbyltingin í Frakklandi.
Kommúnistaávarpið kemur út.
Þýskur þjóðfundur í Pálskirkjunni í Frankfurt.
Gísli Brynjúlfsson og Jón Thoroddsen gefa út Norðurfara.
Blaðið Þjóðólfur hefur göngu sína.
Edduútgáfa Árnastofnunar hefst
1849 Semur texta að óperu um Jesúm frá Nasaret.
Kynnist Mihaíl Bakunin.
Tekur þátt í maí-uppreisninni í Dresden.
Flýr til Zürich.
Þýsk stjórnarskrá samþykkt í Frankfurt am Main. Einveldi afnumið í Danmörku.
Skagfirðingar afhrópa Grím amtmann á Möðruvöllum.
1850 Lohengrin frumfluttur í Weimar. Skrifar „gyðingagreinina“. Honoré de Balzac deyr 51 árs. Pereatið í Lærða skólanum. Piltar afhrópa rektor.
Piltur og stúlka Jóns Thoroddsens kemur út.
1851 Vinnur að texta Hringsins.
Skrifar Oper und Drama og Boðskap til vina.
Óperan Rigoletto eftir Verdi frumsýnd í Feneyjum. Þjóðfundurinn í Reykjavík.
1852 Lýkur við texta Hringsins. Kynnist Wesendonckhjónunum. Napóleon III verður keisari í Frakklandi. Píanó kemur í Lærða skólann í Reykjavík.
1853 Ferðast til Ítalíu.
Skynjar músík við Rínargullið.
Sér Cosimu 16 ára.
Óperurnar La Traviata og Il trovatore eftir Verdi frumfluttar. Barnaskóli stofnaður á Eyrarbakka.
1854 Semur músík við Rínargullið og Valkyrjuna.
Fyrsta hugmynd að Tristan og Isolde.
Verkalýðsfélög bönnuð í Þýskalandi. Íslendingar öðlast verslunarfrelsi.
1855 Gestastjórnandi í London.
Heldur áfram við músík Valkyrjunnar.
Gustav Freytag gefur út Soll und Haben. Ari Sæmundsen gefur út Leiðarvísi til að spila á langspil.
1856 Lýkur við Valkyrjuna og byrjar á Siegfried. Heinrich Heine deyr í París 59 ára.
Schumann deyr 46 ára.
Sigmund Freud og George B. Shaw fæðast.
Jerome Napóleon Frakkaprins ferðast um Ísland.
Ríkisarfi Hollands heimsækir Ísland.
1857 Wagnerhjónin gerast leigjendur hjá Wesendonckhjónum.
Tónlist við Hringinn rofin í miðjum Siegfried.
Byrjað á Tristan og Isolde.
Cosima Liszt giftist Hans von Bülow í Berlín. Dufferin lávarður birtir ferðabók um Ísland.
1858 Fer til Feneyja vegna ósættis við Wesendonckhjónin.
Minna fer til Dresden.
Giacomo Puccini fæðist í Lucca. Þjóðverjinn Konrad Maurer ferðast um Ísland.
1859 Lýkur við Tristan og Isolde í Luzern.
Flytur til Parísar. Minna kemur aftur.
Charles Darwin birtir þróunarkenningu sína.
Orrustan við Solferino (Heljarslóðarorrusta).
Sölvi Helgason á flótta.
1860 Hljómleikar í París og Brussel.
Heimsækir Rossini í París.
Gustav Mahler fæðist. Schopenhauer deyr 72 ára.
Cosima eignast dótturina Danielu von Bülow.
Lexicon Poeticum Sveinbjarnar Egilssonar kemur út.
1861 Tannhäuser kolfellur í París. Mikil ferðalög.
Byrjar á Meistarasöngvurunum.
Franz Liszt sest að sem klerkur í Róm.
Þrælastríðið hefst í Bandaríkjunum.
Heljarslóðarorrusta Benedikts Gröndals kemur út.
1862 Minna og Richard skilja endanlega. Bismarck forsætisráðherra Prússlands.
Leikritaskáldið Gerhard Hauptmann fæðist.
Jónas Helgason stofnar söngfélagið Hörpu.
Íslenskar Þjóðsögur og ævintýri koma út í Leipzig.
Útilegumenn Matthíasar Jochumssonar frumsýndir.
1863 Rússlandsferð.
Ástarjátning Cosimu og Richards í Berlín.
Þýska verkalýðsambandið stofnað.
Cosima eignast dótturina Blandine von Bülow.
Forngripasafn stofnað í Reykjavik.
1864 Flýr lánardrottna í Vín.
Ludwig II kallar Wagner til München.
Cosima von Bülow verður ástkona hans. Byrjar aftur á Siegfried.
Þýsk-danska Slésvikurstríðið.
Richard Strauss fæðist.
Kristján IX verður konungur Íslands.
1865 Isolde dóttir Cosimu og Wagners fæðist í München.
Tristan og Isolde frumflutt í München undir stjórn Hans von Bülow.
Lokið við 2. þátt Siegfrieds.
Byrjar að lesa fyrir endurminningar.
Hippolyte Taine gefur út Philosophie de l'art. Deilt um tilvist útilegumanna á Íslandi.
1866 Minna deyr.
Wagner og Cosima flytjast til Tribschen hjá Luzern í Sviss.
Þýsk-austurríska stríðið. Austurríki bíður ósigur við Königgrätz.
Ernst W. Siemens finnur upp rafalinn.
Svíinn Pajkull skrifar ferðabók um Ísland.
1867 Eva, önnur dóttir Cosimu og Wagners, fæðist. Lúðvík II trúlofast en slítur festum innan árs. Heinrich Brockhaus, bróðir mága Wagners, ferðast um Ísland.
1868 Meistarasöngvararnir í Nürnberg frumfluttir í München.
Kynnist Nietzsche.
Cosima flyst endanlega til Wagners.
Rossini deyr í París 76 ára.
Wagner og Nietzsche kynnast.
Olufa Finsen æfir fyrsta blandaða kór í Reykjavík.
1869 Rínargullið frumflutt í München.
Siegfried Wagner fæðist.
Fyrsta Vatikanþingið hefst.
Berlioz deyr í París 66 ára.
Kristján Jónsson Fjallaskáld deyr.
1870 Valkyrjan frumflutt í München.
Cosima skilur formlega við Hans von Bülow og giftist Richard Wagner.
Siegfried-Idyll.
Þýsk-franska stríðið hefst.
Charles Dickens deyr 58 ára.
Danska þingið setur Íslendingum einhliða stöðulög.
1871 Bayreuth valin sem tónhátíðarstaður.
Lokið við Siegfried.
Þýska keisaradæmið stofnað.
Vilhjálmur I. Parísarkommúnan.
Hið íslenska þjóðvinafélag stofnað.
1872 Flutt til Bayreuth.
Hornsteinn lagður að óperuhúsinu.
Lokið hljómsveitarmúsík við Ragnarök.
Alexander Skrjabin fæðist í Moskvu. Richard F. Burton gefur út ferðabók um Ísland.
Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson frumsýnd.
1873 Raddskriftir að 1. þætti Ragnaraka. Lúðvík II byggir ævintýrahallir af mestu kappi. Fjölmennur Þingvallafundur krefst skilnaðar við Danmörku.
Íslendingar taka að flykkjast til Ameríku.
1874 Flutt inn í húsið Wahnfried.
Lokið við Ragnarök.
Arnold Schönberg fæðist. Þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar.
Jónas Helgason byrjar að gefa út Söngfræði, Söngva og kvæði.
1875 Æfingar á Niflungahringnum í Bayreuth. Thomas Mann fæðist. Eldur í Öskju.
Bólu-Hjálmar deyr.
1876 Frumsýning á öllum Niflungahringnum í Bayreuth.
Ítalíudvöl
Tolstoi gefur út Önnu Kareninu.
Brahms birtir 1. sinfóníu sína.
Tsjækofskí semur Svanavatnið.
Helgi Helgason stofnar Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur.
Maður og kona eftir Jón Thoroddsen kemur út.
1877 Hljómsveitarstjórn í Lundúnum.
Byrjar á Parsifal.
Ibsen semur Máttarstólpa samfélagsins.
Saint-Saëns semur Samson og Dalíu.
Edison kynnirhljóðritann.
Pétur Guðjohnsen söngkennari deyr.
Svanhvít, ljóðaþýðingar, koma út.
1878 Vinnur að Parsifal. Út koma Hamlet Danaprins eftir Sheakspeare í þýðingu Matthíasar Jochumssonar og Lear konungur í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar.
1879 Vinnur að raddskrift fyrir Parsifal. Hið íslenska fornleifafélag stofnað.
Jón Sigurðsson deyr.
1880 Heilsubótardvöl á Ítalíu. Flaubert deyr 59 ára. Alþingishús rís í Reykjavík.
1881 Dvöl á Sikiley. Dostojevskí deyr 60 ára.
Béla Bartók og Pablo Picasso fæðast.
Konur fá kosningarétt í hreppsmálum.
1882 Lýkur við Parsifal. Frumsýning óperunnar á 2. hátíðnni í Bayreuth. Igor Stravinskí fæðist. Bókmenntaritið Verðandi gefið út.
1883 Wagner deyr 13. febrúar í Feneyjum. Jarðsettur í Bayreuth. Bismarck leggur drög að velferðarkerfi.
Marx deyr tæplega 65 ára.
Franz Kafka fæðist.
Fríkirkjusöfnuður stofnaður á Reyðarfirði.