Ave Libertas! – Wagneristar í Brasilíu um 1900 – 22. maí 2023

Tími: 22. maí 2023 kl. 20:00
Staður: Neskirkja við Hagatorg

Egill Arnarson verður svo með fyrirlestur á afmælisdegi Wagners, 22. maí (210 ára).

Enda þótt Heitor Villa-Lobos sé það nafn sem helst ber á góma þegar rætt er um sígilda tónlist í Brasilíu og Suður-Ameríku sprettur tónsmíðastíll hans ekki úr engu. Á undan honum unnu ýmis tónskáld að því að flytja inn nýja strauma frá Evrópu og móta tónlistarstefnu sem byggðist á alþýðlegri söng- og danshefð. Í þessu erindi verður fjallað um þessa aldamótakynslóð tónskálda í Brasilíu, sem kenndu sig gjarnan við Richard Wagner og sóttu innblástur í hann. Einnig verða skoðuð ýmis forvitnileg líkindi með Wagner og Villa-Lobos, sem voru þó gjörólíkir tónsmiðir.

Í tilefni af 210 ára afmæli Richards Wagner þennan dag verður boðið upp á léttar veigar að erindinu loknu.

Því næst verður sýnd upptaka af óperunni Artemis eftir Alberto Nepomuceno frá 1898. Sýningartími: 50 mínútur.

Viðburðurinn er á vegum Richard Wagner félagsins á Íslandi.