Ég óska eftir að verða skráð/ur í Richard Wagner félagið á Íslandi.
Nauðsynlegar upplýsingar eru auk nafns:
kennitala, til að geta innheimt félagsgjöld í netbanka,
heimilisfang til að senda gögn, sem ekki verða send í tölvupósti,
tölvupóstfang, til að geta sent út tilkynningar um atburði,
upplýsingar um maka, ef bæði hjóna vilja skrá sig.
Árgjald er innheimt í netbanka eftir aðalfund eða þegar nýskráning hefur átt sér stað. Árgjald 2023 er 5.000 krónur fyrir einstaklinga og 8.000 krónur fyrir hjón.
Þeir sem ekki hafa aðgang að netbanka, geta lagt árgjaldið inn á reikning félagsins sem tiltekið er í síðufæti. Athugið að skrá kennitölu sem tilvísun, þannig að árgjaldið sé réttilega merkt.