Kæru tónlistarvinir
Salurinn hefur nú birt vetrardagskrá 2020-2021. Þar er unnt að gæta sóttvarna skv. núgildandi reglum, og vonandi verðar þær ekki hertar. Tónleikaröðin Tíbrá höfðar líklega til margra.
https://salurinn.kopavogur.is
Svipað er að segja um Hannesarholt.
http://www.hannesarholt.is
Vinur okkar, Víkingur Ólafsson, veitir gleðigjafa í kófinu. En hvað verður um fyrirhugaða tónleika hans í september og Sinfóníuna? Vonandi gengur það upp.
https://www.youtube.com/watch?v=HdKkRs6H8jE
Fyrirhuguðum viðburðum að Kvoslæk á morgun og 29. ágúst hefur verið frestað til næsta árs.
Gleðistundum í Kvosalæk frestað til 2021
Njótum sumarsins, þegar það er loks komið.
Með góðri kveðju,
Baldur