Vakin er athygli á Skálhotshátíð, sem hófst 28. júní sl. og stendur til 13. júlí.
Sumartónleikar í Skálholti hafa verið starfandi frá árinu 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtskirkju í 5 – 6 vikur á hverju sumri. Hátíðin er sú elsta og jafnframt stærsta sinnar tegundar á landinu og einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi yfir sumartímann. Á hverju sumri sækja á þriðja þúsund manns Sumartónleikana.
Eitt helsta markmið Sumartónleika í Skálholti er að stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar. Tónverkin sem frumflutt hafa verið á hátíðinni nálgast 200, og hafa flest helstu tónskáld Íslands komið þar við sögu. Margir af þekktustu tónlistarflytjendum þjóðarinnar hafa einnig komið að starfi Sumartónleikanna á starfsferli sínum, og fjölmargir virtir erlendir flytjendur hafa sótt Sumartónleika heim. Hátíðin hefur skapað sér sess sem mikilvæg tónlistarhátíð langt út fyrir landsteinana, sérstaklega hvað varðar flutning á tónlist 17. og 18. aldar.
Eitt af markmiðum Sumartónleikanna er að vera vettvangur fyrir hljóðfæraleik á upprunaleg hljóðfæri og er Bachsveitin í Skálholti meðal hópa sem hafa skipað fastan sess í tónleikahaldi Sumartónleikanna.
(Upplýsingar frá https://www.sumartonleikar.is/um)
Það var Helga Ingólfsdóttir, semballeikari, sem stofnaði til þessarar hátíðar fyrir 50 árum. Á dagskrá eru m.a tónleikar franska semballeikarans, Jean Rondeau, með franskri barokktónlist. Þessir tónleikar eru til minningar um Helgu og styrktir af Minningarsjóði um hana.
DAGSETNING | VIKUDAGUR | TÍMASETNING | VIÐBURÐUR | |
---|---|---|---|---|
28/06/2025 | Laugardagur | 12:00 | Opnun á mynlistasýningu Angelu Árnadóttur | |
28/06/2025 | Laugardagur | 13:00 | Barna og fjölskylduviðburður - Skuggalist úr gluggum Gerðar | |
28/06/2025 | Laugardagur | 16:00 | Opnunartónleikar - Sigurður Sævarsson, staðartónskáld | |
29/06/2025 | Sunnudagur | 13:00 | Barna og fjölskylduviðburður - Vísnavakning Gutta | |
29/06/2025 | Sunnudagur | 14:00 | Kantötumessa J.S Bach ,,Ach Herr, mich armen Sünder" | |
29/06/2025 | Sunnudagur | 16:00 | Sigurður Sævarsson, staðartónskáld. | |
02/07/2025 | Miðvikudagur | 19:00 | Björg Brjánsdóttir - Mille regretz/Þúsundföld eftirsjá | |
03/07/2025 | Fimmtudagur | 19:00 | Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir - Spuni og Svíta | |
04/07/2025 | Föstudagur | 19:00 | Pétur Björnsson - Avant-Garde og Barokk | |
05/07/2025 | Laugardagur | 13:00 | Barna og fjölskylduviðburður - Duo Stemma | |
05/07/2025 | Laugardagur | 16:00 | Jean Rondeau - Heiðurstónleikar fyrir Helgu Ingólfsdóttur | |
06/07/2025 | Sunnudagur | 13:00 | Barna og fjölskylduviðburður - Óður til tómatsins | |
06/07/2025 | Sunnudagur | 16:00 | Jóhannesarpassía Heinrich Schütz og 500 ára afmæli Palestrina | |
09/07/2025 | Miðvikudagur | 19:00 | Samtal milli feðga - JS Bach og CPE Bach | |
10/07/2025 | Fimmtudagur | 19:00 | Hljómeyki - Norrænt og nýtt íslenskt | |
11/07/2025 | Föstudagur | 19:00 | Nordic Affect - Ummyndanir/Transformations | |
12/07/2025 | Laugardagur | 16:00 | Óperusýning - Dido & Aeneas | |
13/07/2025 | Sunnudagur | 13:00 | Barna og fjölskylduviðburður - Álfar, stenslar og penslar | |
13/07/2025 | Sunnudagur | 14:00 | Kantötumessa J.S Bach "Ich habe genung" | |
13/07/2025 | Sunnudagur | 16:00 | Óperusýning - Dido & Aeneas |
Sjá nánar:
https://www.sumartonleikar.is/
https://www.sumartonleikar.is/?lang=en