Meðferð persónuupplýsinga
Richard Waagner félagið á Íslandi eru félagasamtök án hagnaðarmarkmiða.
Tilgangur félagsins er að kynna verk Richard Wagners, tengsl hans við íslenska menningu og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi við sambærileg félög.
Félagaskrá innheldur eftirtaldar upplýsingar:
- nafn,
- heimilisfang, þegar senda þarf gögn með hefðbundnum pósti,
- kennitala, vegna innheimtu félagsgjalda í Netbanka,
- tölupóstfang til að boða til funda og dreifa upplýsingum,
- kennitala maka, til að nýta hjónaafslátt ef bæði eru í félaginu.
Aðeins formaður, gjaldkeri og ritari hafa aðgang að félagaskránni.
Upplýsingum um einstaka félaga verður ekki dreift til óviðkomandi, hvorki innan né utan félagsins. Undantekning er þó ef um er að ræða lítinn ferðahóp, sem hyggst ferðast saman.
Ljósmyndir eru teknar á samkomum félagsmanna og kunna þær að vera birtar á vef þess.
Fyrirspurnum og ábendingum skal beina til stjórnar félagsins, stjorn@wagnerfelagid.is
Nánar hjá Persónuvernd