Vínaróperan 23.-28. febrúar

Wiener Staatsoper

Kæru óperuvinir

Í viðhengi er skrá um ókeypis útsendingar á upptökum frá Vínaróperunni. Carmen er sýnd aftur. Óvenjuleg og mögnuð sýning. leikstjóri er Calixto Bieito. Sviðsetningin er frá 1999 og hefur farið víða. Atburðarásin er flutt til nýlegra tíma, gæti verið á landamærum Marokkós og Ceuta, landskika, um 20 ferkílómetrar, sem Spánverjar stjórna.

http://wagnerfelagid.is/wp-content/uploads/2021/02/2021-02-23-Vínaróperan-23.-feb.-28.-feb.-2021.pdf

Umsögn um Carmen í Vín á ensku

https://seenandheard-international.com/2021/02/rachvelishvili-and-beczala-lead-an-impressive-vienna-ensemble-as-bieito-brings-enhanced-dramatic-intent-to-carmen/

Á þýsku

http://www.musik-heute.de/22067/ueberzeugend-aus-dem-niemandsland-carmen-an-der-wiener-staatsoper/

Á erlendum stöðvum á næstunni er dagskrá um Víking Ólafsson á NRK2 á sunnudagskvöld kl. 19:30. Sama dag kl. 16:40 á Arte eru nokkur atriði úr tónleikum frá Salzburgarhátíðinni 2020, Elina Garanca og Jonas Kaufmann.

Góða skemmtun,
Baldur