Rínargullið

Fyrsti þáttur

Úr fylgiriti efnisskrár Niflungahringsins 1994

I. Ginnungagap

Á tjaldi er þetta erindi úr Völuspá í annars kolmyrkum sal:

Ár var alda,
það er ekki var,
vara sandur né sær
né svalar unnir;
jörð fannst æva
né upphiminn,
gap var ginnunga,
en gras hvergi.

Erindið deyr út þegar komið er fram í forspilið.

II. Forspil

III. Dögun - Andvari afneitar ástinni

Andvari er orðlaus af bræði eftir árangurslausan eltingarleik við Rínardætur.  Þá sér hann birtu berast að ofan.  Í dagsbirtunni kviknar gullglóð efst á kletti og ljómar upp allan hylinn.

Voglinda
Sjá, systur!
Nú dagstjarna í djúpinu hlær.

Vellgunnur
Gegnum grænan flaum
þeim sofanda sendir hún koss.

Fljóthildur
Hún kyssir hans auga,
upp skal það ljúkast.

Vellgunnur
Sjá, hann brosir
er birtan skín.

Voglinda
Hann um Rínarstraum
stafar geislum sem sól.

Allar þrjá
Hæjajahæja!
Hæjajahæja!
Vallalalalala læjajahæ!
Árgull!
Árgull!
Sindrandi sæld,
hve sólbjört og tigin þú hlærð!
Glóandi glit
þú glæðir um bylgjunnar vé
Hæjajahæ!
Hæjajahæja!
Vinur vor!
Vakna þú!
Fjöruga leiki
leikum við þér.
Ljómar nú fljót,
logar nú flúð,
við köfum í djúpið,
dönsum og syngjum,
um beð þinn við bregðum á sund.
Árgull!
Árgull!
Hæjajahæja!
Hæjajahæja!
Vallalalalalalæja jahæ!

Andvari
Hvað er það, álar,
sem þarna skín svo skært?

Allar þrjár
Hvar býrðu, bjargbúagrey,
fyrst þér blöskrar gullið í Rín?

Woglinde
Lugt, Schwestern!
Die Weckerin lacht in den Grund.

Wellgunde
Durch den grünen Schwall
den wonnigen Schläfer sie

Flosshilde
Jetzt küßt sie sein Auge,
daß er es öffne.

Wellgunde
Schaut, es lächelt
in lichtem Schein.

Woglinde
Durch die Fluten hin
fließt sein strahlender Stern!

Die drei
Heiajaheia!
Heiajaheia!
Wallalallalala leiajahei
Rheingold!
Rheingold!
Leuchtende Lust,
wie lachst du so hell und hehr!
Glühender Glanz
entgleißt dir weihlich im Wag!
Heiajahei!
Heiajaheia!
Wache, Freund,
wache froh!
Wonnige Spiele
spenden wir dir:
flimmert der Fluß,
flammet die Flut,
umfließen wir tauchend,
tanzend und singend,
im seligen Bade dein Bett.
Rheingold!
Rheingold!
Heiajaheia!
Heiajaheia!
Wallala lalaleia jahei!

Alberich
Was ist’s, ihr Glatten,
das dort so glänzt und gleigt?

Die drei
Wo bist du Rauher denn heim,
daß vom Rheingold nie du gehört?

Þær synda kringum klettinn með sívaxandi fögnuði.  Allt djúpið ljómar í gullnu geislaflóði. Andvari starir hugfanginn á gullið.

Vellgunnur
Veit hann ei neitt
um hið hýra auga
sem sækir vaka og svefn?

Voglinda
Né um gleðistjömu
strauma og hyls
sem birtu bylgjunum ljær?

Allar þrjár
Sjá hve sælar
við syndum í ljóma!
Viltu, blauður,
þar baðast Iíka?
Þá busla og fagna með oss!
Vallala lalalæjalalæ!
Vallala lalalæja jahæ!

Andvari
Er þá gullið knöttur
í kafaraleik?
Þá met ég það minna!

Voglinda
Þá listasmíð
smáði hann vart
þekkti hann öll hennar undur.

Vellgunnur
Því auð heimsins
sá hreppir til eignar
sem úr því gulli
sjóða kann hring
er veita mun óskorað vald.

Fljóthildur
Svo mælti faðir.
Því fól hann okkur
gullsins góða
að gæta vel
til að enginn því rændi með refjum.
Svo þaggið allt ykkar þvarg!

Vellgunnur
Þú vitrust systra,
er vítanna þörf?
Hefurðu gleymt
hvers sá þarf til
sem hringinn smíða sér kýs?

Voglinda
Sá einn er vísar
elsku á bug,
afneitar ástar
yndi og hug,
hann einn mun eflt geta seiðinn
og hring úr gullinu gert.

Vellgunnur
Við kvíðum engu
og kát er lund
því skepnan öll vill elska.
Enginn vill vera án ástar.

Voglinda
Og dvergurinn sízt
svo djarfur af girnd.
Af ástarbrá
beinin hann ber.

Fljóthildur
Ég geiglaus er
við álf eins og hann
því hans lostabál
brenndi mig nær.

Vellgunnur
Sem brennisteinn
hér í bylgjuflaum
af ástarbrima
bullar hann.

Allar þrjár
Vallala! Vallalæjalala!
Álfurinn hýri,
hlærðu ekki með?
Hér í Ijóma gulls
hve lýsir af þér!
Já kom, hugljúfi, hlæjum nú öll!
Hæjajahæja! Hæjajahæja!
ValIalalalalalæja jahæ!

Wellgunde
Nichts weiß der Alp
von des Goldes Auge,
das wechselnd wacht und schläft?

Woglinde
Von der Wassertiefe
wonnigem Stern,
der hehr die Wogen durchhellt?

Alle drei
Sieh’, wie selig
im Glanze wir gleiten!
Willst du Banger
in ihm dich baden,
so schwimm und schwelge mit uns!
Wallala lalaleialalei!
Wallala lalaleia jahei!

Alberich
Eu’rem Taucherspiele
nur taugte das Gold?
Mir es dann wenig!

Woglinde
Des goldes Schmuck
schmäte er nicht,
wüßte er all seine Wunder!

Wellgunde
Der Welt Erbe
gewänne zu eigen,
wer aus dem Rheingold
schüfe den Ring,
der maßlose Macht ihm verlieh’.

Flosshilde
Der Vater sagt’ es,
und uns befahl er,
klug zu hüten
den klaren Hort,
daß kein Falscher der Flut ihn entführe:
d’rum schweigt, ihr schwatzendes Heer!

Wellgunde
Du klügste Schwester!
Verklagst du uns wohl?
Weißt du denn nicht,
wem nur allein
das Gold zu schmieden vergönnt?

Woglinde
Nur wer der Minne
Macht versagt,
nur wer der Liebe
Lust verjagt,
nur der erzielt sich den Zauber,
zum Reif zu zwingen das Gold.

Wellgunde
Wohl sicher sind wir
und sorgenfrei:
denn was nur lebt, will lieben;
meiden will keiner die Minne.

Woglinde
Am wenigsten er,
der Iüsterne Alp:
vor Liebesgier
möcht’ er vergeh’n!

Flosshilde
Nicht fürcht’ ich den,
wie ich ihn erfand:
seiner Minne Brunst
brannte fast mich.

Wellgunde
Ein Schwefelbrand
in der Wogen Schwall:
vor Zorn der Liebe
zischt er laut.

Alle drei
Wallala! Wallaleialala!
Lieblichster Albe,
lachst du nicht auch?
In des Goldes Scheine
wie leuchtest du schön!
O komm, Lieblicher, lache mit uns!
Heiajaheia! Heiajaheija!
Wallalala Ieiajahei!

Þær synda fram og aftur og hlæja í ljósinu.  Andvari hefur ekki augun af gullinu né eyrun af orðum systranna.

Andvari
Svo auð heimsins
ég eignast ef öðlast ég big?
Þótt ást náist ekki
með valdi, þá nær vald í nautn.
Spottið mig nú!
Sjá Niflung nálgast í leik!

Alberich
Der welt Erbe
gewänn’ ich zu eigen durch dich?
Erzwäng’ ich nicht Liebe,
doch listig erzwäng’ ich mir Lust?
Spottet nur zu!
Der Nibelung naht eu’rem Spiel!

Hann klífur klettinn þar sem gullið er.  Systurnar tvístrast með hrópum og köllum og koma aftur í ljós hver í sinni áttinni.

Allar þrjár
Hæja! Hæja! Hæjajahæ!
Björgum oss
frá brjáluðum dverg! 
Vatnið skvettist úr
skrefunum hans.
Nú varð hann óður af ást!
Hahahahahahaha!

Alle drei
Heia! Heia! Heiajahei!
Rettet euch!
Er raset der Alp!
In den Wassern sprüht’s,
wohin er springt:
die Minne macht ihn verrückt!
Hahahahahahaha!

Dvergurinn kemst upp á klettinn.

Andvari
óhræddar enn?
Nú daðrið í myrkri
drósir í Rín!
Því ljós logans ég slekk,
af klettinum gríp ég gull,
smíða hinn heiftrækna hring.
Já hlustaðu, Rín!
Ást ég hafna um eilífð!

Alberich
Bangt euch noch nicht?
So buhlt nun im Finstern,
feuchtes Gezücht!
Das Licht lösch’ ich euch aus;
entreiße dem Riff das Gold,
schmiede den rächenden Ring;
denn hör’ es die Flut –
so verfluch’ ich die Liebe!

Hann hrifsar gullið og steypist i djúpið.  Niðamyrkur. Systurnar elta hann.

Fljóthildur
Grípið nú þjófinn!

Vellgunnur
Gullið skal nást!

Voglinda og Vellgunnur
Hjálp oss! Hjálp oss!

Allar þrjár
Vei! Vei!

Flosshilde
Haltet den Räüber!

Wellgunde
Rettet das Gold!

Woglinde und Wellgunde
Hilfe! Hilfe!

Alle drei
Weh! Weh!

Þær hverfa í djúpið. Andvari hlær. Bylgjurnar breytast í ský sem síðan hverfa. Það er dögun á fjallstindi. Þar sofa Óðinn og Frigg á blómguðum bakka.

IV. Borg rís í Miðgarði

27.6.2020 – Hér vantar texta, en verður ljótlega bætt úr.