Wagner og Völsungar
Í fyrsta dálki er stiklað á stóru í æviferli og starfi Richards Wagners. Í hinum næsta eru nefndir nokkrir fjölþjóðlegir atburðir úr samtíðinni til að setja Wagner inn í sögulegt samhengi í menningarefnum. Í hinum þriðja eru tilgreindir nokkrir samtímaviðburðir á Íslandi sem snerta íslenska menningu þótt beir komi skáldskap Wagners nánast ekkert við. Tilgangurinn er sá einn að sýna hvað menn voru að kljást við á Íslandi á sama tíma og Wagner skóp sín verk.
Ártal |
Einkahagir og höfundaferill |
Fjölþjóðlegiratburðir | Samtímaviðburðirá Íslandi |
---|---|---|---|
1811 | Ottilie Wagner (síðar Brockhaus) fæðist. | Franz Liszt fæðist. | Jón Sigurðsson fæðist. |
1812 | Sneypuför Napóleons til Rússlands. | Pétur Guðjohnsen söngkennari fæðist. | |
1813 | Richard Wagner fæðist 22. maí í Leipzig.Friedrich faðir hans deyr um haustið. | Orrustan mikla (Völkerschlacht) við her Napóleons hjá Leipzig í október.Giuseppe Verdi fæðist. | Rasmus Kristian Rask ferðast um Ísland. |
1814 | Móðir hans Johanna Rosine giftist listamanninum Ludwig Geyer.Þau setjast að í Dresden. | Vínarfundurinn hefst um skiptingu Evrópu. | Ebenezer Henderson ferðast um Ísland. |
1815 | Cäcilie hálfsystir hans fæðist. | Orrustan við Waterloo. | Eiríkur Laxdal rithöfundur deyr. |
1816 | Carl Maria von Weber skipaður óperustjóri í Dresden. | Hið íslenska bókmenntafélag stofnað. | |
1817 | Carl Maria von Weber heimilisvinur hjá Geyer. | Stúdentahátið í Wartborgar-kastala. | Bókmenntafélagið gefur út Sturlungu. |
1818 | Karl Marx fæðist. | Jón Thoroddsen fæðist. | |
1819 | Schopenhauer birtir höfuðrit sitt, "Veröldin sem vilji og hugmynd". | Sveinbjörn Egilsson verður kennari á Bessastöðum.Jón Þorláksson skáld á Bægisá deyr. | |
1820 | Wagner kynnist ævisögu Mozarts. | Franz Liszt heldur sinn fyrsta konsert níu ára. | Tukthúsið á Arnarhóli verður bústaður stiftamtmanns. |
1821 | Geyer deyr.Richard fer um hríð til Eisleben. | Feodor Dostojevski og Gustave Flaubert fæðast. | Grímur Thomsen fæðist.Árbækur Espólíns byrja að koma út. |
1822 | Gengur í Krossskólann Dresden. | Schubert semur Ófullgerðu sinfóníuna. | Eldgos í Eyjafjallajökli. |
1823 | Byrjar að lesa gríska og rómverska goðafræði. | Óperan Eyryanthe eftir Weber frumflutt í Vínarborg. | Eldgos í Kötlu. |
1824 | 9. sinfónía Beethovens frumflutt.Anton Bruckner fæðist. | Steingrímur Jónsson vígður biskup yfir Íslandi. | |
1825 | Færir upp Töfraskyttu Webers með skólafélögum. | Skáldið Jean Paul deyr 62 ára. | Fornmanna sögur byrja að koma út í Kaupmannahöfn. |
1826 | Þýðir söngva úr Odysseifskviðu. | Carl Maria von Weber deyr 40 ára. | Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson fæðist. |
1827 | Fermist og skrifar leikritið Leubald og Adelaide. | Ludwig van Beethoven deyr 57 ára. | Skírnir hefur göngu sína.Sigurður Pétursson leikritaskáld deyr. |
1828 | Fjölskyldan flyst til Leipzig. Richard gengur í menntaskóla og stundar bókasafn Adolfs fóðurbróður síns. | Henrik Ibsen og Lev Tolstoi fæðast. Franz Schubert deyr 31 árs. | Natan Ketilsson myrtur. |
1829 | Sér óperuna Fidelio eftir Beethoven og ákveður að verða tónlistarmaður. | Rossini semur Vilhjálm Tell | Ármann á Alþingi byrjar að koma út. |
1830 | Semur hljómsveitarforleik.Kynnist Robert Schumann í Leipzig. | Júlíbyltingin í Frakklandi.Órói í þýskum ríkjum. Hans von Bülow fæðist.Hector Berlioz semur Symphonie Fantastique. | Síðasta opinbera aftaka á Íslandi. |
1831 | Innritar sig í tónlistarskóla. | Heinrich Heine fer í útlegð til Parísar. | Steingrímur Thorsteinsson fæðist. |
1832 | Semur sinfóníu í C-dúr og textadrög að óperunni Brúðkaupið. | Goethe deyr 82 ára. | Kvæði Eggerts Ólafssonar koma út. |
1833 | Fer til Würzburg.Semur fyrstu óperu sína, Álfana. | Johannes Brahms fæðist í Hamborg. | Orgel Magnúsar Stephensens selt úr landi. |
1834 | Tónleikastjóri í Bad Lauchstädt og Magdeburg.Kynnist Minnu Planer. | Franz Liszt kynnist greifynjunni Marie d'Agoult. | Friðrik Danaprins heimsækir Ísland. |
1835 | Semur óperuna Ástarbannið. | Fyrsta útgáfa Þýskrar goðafræði eftir Jakob Grimm. | Ársritið Fjölnir byrjar að koma út. |
1836 | Ástarbannið frumflutt í Magdeburg.Fer til Königsberg.Kvænist Minnu. | Meyerbeer semur óperuna Húgenottar. | Vísindaleiðangur Pauls Gaimards um Ísland. |
1837 | Tónlistarstjóri í Riga í Lettlandi. | Daguerre og Talbot uppgötva ljósmyndina. | Jónas Hallgrímsson gagnrýnir rímnakveðskap í Fjölni. |
1838 | Vinnur að óperunni Rienzi. | Schumann semur Kinderzenen og fleiri píanóverk. | Konungur boðar íslenska ráðgjafarsamkomu. |
1839 | Flýr lánardrottna í Riga sjóleiðis til London og Parísar. | Modest Mussorgskí fæðist. | Íslenskir embættismenn þinga um landsmál. |
1840 | Kynnist Heinrich Heine, Liszt og Meyerbeer í París.Lýkur við Rienzi. | Émile Zola og Pjotr I. Tsjækofskí fæðast. | Orgel kemur í Dómkirkjuna, píanó í barnaskólann Reykjavík. |
1841 | Semur óperuna Hollendinginn fljúgandi. | Óperuhús Sempers byggingameistara opnað í Dresden. | Jón Sigurðsson byrjar að gefa út Ný fjelagsrit.Bjarni Thorarensen skáld og amtmaður deyr. |
1842 | Flyst til Dresden. Rienzi frumfluttur.Hittir Felix Mendelssohn í Berlín. | Liszt verður hljómsveitarstjóri í Weimar. | Ljóðabók Jóns Þorlákssonar á Bægisá kemur út. |
1843 | Hollendingurinn fljúgandi frumfluttur í Dresden.Verður konunglegur hljómsveitarstjóri í borginni. | Heimspeki framtíðarinnar eftir Feuerbach kemur út. | Konungleg tilskipun um endurreisn Alþingis. |
1844 | Vinnur að Tannhäuser. | Friedrich Nietzsche fæðist. | Bertel Thorvaldsen deyr. |
1845 | Tannhäuser frumfluttur í Dresden.Byrjað á texta að Meistarasöngvurunum og Lohengrin. | Ludwig II fæðist, síðar konungur í Bayern. | Alþingi endurreist sem ráðgefandi samkoma.Jónas Hallgrímsson deyr. |
1846 | Vinnur að Lohengrin. | Hector Berlioz semur Faust. | Latínuskólinn fluttur frá Bessastöðum til Reykjavíkur.Sigurður Breiðfjörð deyr. |
1847 | Vinnur að Lohengrin. | Felix Mendelssohn deyr í Leipzig 38 ára. | Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld fæðist. |
1848 | Móðir hans deyr.Wagner byrjar á texta að Niflungahringnum. | Febrúarbyltingin í Frakklandi.Kommúnistaávarpið kemur út.Þýskur þjóðfundur í Pálskirkjunni í Frankfurt. | Gísli Brynjúlfsson og Jón Thoroddsen gefa út Norðurfara.Blaðið Þjóðólfur hefur göngu sína.Edduútgáfa Árnastofnunar hefst |
1849 | Semur texta að óperu um Jesúm frá Nasaret.Kynnist Mihaíl Bakunin.Tekur þátt í maí-uppreisninni í Dresden.Flýr til Zürich. | Þýsk stjórnarskrá samþykkt í Frankfurt am Main. | Einveldi afnumið í Danmörku.Skagfirðingar afhrópa Grím amtmann á Möðruvöllum. |
1850 | Lohengrin frumfluttur í Weimar. Skrifar „gyðingagreinina“. | Honoré de Balzac deyr 51 árs. | Pereatið í Lærða skólanum. Piltar afhrópa rektor.Piltur og stúlka Jóns Thoroddsens kemur út. |
1851 | Vinnur að texta Hringsins.Skrifar Oper und Drama og Boðskap til vina. | Óperan Rigoletto eftir Verdi frumsýnd í Feneyjum. | Þjóðfundurinn í Reykjavík. |
1852 | Lýkur við texta Hringsins. Kynnist Wesendonckhjónunum. | Napóleon III verður keisari í Frakklandi. | Píanó kemur í Lærða skólann í Reykjavík. |
1853 | Ferðast til Ítalíu.Skynjar músík við Rínargullið.Sér Cosimu 16 ára. | Óperurnar La Traviata og Il trovatore eftir Verdi frumfluttar. | Barnaskóli stofnaður á Eyrarbakka. |
1854 | Semur músík við Rínargullið og Valkyrjuna.Fyrsta hugmynd að Tristan og Isolde. | Verkalýðsfélög bönnuð í Þýskalandi. | Íslendingar öðlast verslunarfrelsi. |
1855 | Gestastjórnandi í London.Heldur áfram við músík Valkyrjunnar. | Gustav Freytag gefur út Soll und Haben. | Ari Sæmundsen gefur út Leiðarvísi til að spila á langspil. |
1856 | Lýkur við Valkyrjuna og byrjar á Siegfried. | Heinrich Heine deyr í París 59 ára.Schumann deyr 46 ára. Sigmund Freud og George B. Shaw fæðast. | Jerome Napóleon Frakkaprins ferðast um Ísland.Ríkisarfi Hollands heimsækir Ísland. |
1857 | Wagnerhjónin gerast leigjendur hjá Wesendonckhjónum.Tónlist við Hringinn rofin í miðjum Siegfried. Byrjað á Tristan og Isolde. | Cosima Liszt giftist Hans von Bülow í Berlín. | Dufferin lávarður birtir ferðabók um Ísland. |
1858 | Fer til Feneyja vegna ósættis við Wesendonckhjónin.Minna fer til Dresden. | Giacomo Puccini fæðist í Lucca. | Þjóðverjinn Konrad Maurer ferðast um Ísland. |
1859 | Lýkur við Tristan og Isolde í Luzern.Flytur til Parísar. Minna kemur aftur. | Charles Darwin birtir þróunarkenningu sína.Orrustan við Solferino (Heljarslóðarorrusta). | Sölvi Helgason á flótta. |
1860 | Hljómleikar í París og Brussel.Heimsækir Rossini í París. | Gustav Mahler fæðist. Schopenhauer deyr 72 ára.Cosima eignast dótturina Danielu von Bülow. | Lexicon Poeticum Sveinbjarnar Egilssonar kemur út. |
1861 | Tannhäuser kolfellur í París. Mikil ferðalög. Byrjar á Meistarasöngvurunum. | Franz Liszt sest að sem klerkur í Róm.Þrælastríðið hefst í Bandaríkjunum. | Heljarslóðarorrusta Benedikts Gröndals kemur út. |
1862 | Minna og Richard skilja endanlega. | Bismarck forsætisráðherra Prússlands. Leikritaskáldið Gerhard Hauptmann fæðist. | Jónas Helgason stofnar söngfélagið Hörpu. Íslenskar Þjóðsögur og ævintýri koma út í Leipzig. Útilegumenn Matthíasar Jochumssonar frumsýndir. |
1863 | Rússlandsferð. Ástarjátning Cosimu og Richards í Berlín. | Þýska verkalýðsambandið stofnað. Cosima eignast dótturina Blandine von Bülow. | Forngripasafn stofnað í Reykjavik. |
1864 | Flýr lánardrottna í Vín. Ludwig II kallar Wagner til München. Cosima von Bülow verður ástkona hans. Byrjar aftur á Siegfried. | Þýsk-danska Slésvikurstríðið. Richard Strauss fæðist. | Kristján IX verður konungur Íslands. |
1865 | Isolde dóttir Cosimu og Wagners fæðist í München. Tristan og Isolde frumflutt í München undir stjórn Hans von Bülow. Lokið við 2. þátt Siegfrieds. Byrjar að lesa fyrir endurminningar. | Hippolyte Taine gefur út Philosophie de l'art. | Deilt um tilvist útilegumanna á Íslandi. |
1866 | Minna deyr. Wagner og Cosima flytjast til Tribschen hjá Luzern í Sviss. | Þýsk-austurríska stríðið. Austurríki bíður ósigur við Königgrätz. Ernst W. Siemens finnur upp rafalinn. | Svíinn Pajkull skrifar ferðabók um Ísland. |
1867 | Eva, önnur dóttir Cosimu og Wagners, fæðist. | Lúðvík II trúlofast en slítur festum innan árs. | Heinrich Brockhaus, bróðir mága Wagners, ferðast um Ísland. |
1868 | Meistarasöngvararnir í Nürnberg frumfluttir í München. Kynnist Nietzsche. Cosima flyst endanlega til Wagners. | Rossini deyr í París 76 ára. Wagner og Nietzsche kynnast. | Olufa Finsen æfir fyrsta blandaða kór í Reykjavík. |
1869 | Rínargullið frumflutt í München.Siegfried Wagner fæðist. | Fyrsta Vatikanþingið hefst. Berlioz deyr í París 66 ára. | Kristján Jónsson Fjallaskáld deyr. |
1870 | Valkyrjan frumflutt í München.Cosima skilur formlega við Hans von Bülow og giftist Richard Wagner.Siegfried-Idyll. | Þýsk-franska stríðið hefst.Charles Dickens deyr 58 ára. | Danska þingið setur Íslendingum einhliða stöðulög. |
1871 | Bayreuth valin sem tónhátíðarstaður.Lokið við Siegfried. | Þýska keisaradæmið stofnað.Vilhjálmur I. Parísarkommúnan. | Hið íslenska þjóðvinafélag stofnað. |
1872 | Flutt til Bayreuth.Hornsteinn lagður að óperuhúsinu.Lokið hljómsveitarmúsík við Ragnarök. | Alexander Skrjabin fæðist í Moskvu. | Richard F. Burton gefur út ferðabók um Ísland.Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson frumsýnd. |
1873 | Raddskriftir að 1. þætti Ragnaraka. | Lúðvík II byggir ævintýrahallir af mestu kappi. | Fjölmennur Þingvallafundur krefst skilnaðar við Danmörku.Íslendingar taka að flykkjast til Ameríku. |
1874 | Flutt inn í húsið Wahnfried. Lokið við Ragnarök. | Arnold Schönberg fæðist. | Þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar.Jónas Helgason byrjar að gefa út Söngfræði, Söngva og kvæði. |
1875 | Æfingar á Niflungahringnum í Bayreuth. | Thomas Mann fæðist. | Eldur í Öskju.Bólu-Hjálmar deyr. |
1876 | Frumsýning á öllum Niflungahringnum í Bayreuth.Ítalíudvöl | Tolstoi gefur út Önnu Kareninu.Brahms birtir 1. sinfóníu sína.Tsjækofskí semur Svanavatnið. | Helgi Helgason stofnar Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur.Maður og kona eftir Jón Thoroddsen kemur út. |
1877 | Hljómsveitarstjórn í Lundúnum.Byrjar á Parsifal. | Ibsen semur Máttarstólpa samfélagsins.Saint-Saëns semur Samson og Dalíu.Edison kynnirhljóðritann. | Pétur Guðjohnsen söngkennari deyr.Svanhvít, ljóðaþýðingar, koma út. |
1878 | Vinnur að Parsifal. | Út koma Hamlet Danaprins eftir Sheakspeare í þýðingu Matthíasar Jochumssonar og Lear konungur í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. | |
1879 | Vinnur að raddskrift fyrir Parsifal. | Hið íslenska fornleifafélag stofnað.Jón Sigurðsson deyr. | |
1880 | Heilsubótardvöl á Ítalíu. | Flaubert deyr 59 ára. | Alþingishús rís í Reykjavík. |
1881 | Dvöl á Sikiley. | Dostojevskí deyr 60 ára.Béla Bartók og Pablo Picasso fæðast. | Konur fá kosningarétt í hreppsmálum. |
1882 | Lýkur við Parsifal. Frumsýning óperunnar á 2. hátíðnni í Bayreuth. | Igor Stravinskí fæðist. | Bókmenntaritið Verðandi gefið út. |
1883 | Wagner deyr 13. febrúar í Feneyjum. Jarðsettur í Bayreuth. | Bismarck leggur drög að velferðarkerfi.Marx deyr tæplega 65 ára.Franz Kafka fæðist. | Fríkirkjusöfnuður stofnaður á Reyðarfirði. |