Valkyrjan

Annar þáttur

Fylgirit efnisskrár Niflungahringsins 1997

Á tjaldi er þetta erindi úr Hávamálum meðan stormurinn geisar:

Hrörnar þöll
sú er stendur þorpi á,
hlýr ei henni börkur né barr;
svo er maður,
sá er manngi ann.
Hvað skal hann lengi lifa?

Hús Hundings og Signýjar. Mikill askur stendur á húsinu.  Að forspili loknu kemur Sigmundur inn. Hann er á flótta og leitar skjóls.

I. Stormur - Sigmundur flýr storminn

Sigmundur
Já hver sem hér býr,
hér skal ég hvílast.

Siegmund
Wess’ Herd dies auch sei,
hier muß ich rasten.

Framsaga

Jörð:
Þar leggst til hvíldar Sigmundur Völsungur. Hann er hrakinn af fjendum og fárviðri, óboðinn gestur í húsi Hundings og Signýjar. Hundingur er herskár maður og grimmur eins og öll hans ætt. En Signý kona hans hlynnir að Sigmundi með mikilli blíðu og ber honum drykk í horni. Sigmundur á eftir að komast að raun um að fjendur hans eru ættmenn Hundings. Þeir Hundingur hijóta að berjast.

Loki:
Þá fáum við nú að sjá Óðin í essinu sínu. Fyrst segir hann eitt, svo segir hann annað, og svo blandar hann sér sjálfur í einvígið. Það er eins og ég sagði fyrir langalöngu: 

Þegi þú, Óðinn,
þú kunnir aldregi
deila víg með verum. 

Hvernig er það? Hefur ekkert ykkar lesið Lokasennu?

Jörð:
Óðinn vissi vel að fyrir glæp hans, er hann rændi gullinu, var valdi hans og allra ása stefnt í voða. Ég gæti jarðar og ver hana gegn ofbeldi ása og dverga. Ég er Jörð. Ég hét á Óðin að ásælast ekki hringinn Andvaranaut. Hringurinn sá á heima í Rín.

Loki:
Þú hefðir átt að reyna að segja honum það. Sá hefði áttað sig. Ég reyndi.

Jörð:
Þá spáði ég Iíka fyrir um endalok ása í ragnarökum. En Óðinn taldi sig geta þvegið hendur sínar, og haldið völdum sínum, með því að geta nýtt kyn, saklaust af glæpum og frjálst til verka. Hetja af því kyni mundi sækja hringinn á heiðina þar sem Fáfnir liggur á gullinu. Þá væri veldi ása borgið. Þetta nýja kyn var mannkynið.

Loki:
Óðinn sá auðvitað aldrei annað en hringinn og valdið. Og hvernig fór hann að við að koma þessu hetjukyni á legg? Hann gat sjálfur syni og dætur í öllum áttum, en bjó í ástlausu hjónabandi með skassinu Frigg sem hann hafði þó boðið annað auga sitt til að eignast. Nú kallaði Óðinn sig Völsa—hann tók sér ný nöfn eftir hentugleikum – og stofnaði til ættar Völsunga.

Jörð:
Hann gat tvíbura, þau Sigmund sem sefur hér og Signýju konu Hundings sem ræður hér húsum. Þau systkinin þekkjast ekki. Völsi lofaði Sigmundi syni sinum vopni góðu.

Loki:
Óðinn var alltaf að gefa loforð.

Jörð:
Maður eineygður með síðan hött á höfði kom til brúðkaups Signýjar og Hundings. Þar stóð askur mikill í húsinu, en leggurinn stóð niður í salinn og var kallaður barnstokkur.

Loki:
Gesturinn eineygði stakk sverði í stokkinn. Hann sagði að sá mætti eiga sverðið sem gæti brugðið því úr stokknum. Margir kappar hafa viijað eignast sverðið, hinir göfugustu menn, en sverðið hefur ekki bifazt úr barnstokknum til þessa dags.

Jörð:
Það vorar er þau systkinin kynnast í fyrsta sinn.

Loki: 
Án þess að vita um skyldleik sinn.

Jörð:
Um nóttina opnast dyr hússins.

Loki:
Fór einhver? Kom einhver?

Jörð:

Enginn fór
en eitt þó kom.
Sjáðu, nú vor
í salnum hlær.

Sigmundur dregur Signýju til sin með blíðum ákafa og þau setjast saman í tunglsljósinu.

II. Vetrarstorma sefar hinn sæli maí

Sigmundur
Vetrarstorma sefar
hinn sæli maí,
í mildu ljósi
ljómar nú vor,
í blíðum þeynum
þýð og indæl
undur vorsins
vagga sér,
um skóg og engi
andar sunnan,
opið, hýrt
þess auga hlær,
í sætum fugla söngvum
sælt það býr.
Ljúfur ilmur
ífgar allt.
Af þess heita blóði blómin
blómgast í dásemd,
sproti og brum,
allt springur það út.
Þess vopna mjúka vald
um veröld nú fer,
vetur og storm stöðvar
þess styrka vörn.
Því varð undan hraustum höggum þess
hurðin traust að láta
sem stirfin og ströng
oss varnaði vors.
Til systur sinnar
svífur nú maí,
til ástar vor kom á væng.
Í brjóstum okkar
byrgði sig djúpt,
nú hlær hún sæl móti sól.
Því brúði og systur
nú bróðirinn leysti,
Það hrundi í grunn
sem greindi þau að,
heitum orðum
þau heilsast glöð.
Nú eigast ástin og maí.

Siegmund
Winterstürme wichen
dem Wonnemond,
in mildem Lichte
leuchtet der Lenz;
auf linden Lüften
leicht und lieblich,
Wunder webend
er sich wiegt:
durch Wald und Auen
weht sein Atem,
weit geöffnet
lacht sein Aug’.
Aus sel’ger Vöglein Sange
süß er tönt,
holde Düfte
haucht er aus;
seinem warmen Blut entblühen
wonnige Blumen,
Keim und Sproß
entspringt seiner Kraft.
Mit zarter Waffen Zier
bezwingt er die Welt;
Winter und Stürm wichen
der starken Wehr:
Wohl mußte den tapfern Streichen
die strenge Türe auch weichen,
die trotzig und starr
uns – trennte von ihm.
Zu seiner Schwester
schwang er sich her;
die Liebe lockte den Lenz;
in unsrem Busen
barg sie sich tief;
nun lacht sie selig dem Licht.
Die bräutliche Schwester
befreite der Bruder;
zertrümmert liegt,
was sie je getrennt;
jauchzend grüßt sich
das junge Paar:
vereint sind Liebe und Lenz!

Signý
Þú ert það vor
sem vænti ég lengi
í vetrarins ís og snjó.
Og hjarta mitt skalf
af heilagri ógn
er mitt auga sá fyrst þinn svip.
Fyrrum séð framandi varð,
vinlaust var mér hið næsta,
sem hefði’ ég ei séð né heyrt
hvað sem fyrir mig bar.
Samt þekkti ég þig
þegar í stað.
Er mitt auga þig leit
átti ég þig sjálfan.
Allt sem hjarta mitt fól,
hvað ég er,
bjart á við dag
birtist mér þá,
sem ómurinn skær
eyrun það laust,
er í nöprum vetrar nauðum
ég náði minn vin að sjá.

Sieglinde
Du bist der Lenz,
nach dem ich verlangte
in frostigen Winters Frist.
Dich grüßte mein Herz
mit heilgem Grau’n,
als dein Blick zuerst mir erblühte.
Fremdes nur sah ich von je,
freundlos war mir das Nahe;
als hätt’ ich nie es gekannt,
war, was immer mir kam.
Doch dich kannt’ ich
deutlich und klar:
als mein Auge dich sah,
warst du mein Eigen:
was im Busen ich barg,
was ich bin,
hell wie der Tag
taucht’ es mir auf,
wie tönender Schall
schlug’s an mein Ohr,
als in frostig öder Fremde
zuerst ich den Freund ersah.

Hún faðmar hann að sér. Hann ræður sér ekki fyrir fögnuði.

Sigmundur
Þú ljúfasta sæla!
Ljúfan mín sæl!

Signý
Æ lát mig, vinur,
nú vera nær þér,
svo blika ég sjái
hið bjarta skin
auga þér
og öllum svip
því það bugar vit mín svo blítt.

Sigmundur
Við vorsins tungl
tært skín þitt ljós,
lokkar bylgjast
um bjartan háls,
þar sé ég glöggt
hvað seiðir minn hug
því augað aldrei fær nóg.

Signý
Hvað enni þitt
er undurbreitt,
og æðanna grein
prýðir gagnaugu þín.
Ég hika við að segja
hvað ég er alsæl.
Nú undur mér er í minni.
Ég man að fyrr en í dag
ég sá þinn fríða svip.

Sigmundur
Míns munardraums
ég minnist þá:
er brann mér löngun
birtist þti mér.

Signý
Í skuggsjá lækjar
ég leit þá mynd
sem nú mér birtist að nýju.
Í vatni hún vitraðist þá.
Sé ég nú svip minn á þér.

Sigmundur
Þú ert sú mynd
sem í muna mér bjó.

Signý
Í ró mér leyfðu
rödd að heyra.
Ég hygg að þann róm
heyrði ég barn.
Nei, nei! Ég nýverið heyrði hann.
Þá ómaði eigin rödd
og undir skógurinn tók.

Sigmundur
Ó ljúfustu ómar
líða að eyrum.

Signý
Dinna augna gIóð
mér geislaði fyrr,
þeim öldungur einn
augum mig leit
er hann hughreysti hrygga mey.
Hennar faðir
fann hún hann var.
Ég ætlaði að nefna hann með nafni …
Vávald – þeir nefndu þig?

Sigmundur
Nei, ekki það
fyrst þú annt mér.
Ég veld síður vá en yndi.

Signý
Og fús viltu ekki
Friðmundur heita?

Sigmundur
Nefndu mig sjálf
hverju nafni er þér líkar.
Þá nafn mitt þigg ég af þér.

Signý
En Úlfur hét faðir þinn frækinn?

Sigmundur
Hann úlfur var rögum refum.
En honum stolt
stirndi af augum,
sem bjarmar nú af þinni brá.
Hann var — Völsi hann hét.

Signý
Ef Völsa ertu sonur
og Völsungur ertu,
sverð fyrir þig,
hann setti í stokk.
Nú nefni ég þig nafni
eins og ég ann þér:
Sigmund,
svo heiti ég þig!

Sigmundur
Sigmundur heiti ég,
og Sigmundur er ég,
þar dæmir um sverð
sem djarfur ég munda!
Völsi mér hét
að í hæstu neyð
fyndi ég sverð.
Ég fast það gríp.
Heilagrar ástar
hæsta neyð,
ástar sem þráir,
ógnandi neyð
brennir hjarta mitt heitt,
boðar dauða og dáð!
Gramur! Gramur!
Ég gef þér nafn, sverð!
Gramur! Gramur!
Geigvæna stál!
Sýndu nú skarpa
skerandi egg.
Þú sleppa úr sliðrinu skalt.

Siegmund
O süßeste Wonne!
Seligstes Weib!

Sieglinde
O laß in Nähe
zu dir mich neigen,
daß hell ich schaue
den hehren Schein,
der dir aus Aug’
und Antlitz bricht,
und so süß die Sinne mir zwingt.

Siegmund
Im Lenzesmond
leuchtest du hell;
hehr umwebt dich
das Wellenhaar:
Was mich berückt,
errat’ ich nun leicht –
denn wonnig weidet mein Blick.

Sieglinde
Wie dir die Stirn
so offen steht,
der Adern Geäst
in den Schläfen sich schlingt!
Mir zagt es vor der Wonne,
die mich entzückt,
ein Wunder will mich gemahnen:
den heut’ zuerst ich erschaut,
mein Auge sah dich schon!

Siegmund
Ein Minnetraum
gemahnt auch mich:
in heißem Sehnen
sah ich dich schon!

Sieglinde
Im Bach erblickt’ ich
mein eigen Bild –
und jetzt gewahr’ ich es wieder:
wie einst dem Teich es enttaucht,
bietest mein Bild mir nun du!

Siegmund
Du bist das Bild,
das ich in mir barg.

Sieglinde
O still! Laß mich
der Stimme lauschen:
mich dünkt, ihren Klang
hört ich als Kind –
Doch nein! Ich hörte sie neulich,
als meiner Stimme Schall
mir wiederhallte der Wald.

Siegmund
O lieblichste Laute,
denen ich lausche!

Sieglinde
Deines Auges Glut
erglänzte mir schon:
so blickte der Greis
grüßend auf mich,
als der Traurigen Trost er gab.
An dem Blick
erkannt’ ihn sein Kind –
schon woll‘t ich beim Namen ihn nennen!
Wehwalt heißt du fürwahr?

Siegmund
Nicht heiß’ ich so,
seit du mich liebst:
nun walt’ ich der hehrsten Wonnen!

Sieglinde
Und Friedmund darfst du
froh dich nicht nennen?

Siegmund
Nenne mich du,
wie du liebst, daß ich heiße:
den Namen nehm’ ich von dir!

Sieglinde
Doch nanntest du Wolfe den Vater?

Siegmund
Ein Wolf war er feigen Füchsen!
Doch dem so stolz
strahlte das Auge,
wie, Herrliche, hehr dir es strahlt,
der war – Wälse genannt.

Sieglinde
War Wälse dein Vater,
und bist du ein Wälsung,
stieß er für dich
sein Schwert in den Stamm –
so laß mich dich heißen
wie ich dich liebe:
Siegmund –
so nenn’ ich dich!

Siegmund
Siegmund heiß’ ich
und Siegmund bin ich!
Bezeug’ es dies Schwert,
das zaglos ich halte!
Wälse verhieß mir,
in höchster Not
fänd ich es einst;
ich faß’ es nun!
Heiligster Minne
höchste Not,
sehnender Liebe
sehrende Not
brennt mir hell in der Brust,
drängt zu Tat und Tod:
Notung! Notung!
So nenn´ ich dich, Schwert.
Notung! Notung!
Neidlicher Stahl!
Zeig’ deiner Schärfe
schneidenden Zahn:
heraus aus der Scheide zu mir!

Hann dregur sverðið úr barnstokknum með ofsafengnu átaki, og sýnir það Signýju sem er yfirkomin af undrun og fögnuði.

Sigmund þinn Völsung
sérðu, mær!
Sem brúðgjöf
hann býður þér sverð.
Svo ber hann upp
sitt bónorð við þig.
Frá fjendasveit
hann forða þér skal.
Langa leið
leiði ég þig,
bíður þar vorsins
brosandi hús.
Þar Gramur gætir þín vel,
og girnist þig Sigmundur þinn.

Signý
Sjái ég Sigmund,
sjái ég bróður,
Signý þá er ég
sem þráði þig
því þína systur
þú vannst er þú vannst þetta sverð.

Sigmundur
Brúður, systir
bróður þíns ertu.
Svo blómgist þú, Völsungablóð!

Siegmund, den Wälsung,
siehst du, Weib!
Als Brautgabe
bringt er dies Schwert:
so freit er sich
die seligste Frau;
dem Feindeshaus
entführt er dich so.
Fern von hier
folge mir nun,
fort in des Lenzes
lachendes Haus:
dort schützt dich Notung, das Schwert,
wenn Siegmund dir liebend erlag!

Sieglinde
Bist du Siegmund,
den ich hier sehe –
Sieglinde bin ich,
die dich ersehnt:
Die eigne Schwester
gewannst du zueins mit dem Schwert!

Siegmund
Braut und Schwester
bist du dem Bruder –
so blühe denn, Wälsungen-Blut!

III. Óðinn býður Brynhildi að Sigmundur sigri Hunding

Meðan forspilið að öðrum þætti er leikið er á tjaldi þetta erindi Óðins úr Vafþrúðnismálum:

Fjöld eg fór,
fjöld eg freistaða,
flöld eg of reynda regin.
Hvað verður Óðni
 að aldurlagi,
þá er of rjúfast regin?

Klettar í fjalli. Óðinn og Brynhildur eiga þar stefnumót.  Þau eru bæði með alvæpni.

Óðinn
Nú hemdu þinn fák,
herklædda dís!
Vopnagnýr
glæðast mun senn.
Valkyrju kveð ég í val.
Hún Völsung sigranda kýs.
Ráði Hundingur
hverjum hann deyr:
í Valhöll vil ég hann sízt.
Af þrótti og hart
hleyptu í val!

Wotan
Nun zäume dein Roß
reisige Maid!
Bald entbrennt
brünstiger Streit:
Brünnhilde stürme zum Kampf,
dem Wälsung kiese sie Sieg!
Hunding wähle sich,
wem er gehört:
nach Walhall taugt er mir nicht.
Drum rustig und rasch
reite zur Wal!

Brynhildur hleypur um klettana í fögnuði.

Brynhildur
Hojotohó! Hojotohó!
Hæjaha! Hæjaha!
Hahæ! Hahæ! Hæjahó!
Ég ræð þér, faðir,
reiddu þig til!
Hvassan storm
standast þú þarft.
Frigg er núna í nánd,
og hrútar taka á rás fyrir reið.
Sjá, gullin svipan
sveiflast svo glatt!
Og dýrin stökkva
stynjandi af nauð.
Tryllt hringsnúast hjólin.
Reið hún stefnir á styr.
Í slíku stríði
stend ég helzt hjá,
elska þó kjarkaðra
kappa slag.
Nú sjáðu hvort storm þann þú stenst.
Ég bregzt þér með léttustu lund.
Hojotohó! Hojotohó!
Hæjaha! Hæjaha!
Hahæ! Hahæ! Hojohæ!

Brünnhilde
Hojotoho! Hojotoho!
Heiaha! Heiaha!
Hojotohoi Heiaha!
Dir rat’ ich, Vater,
rüste dich selbst;
harten Sturm
sollst du bestehn:
Fricka naht, deine Frau,
im Wagen mit dem Widdergespann.
Hei! wie die goldne
Geißel sie schwingt;
Die armen Tiere
ächzen vor Angst;
wild rasseln die Räder;
zornig fährt sie zum Zank!
In solchem Strauße
streit’ ich nicht gern,
lieb’ ich auch mutiger
Männer Schlacht.
Drum sieh’, wie den Sturm du bestehst;
ich Lustige dich im Stich!
Hojotoho! Hojotoho!
Heiaha! Heiaha!
Heiahaha!

Framsaga

Loki:
Þetta var valkyrjan Brynhildur. Hojotohó!

Jörð:
Brynhildur var dóttir okkar Óðins.

Loki:
Hún á að tryggja Sigmundi sigur yfir Hundingi, að boði Óðins. En þá er Frigg ekki skemmt. Hún er gyðja hjónabandsins, og hún krefst þess að systkinunum verði refsað fyrir sifjaspell og hórdóm. Hún brýnir Óðin með eiðum hans og lögum Ása. Óðinn reynir auðvitað að leiða henni fyrir sjónir að Völsungar hafi frjálsan vilja eins og aðrir menn. Hann þurfti einmitt að hafa þá frjálsa tiI að þeir gætu bætt fyrir brot hans.

Jörð:
Þeir þurftu að vera óflekkaðir af glæp hans.

Loki:
Hann reynir að afsaka ástir Sigmundar og Signýjar.

Jörð:
Hvert var illverk
hins unga fólks?
Þær ástir vakti þeim vor.

Loki:
En ef menn eru frjálsir gerða sinna, spyr Frigg, hvers vegna berst þá ekki Sigmundur við Hunding án þess að Valfaðir komi þar nærri með valkyrjur sínar? Og hvers vegna rak hann sverðið í stokkinn? Hún gat verið skörp sú gamla. Óðinn gafst upp sem oftar.

IV. Sigur Friggjar - Játning Óðins fyrir Brynhildi

Frigg
Þá Völsung virðing mín fellir.
Og sverðu nú, Óðinn, þinn eið?

Fricka
Der Wälsung fällt meiner Ehre:
Empfah’ ich von Wotan den Eid?

Óðinn hnígur til sætis í kletti. Hann eygir enga von.

Frigg
Þá Völsung virðing mín fellir.
Og sverðu nú, Óðinn, þinn eið?

Fricka
Der Wälsung fällt meiner Ehre:
Empfah’ ich von Wotan den Eid?

Óðinn hnígur til sætis í kletti. Hann eygir enga von.

Óðinn
Ég vinn eið.

Wotan
Nimm den Eid!

Frigg gengur aftur d sviðið þar sem Brynhildur verður fyrir henni.

Frigg
Valfaðir
væntir þín.
Hann mun þér herma
hvaða hlut hann þér kýs.

Fricka
Heervater harret dein:
laß ihn dir künden,
wie das Los er gekiest!

Frigg ekur burt. Brynhildur gengur til Óðins.

Blynhildur
Ósætti
illa fór.
Frigg var flissandi að lyktum.
Faðir, hvað bíður
barns að reyna?
Daufur ertu og dapur!

Óðinn
Í eigin fjötrum
fangi ég er,
ég ófrjálsastur allra.

Brynhildur
Svo þreyttur ert þú.
Hvað þjakar þinn hug?

Óðinn
Þú heilaga smán!
Þú hraklega víl!
Guðanauð!
Guðanauð!
Endalaus gremd!
Eilífa sorg!
Svo hryggastur er ég af öllum!

Brünnhilde
Schlimm, fürcht’ ich,
schloß der Streit,
lachte Fricka dem Lose.
Vater, was soll
dein Kind erfahren?
Trübe scheinst du und traurig!

Wotan
In eigner Fessel
fing ich mich,
ich Unfreiester aller!

Brünnhilde
So sah ich dich nie!
Was nagt dir das Herz?

Wotan
O heilige Schmach!
O schmäühlicher Harm!
Götternot!
Götternot!
Endloser Grimm!
Ewiger Gram!
Der Traurigste bin ich von allen!

Brynhildur leggur frá sér vopn sín og sezt við fætur Óðins.

Brynhildur
Faðir! Faðir!
Fljótur tiI svara!
Hvað þú hræðir með harmi þitt barn!
Nú treystu mér
því trygg er ég.
Sjá! Brynhildur biður.

Brünnhilde
Vater! Vater!
Sage, was ist dir?
Wie erschreckst du mit Sorge dein Kind?
Vertraue mir!
Ich bin treu:
sieh, Brünnhilde bittet!

Hún hvílir höfuð og hendur í kjöltu hans.  Óðinn horfir lengi á hana og strýkur síðan hár hennar.

Óðinn
Láti ég undan
losna þá ekki
míns vilja traustustu tök?

Brynhildur
Svo verði Óðins vilji,
vilja þinn segðu mér.
Hvað er eg
annað en vilji þinn?

Óðinn
Þau orð er ég engum má segja
ótöluð skulu
eilífar tíðir.
Ég tala í hljóði
tali ég við þig.
Er æskuástar
yndi hvarf mér
þá hungraði hug í vald.
Af bráðum óskum
brýndur til verks
ég veröld alla vann.
Án þess ég vissi
ótrúr ég reyndist:
sáttmálum batt það
sem boðar illt.
Slægur mig lokkaði Loki
sem leið því næst á braut.
En að sjá af ást
sízt alls ég vildi.
Gæddur valdinu vildi ég blíðu.
En nótt ól son,
einn Niflung huglausan,
Andvara, er bönd hennar braut.
Hann formælti ástinni
og fyrir þá sök
hann rænt gat gullinu úr Rín
sem veitti endalaust vald.
Hann smíðaði hring.
Ég hreppti hann með klækjum.
Aftur í Rín
ekki fór hann þó.
Með honum Valhöll
væn var goldin,
sú borg er jötnar mér byggðu.
Úr henni ég heiminum ræð.
Ein allt það veit
sem áður var.
Jörð, sem er vitrust
völva, réð mér
frá að halda þeim hring,
spáði þá eilífum endi.
Um þann endi vil ég
vita meira.
En þá hvarf mér konan í þögn.
Og þá leið burt mitt létta skap
því lærdómur freistaði guðs.
Niður í jarðar skaut
skjótlega ég hvarf,
með ástartöfrum
ægði ég völu,
steytti hennar vizku stolt
svo hún sagði frá um síð.
Vísdóm hún veitti mér þá.
En sjálfur ég eið henni sór.
Hún ein alheims veit ráð,
og ól mér, Brynhildur, þig.

Wotan
Laß’ ich’s verleuten,
lös’ ich dann nicht
meines Willens haltenden Haft?

Brünnhilde
Zu Wotans Willen sprichst du,
sagst du mir, was du willst;
wer — bin ich,
wär’ ich dein Wille nicht?

Wotan
Was keinem in Worten ich künde,
unausgesprochen
bleib’ es denn ewig:
mit mir nun rat’ ich,
red’ ich zu dir.
Als junger Liebe
Lust mir verblich,
verlangte nach Macht mein Mut:
von jäher Wünsche
Wüten gejagt,
gewann ich mir die Welt.
Unwissend trugvoll,
Untreue übt‘ ich,
band durch Verträge,
was Unheil barg:
listig verlockte mich Loge,
der schweifend nun verschwand.
Von der Liebe doch
mocht’ ich nicht lassen;
in der Macht verlangt‘ ich nach Minne.
Den Nacht gebar,
der bange Nibelung,
Alberich brach ihren Bund;
er fluchte der Lieb’
und gewann durch den Fluch
des Rheines glänzendes Gold
und mit ihm maßlose Macht.
Den Ring, den er schuf,
entriß ich ihm listig;
doch nicht dem Rhein
gab ich ihn zurtick:
mit ihm bezahlt‘ ich
Walhalls Zinnen,
der Burg, die Riesen mir bauten,
aus der ich der Welt nun gebot.
Die alles weiß,
was einstens war,
Erda, die weihlich
weiseste Wala,
riet mir ab von dem Ring,
warnte vor ewigem Ende.
Von dem Ende wollt’ ich
mehr noch wissen;
doch schweigend entschwand mir das Weib.
Da verlor ich den leichten Mut,
zu wissen begehre es den Gott:
in den Schoß der Welt
schwang ich mich hinab,
mit Liebes-Zauber
zwang ich die Wala,
stört’ ihres Wissens Stolz,
daß sie Rede nun mir stand.
Kunde empfing ich von ihr;
von mir doch barg sie ein Pfand:
der Welt weisestes Weib
gebar mir, Brünnhilde dich.

Framsaga

Jörð:
Hún var dóttir mín. Þess vegna kannski reyndi hún að standa uppi í hárinu á föður sínum þegar hann skipaði henni að Sigmundur skyldi falla. Hún fór til fundar við Sigmund að boða honum feigð.

Vopn mín væn
nú verða þung.
Glöð ég brandi brá,
og byrðin var létt.
Til voðavígs
vendi ég skelfd í dag.
Völsasonur,
í sárri neyð
mun hin trygga í tryggðum þig svíkja.

V. Feigðarboð Brynhildar til Sigmundar

Brynhildur teymir hest sinn og stígur hægt og tígulega fram.

Brynhildur
Sigmundur,
sjá þú migl.
Fljótt mér
þú fylgja skalt.

Sigmundur
Hver mun sú mær,
bæði brúnaþung og svo björt?

Brynhildur
Þeir feigu einir
fá að sjá mig.
Sá er mig sér
senn skilur við lífsins ljós.
Aðeins vígvelli á
ég vitrast kappa.
Sjái hann sýn
í valinn hann ég vel.

Sigmundur
Hvert leiðir þú
liðið knátt sem þér fylgir?

Brynhildur
Til Valföður,
er valdi þig,
vísa ég leið.
Í Valhöll fylgi ég þér.

Sigmundur
Í hallar sal
Herföður einan ég finn?

Brynhildur
Þar fallnar hetjur
fagna þér
í frægðarsól
með blíð háheilög hót.

Sigmundur
Finn ég í Valhöll
Völsa, minn eigin föður?

Brynhildur
Þinn faðir væntir
síns Völsungs þar.

Sigmundur
Verður í Valhöll
kona mér kær?

Brynhildur
Óskmeyjar
annast þig þar:
Óðins dóttir
blíð mun bera þér mjöð.

Sigmundur
Helg ert þú!
Nú hátigið lít ég
sjálfs Óðins barn.
En eitt mér segðu,
Fer með sínum bróður
hans brúður og systir?
Fagnar Signý
Sigmundi þar?

Brynhildur
Enn á jörð
andann hún dregur.
Signý ei sér
Sigmund sinn bar.

Sigmundur
Ber kveðju í Valhöll,
kveðju til Óðins,
kveðju ber Völsa
og vöskum hetjum.
Heilsaðu einnig
óskameyjum.
Til þeirra ég þreyti ekki för.

Brünnhilde
Siegmund!
Sieh auf mich!
Ich — bin’s,
der bald du folgst.

Siegmund
Wer bist du, sag’,
die so schön und ernst mir erscheint?

Brünnhilde
Nur Todgeweihten
taugt mein Anblick:
wer mich erschaut,
der scheidet vom Lebens-Licht.
Auf der Walstatt allein
erschein’ ich Edlen:
wer mir gewahrt,
zur Wal kor ich ihn mir.

Siegmund
Der dir nun folgt,
wohin führst du den Helden?

Brünnhilde
Zu Walvater,
der dich gewählt,
fahr’ ich dich:
nach Walhall folgst du mir.

Siegmund
In Walhalls Saal
Walvater find’ ich allein?

Brünnhilde
Gefall’ner Helden
hehre Schar
umfängt dich hold
mit hoch-heiligem Gruß.

Siegmund
Fänd’ ich in Walhall
WäIse, den eignen Vater?

Brünnhilde
Den Vater findet
der WäIsung dort.

Siegmund
Grüßt mich in Walhall
froh eine Frau?

Brünnhilde
Wunschmädchen
walten dort hehr:
Wotans Tochter
reicht dir traulich den Trank

Siegmund
Hehr bist du,
und heilig
gewahr’ ich das Wotanskind:
doch eines sag’ mir, du Ew’ge!
Begleitet den Bruder
die Bräutliche Schwester?
Umfängt Siegmund
Sieglinde dort?

Brünnhilde
Erdenluft
muß sie noch atmen:
Sieglinde
sieht Siegmund dort nicht!

Siegmund
So grüße mir Walhall,
grüße mir Wotan,
grüße mir Wälse
und alle Helden,
grüß’ auch die holden
Wünsches-Mädchen:
zu ihnen folg’ ich dir nicht.

Hér er felldur kafli úr samtalinu þar sem Brynhildur segir Sigmundi meðal annars að Hundingur muni fella hann í einvígi þeirra.  En Sigmundur neitar að trúa. Hann hampar sverðinu Gram og játar ást sína á Signýju.

Brynhildur
Svo lítið anntu þá
eilífri sælu.
Er þér kærust
sú kona aum
sem þreytt og breklaus
hallast í harmi að þér?
Er hún allt sem þú vilt?

Sigmundur
Þig unga og fagra
auga mitt sér.
Þú ert köld og hörð,
það hjarta mitt veit.
Með napurt háð þitt
nú hypja þig burt,
þú arga óvægna dís.
En ef skap þitt mýkist
við mína sorg
mín þjáning svali þér þá,
og mín neyð hressi
þitt hjarta svo grimmt.
En um sælu seyrna í Valhöll
segðu ekkert við mig.

Brynhildur
Ég sé vel þá neyð
sem svo nístir þinn hug,
og finn hér er hetju
helgasta sorg.
Sigmundur, fel mér þitt fljóð.
Og vernd m´din faðmi það fast.

Sigmundur
Ég ætla aðeins mér
meyna hreina lifandi að hræra.
Ef bani mér ber,
þá í svefni ég farga henni fyrst.

Brynhildur
Völsungi vitfirrum
vel enn ég ræð:
þá mey fel þú mér
sökum eiða ykkar
sem sóruð þið bæði í sæld.

Sigmundur
Sjá sverð
það sem trygglyndum tryggðrofi gaf,
sjá sverð
sem feigum mér fárlega bregzt.
Felli það fjandmann minn ei,
þá felli það heldur minn vin.

Brünnhilde
So wenig achtest du
ewige Wonne?
Alles wär‘ dir
das arme Weib,
das müd’ und harmvoll
matt auf dem Schoße dir hängt?
Nichts sonst hieltest du hehr?

Siegmund
So jung un schön
erschimmerst du mir:
doch wie kalt und hart
erkennt dich mein Herz.
Kannst du nur höhnen,
so hebe dich fort,
du arge, fühllose Maid!
Doch mußt du dich weiden,
an meinem Weh,
mein Leiden letze dich denn;
meine Not labe
dein neidvolles Herz:
doch von Walhalls spröden Wonnen
sprich du wahrlich mir nicht!

Brünnhilde
Ich sehe die Not,
die das Herz dir nagt;
ich fühle des Helden
heiligen Harm –
Siegmund, befiehl mir dein Weib!
Mein Schutz umfange sie fest!

Siegmund
Kein andrer als ich
soll die Reine lebend berühren:
Verfiel ich dem Tod,
die Betäubte töt’ ich zuvor!

Brünnhilde
Wälsung! Rasender!
Hör’ meinen Rat:
befiehl mir dein Weib
um des Pfandes willen,
das wonnig von dir es empfing.

Siegmund
Dies Schwert,
das dem Treuen ein Trugvoller schuf;
dies Schwert,
das feig vor dem Feind mich verrät:
frommt es nicht gegen den Feind,
so fromm’ es denn wider den Freund!

Hann beinir sverðinu að Signýju.

Tvö mannslíf
tindra við þér.
Tak þau, Gramur,
grálega stál!
Eitt láttu hvína högg!

Brynhildur
Hættu, hetja,
heyrðu til mín!
Signý mun lifa,
og Sigmund lifa ég læt.
Ég ráðin er:
ég róstu vendi.
Þig Sigmund
sigra læt ég í hríð!
Heyrir þú kall?
Tak, hetja, þitt sverð!
Treystu nú Gram
og gríptu um hann fast.
Þitt vopn dugir vel
eins og valkyrjan trygg þig ver.
Ver sæl, hetja,
Sigmundur, heill!
Brátt í orrustu sjáumst við aftur!

Zwei Leben
lachen dir hier:
nimm sie, Notung,
neidischer Stahl!
nimm sie mit einem Streich!

Brünnhilde
Halt ein, Wälsung!
Höre mein Wort!
Sieglinde Iebe –
und Siegmund lebe mit ihr!
Beschlossen ist’s;
das Schlachtlos wend’ ich:
dir, Siegmund,
schaff’ ich Segen und Sieg!
Hörst du den Ruf?
Nun rüste dich, Held!
Traue dem Schwert
und schwing’ es getrost:
treu hält dir die Wehr,
wie die Walküre treu dich schützt!
Leb’ wohl, Siegmund,
seligster Held!
Auf der Walstatt seh’ ich dich wieder!

Hún hverfur með hest sinn. Sigmundur verður eftir himinlifandi. Óveðursský.  Sigmundur lýtur enn yfir Signýju sofandi og hlustar á andardráttinn.

VI. Fall Sigmundar

Sigmundur
Töfralaus
hinn tryggi svefn
nú sefar hennar sorg.
Er mér valkyrjan lagði lið
gaf hún þér þá huggun í þraut?
Skyldi svo skaðvænlegt val
ei skelfa svo harmþrungna mey?
Líflaus lízt hún
og lifir þó,
hún hjalar nú hIjóð
við hlæjandi draum.
Svo sofðu nú vært
þar til víg eru öll
og friði fagnar þú.

Siegmund
Zauberfest
bezähmt ein Schlaf
der Holden Schmerz und Harm:
da die Walküre zu mir trat,
schuf sie ihr den wonnigem Trost?
Sollte die grimmige Wahl
nicht schrecken ein gramvolles Weib?
Leblos scheint sie,
die dennoch lebt:
der Traurigen kost
ein lächelnder Traum.
So schlummre nun fort,
bis die Schlacht gekämpft
und Friede dich erfreu’!

Hann kyssir hana í kveðjuskyni. Hundingur heyrist þeyta horn sitt í fjarska.

Hann kallar mig.
Mundi hann vopn!
Hvað honum ber
býð ég fram.
Gramur mun gjalda honum sitt.

Der dort mich ruft,
röste sich nun;
was ihm gebührt,
biet’ ich ihm:
Notung zahl’ ihm den Zoll!

Hann hleypur aftur á sviðið, hverfur þar í svört ský.  Þar leiftra eldingar. Signý sefur en ókyrrist í draumum sínum.

Signý
Hyrfi nú faðirinn heim!
Enn með drengnum hann dvelur við skóg.
Móðir, móðir!
Mig mæðir fár!
Á fleti fyrir
fjendurnir sitja.
Svartir mekkir,
mollulegt loft,
svellandi logar
svíða okkur öll.
Nú brennur hús.
Til hjálpar, bróðir!
Sigmundur! Sigmundur!

Sieglinde
Kehrte der Vater nur heim!
Mit dem Knaben noch weilt er im Forst.
Mutter! Mutter!
Mir bangt der Mut:
nicht freund und friedlich
scheinen die Fremden!
Schwarze Dämpfe –
schwüles Gedunst –
feurige Lohe
leckt schon nach uns –
es brennt das Haus –
zu Hilfe, Bruder!
Siegmund! Siegmund!

Hún sprettur upp. Þrumur og eldingar.

Sigmundur!  Ha!

Siegmund! Ha!

Næstum allt sviðið er hulið svörtum skýjum. Horn Hundings heyrist í grenndinni.
Raddir þeirra Hundings og Sigmundar heyrast án þess að þeir séu sýnilegir.

Hundingur
Vávaldur, Vávaldur!
Vopnum þig ver!
Annars þig hundarnir hremma.

Sigmundur
Hvar dylst þú mér
svo að ég missti þín?
Kyrr svo að ég komist!

Signý
Hunding, Sigmund,
sjá þá ég vildi!

Hundingur
Til mín, þú brotlegi biðill!
Frigg mun fella þig hér.

Sigmundur
Þú heldur mig vopnlausan,
volað grey?
Hótar með konum.
Til hildar sjálfur!
Ef Frigg þig svíkur um sinn.
Ég heimsótti hús,
úr barnstoknum brá
þeim brandi, fullur af hug.
Og hans egg nú ætla ég þér.

Signý
Hættið nú, frið mannfólk!
Myrðið mig fyrst!

Hundings Stimme
Wehwalt! Wehwalt!
Steh mir zum Streit,
sollen dich Hunde nicht halten!

Siegmunds Stimme
Wo birgst du dich,
daß ich vorbei dir schoß?
Steh, daß ich dich stelle!

Sieglinde
Hunding — Siegmund!
Könnt’ ich sie sehen!

Hunding
Hieher, du frevelnder Freier:
Fricka fälle dich hier!

Siegmund
Noch wähnst du mich waffenlos,
feiger Wicht?
Drohst du mit Frauen,
so ficht nun selber,
sonst läßt dich Fricka im Stich!
Denn sieh: deines Hauses
heimischem Stamm
entzog ich zaglos das Schwert;
seine Schneide schmecke jetzt du!

Sieglinde
Haltet ein, ihr Männer!
Mordet erst mich!

Hún hleypur til þeirra, en blindast af björtu ljósi.  Brynhildur birtist í ljósinu og bregður skildi sínum fyrir Sigmund.

Brynhildur
Legg hann, Sigmundur,
sverðið er traust.

Brünnhilde
Triff ihn, Siegmund!
Traue dem Schwert!

Sigmundur er um það bil að leggja Hunding banalagi þegar Óðinn birtist í rauðum bjarma. Hann miðar spjóti sínu á Sigmund.

Óðinn
Nú munda ég spjót!
Nú molar það sverð!

Wotan
Zurück vor dem Speer!
In Stücken das Schwert!

Gramur brotnar. Hundingur rekur Sigmund á hol.  Sigmundur deyr. Signý hnígur til jarðar, og Brynhildur flýtir sér til hennar.

Brynhildur 
Á bak! Ég sé þér borgið!

Brünnhilde
Zu Roß, daß ich dich rette!

Hún lyftir Signýju á bak og þær ríða burt. Hundingur reynir að draga spjót sitt úr brjósti hins fallna.  Óðinn horfir á valinn fullur angistar. Hann ávarpar Hunding.

Óðinn
Nú far, þræll,
Frigg þú skalt lúta.
Inn henni að Óðins spjót
nú hafi smánar hefnt.
Burt! Burt!

Wotan
Geh hin, Knecht!
Knie vor Fricka:
meld’ ihr, daß Wotans Speer
gerächt, was Spott ihr schuf.
Geh! — Geh!

Hann veifir hendinni fullur fyrirlitningar, og Hundingur dettur niður dauður.  Síðan fyllist hann bræði.

En Brynhildur!
Vei hinni brotlegu!
Frekri mun skjótt
fárlega hegnt.
Rek flóttann, fákur minn, greitt!

Doch Brünnhilde —
weh’ der Verbrecherin!
Furchtbar sei
die Freche gestraft,
erreicht mein Roß ihre Flucht!

VII. Reið valkyrjanna

Geirhildur
Hojotohól Hojotohó!
Hæjaha! Hæjaha!
Hjálmveig, kom hér!
Kom hér með þinn hest!

Hjálmveig
Hojotohó! Hojotohó!

Gerhilde
Hojotoho! Hojotoho!
Heiaha! Heiaha!
Helmwige, Hier!
Hierher mit dem Roß!

Helmwiges Stimme
Hojotoho! Hojotoho!

Elding í skýjum.  Valkyrja sést á hestbaki og reiðir fallinn kappa. Sýnin færist nær.

Geirhildur, Valþrúður og Hjördís
Hæjaha! Hæjaha! Hæjaha!

Gerhilde, Waltraute und Schwertleite
Heiahai Heiaha!

Sýnin hverfur bak við skógarþykkni.

Oddlinda
Nú merinni minni
mæti þinn jór,
hjá gæfu Gránu
bíti hann Brúnn þinn!

Valþrúður
Hver lafir á söðli?

Hjálmveig
Sinfjötli konungur!

Hjördís
Færðu hann Brún þinn
burtu frá Gránu.
Oddlinda í söðli
ber Siggeir hinn ríka.ur!

Geirhildur
Ég fann þá sem fjendur,
Sinfjötla og Siggeir. 

Oddlinda
Hæjaha! Hæjaha!
Nú hryssan
fælist hann Feng!

Ortlinde
Zu Ortlindes Stute
stell’ deinen Hengst:
mit meiner Grauen
grast gern dein Brauner!

Waltraute
Wer hängt im Sattel dir?

Helmwige
Sintolt, der Hegeling!

Schwertleite
Führ’ deinen Braunen
fort von der Grauen:
Ortlindes Mähre
trägt Wittig, den Irming!

Gerhilde
Als Feinde nur sah ich
Sintolt und Wittig!

Ortlinde
Heiaha!
Die Stute
stößt mir der Hengst!

Hún hleypir merinni inn í skóginn. Geirhildur, Hjálmveig og Hjördís hlæja dátt.

Geirhildur
Enn styggja hesta
herskáir kappar.

Hjálmveig
Rór nú, Brúnn minn,
rjúfðu ekki friðinn!

Valþrúður
Hojohó! Hojohó!
Sigrún, kom hér!
Hvað seinkar þér nú?

Sigrún
Heljarverk!
Eru hinar nú þar?

Hjördís og Valþrúður
Hojotohó! Hojorohó!
Hæjaha!

Geirhildur
Hæjaha!

Grímgerður og Jófríður
Hojotohó! Hojotohó!
Hæjaha!

Valþrúður
Grímgerður, Jófríður!

Geirhildur
Þær tvímenna títt.

Gerhilde
Der Recken Zwist
entzweit noch die Rosse!

Helmwige
Ruhig, Brauner!
Brich nicht den Frieden.

Waltraute
Hojoho! Hojoho!
Siegrune, hier!
Wo säumst du so lang?

Siegrunes Stimme
Arbeit gab’s!
Sind die andren schon da?

Schwertleite und WaItraute
Hojotoho! Hojotohoi
Heiaha!

Gerhilde
Heiaha!

Grimgerde und Rossweisse
Hojotoho!
Hojotoho!

Waltraute
Grimgerd’ und Roßweiße!

Gerhilde
Sie reiten zu zwei.

 

Grímgerður og Jófríður birtast í skýjabakka sem er uppljómaður af eldingum,  hvor með sitt lík á söðli.  Hjálmveig, Oddlinda og Sigrún koma út úr skóginum.

Hjálmveig, Oddlinda og Sigrún
Við heilsum járnhörðum,
Jófríði og Grímgerði.

Jófríður og Grímgerður
Hojotohó! Hojotohó!
Hæjaha!

 

Helmwige, Ortlinde und Siegrune
Gegrüßt, ihr Reisige!
Roßweiß’ und Grimgerde!

Rossweisses und Grimgerdes Stimmen
Hojotoho! Hojotoho!
Heiahal

Sýnin hverfur bak við skóginn.

Hinar valkyrjurnar sex
Hojotohó! Hojotohó!
Hæjaha! Hæjaha!

Geirhildur
Nú hvíIið þið hrossin
í hrísi á beit!

Oddlinda
Hryssur í stóði
strjált látið bíta
þangað til hetjur
hatast ei meir.

Die andren Walküren alle
Hojotoho! Hojotoho!
Heiaha!

Gerhilde
In Wald mit den Rossen
zu Rast und Weid‘!

Ortlinde
Führet die Mähren
fern von einander,
bis unsrer Helden
Haß sich gelegt!

Valkyjurnar hlæja.

Hjálmveig
Það hatur heitt
galt hún Grána fyrir.

Helmwige
Der Helden Grimm
büßte schon die Graue:

Valkyjurnar hlæja, Jófríður og Grímgerður koma út úr skóginum.

Jófríður og Grímgerður
Hojotohó! Hojotohó!

Hinar valkyrjurnar sex
Vel komnar! Vel komnar!

Hjördís
Einum gæðingnum á?

Grímgerður
Á tveim herfákum,
og hittumst í dag.

Jófríður
Ef við erum hér allar
þá engan slæping.
Í Valhöll förum við fljótt,
færum bar Óðni hans val.

Hjálmveig
Átta erum við,
ein er enn fjær.

Geirhildur
Við hinn brúna Völsung
Brynhildur tefst enn.

Valþrúður
Við bíða hljótum
hennar um sinn.
Valföður yrði
óblíðlegt fas
ef hana vantaði í hóp.

Rossweisse und Grimgerde
Hojotoho! Hojotoho!

Die andre sechs Walküren
Willkommen! Willkommen!

Schwertleite
Wart ihr Kühnen zu zwei?

Grimgerde
Getrennt ritten wir,
und trafen uns heut’.

Rossweisse
Sind wir alle versammelt,
so säumt nicht lange:
nach Walhall brechen wir auf,
Wotan zu bringen die Wal.

Helmwige
Acht sind wir erst:
eine noch fehlt.

Gerhilde
Bei dem braunen Wälsung
weilt wohl noch Brünnhild’.

Waltraute
Auf sie noch harren
müssen wir hier:
Walvater gäb’ uns
grimmigen Gruß,
säh’ ohne sie er uns nahn!

 

Sigrún hefur staðið á verði.

Sigrún
Hojotohó! Hojotohó!

Siegrune
Hojotoho! Hojotoho!

Hún kallar út í fjarskann.

Kom hér! Kom hér!

Hieher! Hieher!

Við hinar sjö.

Á brunandi reið
er Brynhildar von.

Allar valkyrjurnar átta
Hojotohó! Hojotohó!
Brynhildur! Hæ!

Valþrúður
Út á skóg hún fer
með skjögrandi fák.

Grímgerður
Blæs Grani hart
af geysireið.

Jófriður
Svo villt sást ei fyrr
Valkyrja ríða.

Oddlinda
Hvað hangir á söðli?

Hjálmveig
Ei hetja nein.

Sigrún
Það er ung kona.

Geirhildur
Hvar kynntust þær tvær?

Hjördís
Hún kastar ei
kveðju á oss systur?

Valþrúður
Hæjaha! Brynhildur!
Heyrirðu ei?

Oddlinda
Hjálpið systur
af hesti að stíga.

In brunstigem Ritt
jagt Brünnhilde her.

Die WaIküren
Hojotoho! Hojotoho!
Brünnhilde! Hei!

Waltraute
Nach dem Tann lenkt sie
das taumelnde Roß.

Grimgerde
Wie schnaubt Grane
vom schnellen Ritt!

Rossweisse
So jach sah ich nie
Walküren jagen!

Ortlinde
Was hált sie im Sattel?

Helmwige
Das ist kein Held!

Siegrune
Eine Frau führt sie.

Gerhilde
Wie fand sie die Frau?

Schwertleite
Mit keinem Gruß
grüßt sie die Schwestern?

Waltraute
Heiaha! Brünnhilde!
Hörst du uns nicht?

Ortlinde
Helft der Schwester
vom Roß sich schwingen!

Hjálmveig og Geirhildur hlaupa til skógar.

Hjálmveig og Geirhildur
Hojotohó! Hojotohó!

Helmwige und Gerhilde
Hojotoho! Hojotoho!

Sigrún og Jófríður hlaupa á eftir þeim.

Sigrún og Jófríður
Hojotohó! Hojotohó!

Valþrúður, Grímgerður og Hjördís
Hæjahó! Hæjaha!

Valþrúður
Nú gefst hann upp,
Grani hinn sterki.

Grímgerður
Hún úr söðli lyftir
lémagna snót.

Siegrune und Rossweisse
Hojotoho! Hojotoho!

Waltraute, Grimgerde und Schwertleite
Heiaha!

Waltraute
Zu Grunde stürzt
Grane, der starke!

Grimgerde
Aus dem Sattel hebt sie
hastig das Weib!

 

 

Oddlinda, Valþrúður, Grímgerður og Hjördís hlaupa allar í skóginn.

Oddlinda, Valþrúður, Grímgerður og Hjördís
Systur góðar!
Hvað hefur gerzt?

Ortlinde, Waltraute, Grimgerde und Schwertleite
Schwester, Schwester!
Was ist geschehn?

Valkyrjurnar átta koma allar inn aftur, og með þeim Brynhildur og leiðir Signýju.

Framsaga

Jörð:
Ást hans á henni var kannski eina ástin sem hann þekkti þegar hér var komið.

Loki:
Ekki elskaði hann Frigg. Sem var engin von.

Jörð:
En jafnvel ást hans á börnum sínum var honum bara tæki. Óðinn gat ekki hugsað nema um það eitt að þvo hendur sínar af ofbeldisglæpnum sem Valhöll sjálf var reist á, og forða þeim ragnarökum sem ég hafði spáð. Hann gat bæði Sigmund og Brynhildi í þessu skyni.

Loki:
Þau áttu að vera verkfæri vilja hans. Hetjan og valkyrjan.

Jörð:
Brynhildur hafði með sér Signýju þungaða, og réð henni að flýja á Gnitaheiði þar sem Fáfnir liggur á gullinu. Þar yrði Signý að minnsta kosti óhult fyrir Óðni.

Loki:
Óðinn garmurinn forðaðist heiðina út af orminum.

Jörð:
Brynhildur fékk Signýju sverð Sigmundar sem Óðinn hafði brotið í tvennt með spjóti sínu. Sverðið hét Gramur. Það var handa syninum sem Signý bar undir belti. Brynhildur vissi að sonurinn sá yrði hin göfugusta hetja.

Loki:
Hann var nefndur Sigurður. Hver hefur ekki heyrt um hann? Aldrei mun borinn slíkur maður sem Sigurður var — þetta stendur í Völsunga sögu — og þá er taldir eru allir hinir stærstu kappar og hinir ágætustu höfðingjar, þá mun hann jafnan fremstur taldur, og hans nafn gengur í öllum tungum fyrir norðan Grikklandshaf, og svo mun vera meðan veröldin stendur.

Jörð:
Brynhildur vissi að Óðinn elskaði Sigmund son sinn. Hún vissi líka að það var vilji Friggjar en ekki Óðins að Sigmundur skyldi falla. Sigmundur Völsungur snart hjarta Brynhildar er hún sá ást hans á Signýju. Þetta allt sagði Brynhildur Óðni föður sínum.

Loki:
En Óðinn þóttist náttúrlega þurfa að refsa Brynhildi fyrir óhlýðnina. Hún átti að sofa Hindarfjalli, og eignast svo fyrsta mann sem ráfaði upp á fjallið og rambaði á hana sofandi. Er þetta ekki alveg eftir Óðni?

VIII. Óðinn svæfir Brynhildi - Vafurloginn kveiktur á Hindarfjalli

Óðinn
Í fastasvefn
ég svæfi þig.
Hver sá er vekja þig vill
hann verður brúðgumi þinn

Brynhildur
Ef fjötrandi svefn
fast mig bindur,
og bleyðu hverri
er bráðin auðsótt,
þá bón mér verðurðu að veita,
ég bið af heilögum beyg.
Mér sofandi skýldu
með skelfingum stórum
svo aðeins fröm
og frjálsmannleg hetja
hér á fjalli
finni mig.

Óðinn
Of mikið viltu,
of mikla þægð.

Wotan
In festen Schlaf
verschließ’ ich dich:
wer so die Wehrlose weckt,
dem ward, erwacht, sie zum Weib!

Brünnhilde
Soll fesselnder Schlaf
fest mich binden,
dem feigsten Manne
zur leichten Beute:
dies eine mußt du erhören,
was heil’ge Angst zu dir fleht!
Die Schlafende schütze
mit scheuchenden Schrecken:
daß nur ein furchtlos
freiester Held
hier auf dem Felsen
einst mich fänd!

Wotan
Zu viel begehrst du,
zu viel der Gunst!

Brynhildur kastar sér að fótum hans.

Brynhildur
Þetta eina
verðurðu að veita!
Já kremdu þitt barn
sem við kné þitt er,
á tryggri troð þú
og tortímdu mey,
hennar líf og hold
svo lesti þitt spjót.
En goð grimmlynt ég bið
að gera mér ei þá smán.
Það sé þitt boð,
að bálandi funi
um Hindarfjall leiki,
logandi glóð,
og tungurnar sleiki,
tennurnar bíti
heigul sem heldur þangað
og dirfist að klífa þann klett.

Brünnhilde
Dies eine
mußt du erhören!
Zerknicke dein Kind,
das dein Knie umfaßt;
zertritt die Traute,
zertrümm’re die Maid;
ihres Leibes Spur
zerstöre dein Speer:
doch gib, Grausamer, nicht
der gräßlichsten Schmach sie preis!
Auf dein Gebot
entbrenne ein Feuer;
den Fels umglühe
lodernde Glut:
es leck’ ihre Zung’,
es fresse ihr Zahn
den Zagen, der frech sich wagte,
dem freislichen Felsen zu nahn!

Óðinn er djúpt snortinn. Hann reisir hana á fætur.

Óðinn
Far vel, þú djarfa
dýrlega barn!
Þú ert míns hjarta
helgasta stolt,
far vel, far vel, far vel!
Sneiði ég hjá þér
og heilsi ekki
með ástríkum orðum,
náir þú aldrei
næst mér að ríða
né mjöð við mál mér færa,
þurfi ég að glata
þér sem ég unni,
þú brosandi yndi míns auga,
nú brúðfarareldur
brenni þér glaður
sem fyrr engri brúði svo brann!
Leiftrandi glóð
nú leiki um bjarg,
með eyðandi ógnum
ægi hún deigum,
og bleyðan flýi
Brynhildarklett.
Og brúðar sá biðji
sem mér er frjálsari,
frjáls sem guð!

Wotan
Leb’ wohl, du kühnes,
herrliches Kind!
Du meines Herzen heiligster Stolz!
Leb’ wohl! Leb’ wohl! Leb’ wohl!
Muß ich dich meiden,
und darf nicht minnig
mein Gruß dich mehr grüßen;
sollst du nun nicht mehr
neben mir reiten,
noch Met beim Mahl mir reichen;
muß ich verlieren
dich, die ich liebe,
du lachende Lust meines Auges:
ein bräutliches Feuer
soll dir nun brennen,
wie nie einer Braut es gebrannt!
Flammende Glut
umglühe den Fels;
mit zehrenden Schrecken
scheuch’ es den Zagen,
der Feige fliehe
Brünnhildes Fels:
denn einer nur freie die Braut,
der freier als ich, der Gott!

Brynhildur fellur í fang honum.

Þín augu tindrandi tvö
sem títt ég brosandi sá
er kapp þitt snjallt
var kossi goldið,
er barnahjalið
um hetju lof
af fríðum vörum þér flaut:
þessi augu tindrandi tvö
sem títt mér Ijómuðu upp storm,
er þráði ég vonir
í veiku hjarta
og jarðaryndis
hver ósk mín krafðist
við geig, vaxandi og villtan:
hinn hinzta dag
hýrgi þau mig
nú við hjartans kveðju
hinzta koss.
Mun farsælli manni
fögur þau gljá,
en guðs gæfa er þrotin:
guði ljúkast þau aftur.
Og svo gegn þér
guðinn sá snýst.
Þinn guðdóm ég kyssi frá þér.

Der Augen leuchtendes Paar,
das oft ich lächelnd gekost,
wenn Kampfes-Lust
ein Kuß dir lohnte,
wenn kindisch lallend
der Helden Lob
von holden Lippen dir floß:
dieser Augen strahlendes Paar,
das oft im Sturm mir geglänzt,
wenn Hoffnungs-Sehnen
das Herz mir sengte,
nach Welten-Wonne
mein Wunsch verlangte
aus wild webendem Bangen:
zum letzten Mal
letz’ es mich heut’
mit des Lebewohles
letztem Kuß!
Dem glücklicher’n Manne
glänze sein Stern;
dem unseligen Ew’gen
muß es scheidend sich schließen!
Denn so — kehrt
der Gott sich dir ab:
so küßt er die Gottheit von dir!

Hann kyssir hana á bæði augun.  Hún sofnar og hann leggur hana til hvíldar.  Síðan miðar hann spjóti sínu á mikinn klett.

Loki, heyr!
Hlustaðu vel!
Svo sem fann ég þig fyrst
sem fuðrandi glóð,
svo sern forðum þú hvarfst mér
sem leikandi logi.
Þá fórstu í bönd.
Þig særi ég fast.
Nú kom, leiftrandi logi,
og leiktu þér óður um klett!

Loge, hörl
Lausche hieher!
Wie zuerst ich dich fand,
als feurige Glut,
wie dann einst du mir schwandest
als schweifende Lohe:
wie ich dich band,
bann’ ich dich heut‘!
Herauf, wabernde Lohe,
umlod’re mir feurig den Fels!

Hann klappar klettinn þrisvar með spjótinu.

Loki! Loki! Kom hér!

Loge! Loge! Hieher!

Vafurloginn kviknar. Hindarfjall stendur í björtu báli.

Hver sá er óttast
odd á spjóti
hann aldregi vaði eld!

Wer meines Speeres
Spitze fürchtet,
durchschreite das Feuer nie!

Á tjaldi birtist, þegar eldurinn tekur að brenna, þetta upphafserindi úr Sigurðarkviðu hinni meiri:

Eldur nam að æsast,
en jörð að skjálfa
og hár logi
við himni gnæfa;
fár treystist þar
fylkis rekka
eld að ríða
né yfir stíga

Atriði

Síðara hlé