Sigurður Fáfnisbani

Þriðji þátttur – fyrri hluti

Úr fylgiriti með efnisskrá Niflungahringsins 1994

Á tjaldi er þetta erindi úr Grípisspá:

Þú munt maður vera
mæztur und sólu
og hæstur borinn
hverjum jöfri,
gjöfull af gulli,
en glöggur flugar,
ítur áliti
og í orðum spakur.

Framsaga

Jörð:
Þessu spáði Grípir fyrir Sigurði. Sigurður óx upp, munaðarlaus, í skógarhelli hjá dverginum Mími. Mímir var bróðir Andvara sem átt hafði hringinn Andvaranaut. Mímir þóttist vera faðir Sigurðar.

Loki:
Og meira að segja móðir hans líka.

Jörð:
En Sigurður hafði séð dýrin í skóginum, feður og mæður með ungviði sínu. Af því vissi hann hvað ást var, og eins að hann elskaði ekki dverginn. Af því vissi hann líka að ungviðið líktist foreldrunum, og eins að þeir Mímir voru ekki líkir. Hann hafði séð mynd sína í lind í skóginum. Og Mímir varð að segja honum af Signýju móður hans.

Loki:
Stundum lék Sigurður sér við villidýrin. Sigurður Fáfnisbani var glöggur flugar, sagði Grípir. Hann kunni ekki að hræðast, segir Völsunga saga. Hún ætti að vita það.

Jörð:
Óðinn hafði sagt Mími að sá einn sem kynni ekki að hræðast gæti smíðað aftur sverðið Gram sem Óðinn hafði brotið í tvennt. Og Sigurður smíðaði Gram. Svo hjó hann í steðjann og klauf niður fótinn. Gramur brast ekki né brotnaði.

Loki:
Munið þið eftir ævintýrinu um drenginn sem fór út í heim til að læra að hræðast? Á Íslandi heitir þessi strákur ófælni drengurinn, nema hjá Húnvetningum. Þeir kalla hann Jón hrædda og segja að hann hafi verið frá Borðeyri. En vitið þið hver hann var? Sigurður Fáfnisbani og enginn annar. Þetta vissuð þið ekki.

I. Sigurður þeytir horn sitt - Víg Fáfnis

Fáfnir
Hvað er nú?

Sigurður
Hó, ertu þá dýr
sem er auðið máls?
Svo af þér má eitthvað fræðast?
Einn kann ekki
að óttast neitt.
Kynnir þú það að kenna?

Fáfnir
Hefurðu ofurhug?

Sigurður
Hug eða ofurhug.
Hvað veit ég?
En ég legg á þig hendur
læri ég ei óttann af þér.

Fafner
Was ist da?

Siegfried
Ei, bist du ein Tier,
das zum Sprechen taugt,
wohl sich von dir ‘was lernen?
Hier kennt einer
das Fürchten nicht:
kann er’s von dir erfahren?

Fafner
Hast du Übermut?

Siegfried
Mut oder Übermut
was weiß ich!
Doch dir fahr’ ich zu Leibe,
lehrst du das Fürchten mich nicht!

Fáfnir gefur frá sér hljóð sem líkist hlátri.

Fáfnir
Þyrstur var ég,
og þá finn ég mat.

Fafner
Trinken wollt‘ ich:
nun treff ich auch Fraß!

Hann opnar ginið og sýnir tennurnar.

Sigurður
Mjög svo geðslegum skolti
skartar þú þar,
brosandi tönnum
um blíðan kjaft.
Mér kært væri koki að loka
því kjálkar gapa um of.

Fáfnir
Til tómra orða
tregt er það,
þig til að gleypa
gott er kok.

Sigurður
Hó hó, minn grimmi
geigvæni þurs!
Þinn kvið að fylla
kýs ég ekki.
Ráðlegt og rétt mér lízt
að þú geispir golunni strax

Siegfried
Eine zierliche Fresse
zeigst du mir da:
lachende Zähne
im Leckermaul!
Gut wär es, den Schlund dir zu schließen;
dein Rachen reckt sich zu weit!

Fafner
Zu tauben Reden
taugt er schlecht:
dich zu verschlingen,
frommt der Schlund.

Siegfried
Hoho! Du grausam
grimmiger Kerl,
von dir verdaut sein,
dünkt mich übel:
rätlich und fromm doch scheint’s,
du verrecktest hier ohne Frist.

Fáfnir baular.

Fáfnir
Mö! Kom,
montrófuskott.

Sigurður
Nú mæt, bauli,
þeim montna strák!

Fafner
Pruh! Komm,
prahlendes Kind!

Siegfried
Hab’ Acht, Brüller!
Der Prahler naht!

 

Þeir takast á góða stund. Fáfnir spýr eitri og gufum.
Loks kemur Sigurður auga á hjartastað ormsins og rekur Gram í hjartað upp að hjöltum.
Fáfnir hnígur til jarðar og Sigurður sleppir meðalkaflanum.

Nú kyrr, gráðugi gaur!
Gramur situr í hjarta.

Da lieg’, neidischer Kerl!
Notung trägst du im Herzen!

II. Dauði Fáfnis - Igðan ávarpar Sigurð

Fáfnir
Þú bjarteygi drengur,
dylst enn eigin verks.
Hvern þú nú myrtir
mun ég tjá.
Hið ramma risanna kyn,
Reginn og Fáfnir,
þeir bræður féllu nú báðir.
Fyrir bölvað gull,
af guðunum veitt,
bana Regni ég réð.
Og orminn þann
sem auðsins gætti,
Fáfni, þann hinzta hrímþurs,
fellt hefur fullhugi vænn.
Sjáðu nú glöggt,
sællegi drengur!
Sá sem blindan brýndi til verks
nú bruggar þér fjörráð á laun.
Heyr nú endinn…

Fafner
Du helläugiger Knabe,
unkund deiner selbst,
wen du gemordet,
meld’ ich dir.
Der Riesen ragend Geschlecht,
Fasolt und Fafner,
die Brüder, fielen nun beide.
Um verfluchtes Gold,
von Göttern vergabt,
traf ich Fasolt zu Tod.
Der nun als Wurm
den Hort bewachte,
Fafner, den letzten Riesen,
fällte ein rosiger Held.
Blicke nun hell,
blühender Knabe:
der dich Blinden reizte zur Tat,
berät nun des Blühenden Tod.
Merk’, wie’s endet:

Hann er í dauðateygjunum.

Hlusta á mig!

Sigurður
Ættirnar mínar
inntu mér nú.
Vitur þú virðist,
dreki, í dauða.
Nafn mitt segir hið sanna.
Sigurð hétu þeir mig.

Fáfnir
Sigurður…!

acht’ auf mich! 

Siegfried
Woher ich stamme,
rate mir noch;
weise ja scheinst du,
Wilder, im Sterben;
rat’ es nach meinem Namen:
Siegfried bin ich genannt.

Fafner
Siegfried!…

Fáfnir rís upp og deyr síðan.

Sigurður
Það lærist dræmt af dauðum.
Svo leiddu mig þá,
mitt lifandi sverð!

Siegfried
Zur Kunde taugt kein Toter.
So leite mich denn
mein lebendes Schwert!

Sigurður dregur sverðið úr sárinu.  Blóð Fáfnis kemur á höndina og hann kippir henni að sér.

Sem eldur brennir blóð!

Wie Feuer brennt das Blut!

Hann sleikir fingur sér ósjálfrátt, og tekur að hlusta af athygli á söng fugla í skóginum.

Næstum mér finnst
sem fuglarnir tali til mín.
Veldur því bragð
af blóði á vör?
Sjá þennan furðufugl!
Heyr, hvað syngur hann?

Ist mir doch fast,
als sprächen die Vöglein zu mir!
Nützte mir das
des Blutes Genug?
Das seltne Vöglein hier,
horch, was singt es mir?

Igðan situr í linditré á grein yfir höfði Sigurðar.

Igðan
Hæ, Sigurður núna
á Niflungaauð.
Ó fyndi hann í hellinum
fenginn þann!
Vildi hann ægishjálm eignast
þá drýgði hann fjölmarga dáð,
en vildi hann veita sér hringinn
þá yrði hann alvaldur heims!

Stimme eines Waldvogels
Hei! Siegfried gehört
nun der Niblungen Hort:
oh, fänd’ in der Höhle
den Hort er jetzt!
Wollt’ er den Tarnhelm gewinnen,
der taugt’ ihm zu wonniger Tat:
doch möcht’ er den Ring sich erraten,
der macht ihn zum Walter der Welt!

Sigurður hefur hlustað hugfanginn á söng igðunnar.

Sigurður
Þökk, litli fugl minn,
ég þakka ráð.
Fús fylgi ég þeim

Siegfried
Dank, liebes Vöglein,
für deinen Rat:
gern folg’ ich dem Ruf!

Framsaga

Jörð:
Þegar hjartablóð ormsins kom á tungu Sigurði skildi hann fuglsrödd. Það var igða sem Sigurður heyrði kvaka á hrísinu. Hún sagði honum að taka hringinn og hjálminn úr hellinum. Hún varaði hann við svikráðum Mímis sem hafði fylgt honum á heiðina og girntist gullið og hringinn Andvaranaut sem aldrei fyrr. Þá drap hann Mími.

Loki:
Óhræddur að vanda.

Jörð:
Og igðan sagði að brúður biði Sigurðar í vafurloga á Hindarijalli. Hún flaug fyrir honum á leið til fjallsins. Suður í átt til Frakklands.

Loki:
Þar var Óðinn fyrir, og reyndi að sjálfsögðu að varna Sigurði vegar með spjóti sínu. Samur við sig, sá gamli. Hann gat ekki vanið sig af að skipta sér af hlutunum. Sigurður brá þá sverðinu Gram, og spjót Óðins brast við fyrsta högg.

Jörð:
Þegar hér var komið hafði Óðinn sætt sig við spá mína um ragnarök. Hann sagðist nú sjálfur óska þess að æsir liðu undir lok. Hann óttaðist hvergi. Erfingi hans sagði hann að væri hin unga hetja af Völsungakyni. Sigurður Fáfnisbani mundi fyrir gæzku sína og göfgi verða til að aftra ráðum Andvara. Því Andvari ásældist ekki bara gullið, heldur líka völdin yfir heiminum öllum.

Loki:
Óðinn gat auðvitað ekki sætt sig við að Andvari næði þeim.

Jörð:
Þegar Sigurður hefur höggvið sundur spjót Óðins veður hann vafurlogann. Hann finnur Brynhildi og færir hana úr brynjunni.

Loki:
Þá sér hann að hún er ekki karlmaður. Þá verður hann hræddur í eina skiptið á ævinni. Það fór ekki svo að hann lærði það ekki.

Jörð:
Hann ákallar móður sína sem hann aldrei þekkti. Svo kyssir hann Brynhildi sofandi.

III. Brynhildur vaknar á Hindarfjalli

Brynhildur
Heill þér, dagur!
Heill þér, ljós!
Heill þér, Ijómandi sól!
Lengi ég svaf,
en lokið er.
Hver var sú hetja
er vakti mig?

Sigurður
Gegnum eldinn óð ég
sem um bjargið brann,
og ég braut af þér traustan hjálm.
Sigurður er ég
sem svefn þinn rauf.

Brynhildur
Heilir, æsir!
Heill þér, jörð!
Heill sé fjölnýtri foldu!
Nú blundi brugðið er.
Og vakin sé ég:
Sigurður var það
sem vakti mig!

Sigurður
Ó heill þér, móðir,
því mig þú ólst!
Heill sé foldu
sem fæddi mig
svo indælt auga ég lít
sem mér nú sælustum hlær.

Brynhildur
Ó heill sé móður
sem hetju ól!
Heill sé foldu
sem fæddi þig!
Þín augu ein sáu mig,
og einum vakna ég þér.

Brünnhilde
Heil dir, Sonne!
Heil dir, Licht!
Heil dir, leuchtender Tag!
Lang war mein Schlaf;
ich bin erwacht:
wer ist der Held,
der mich erweckt’?

Siegfried
Durch das Feuer drang ich,
das den Fels umbrann;
ich erbrach dir den festen Helm:
Siegfried bin ich,
der dich erweckt.

Brünnhilde
Heil euch, Götter!
Heil dir, Welt!
Heil dir, prangende Erde!
Zu End’ ist nun mein Schlaf;
erwacht, seh’ ich:
Siegfried ist es,
der mich erweckt!

Siegfried
O Heil der Mutter,
die mich gebar;
Heil der Erde,
die mich genährt:
daß ich das Aug’ erschaut,
das jetzt mir Seligem lacht!

Brünnhilde
O Heil der Mutter,
die dich gebar!
Heil der Erde,
die dich genährt:
nur dein Blick durfte mich schaun,
erwachen durft’ ich nur dir!

IV. Ástarsöngur Sigurðar og Brynhildar

Sigurður
Nú vakna, Brynhildur!
Vakna þú, dís!
Hlæðu og lifðu,
ljúfasta sæld!
Ver mín! Ver mín! Ver mín!

Brynhildur
En Sigurður! Þín
þrávallt ég var.

Sigurður
Varstu það æ?
Þá ver það nú!

Brynhildur
Þín er ég
alla tíð!

Sigurður
Hvað verða mun
verði í dag!
Faðmi ég þig,
þig festi ég mér.
Barmur við barm,
berst þar mitt hjarta,
brennur í augum,
önd nærir anda þinn.
Auga í auga,
munn við munn,
þá allt þú ert
sem kvíðin þú verður og varst!
Þá hverfur mér uggur og ótti:
hvort er Brynhildur mín?

Brynhildur
Hvort er ég þín?
Guðlegur friður
fossar í bylgjum,
tærasta ljós
logar í glæðum.
Himnanna vizka
hverfur mér ótt,
fögnuður ástar
fældi hana burt.

Hvort er ég þín?

Sigurður! Sigurður!
Sérðu ekki mig?
Er þig bergir mín sjón,
hvort blindast þú ei?
Og við faðmlag fast
mér brennur sem bál?
Þegar streymir mitt blóð
sem stríðast til þín,
þann ólma funa,
finnurðu hann ei?
Hræðistu, Sigurður,
hræðistu ei
svo villt hamstola víf?

Siegfried
Erwache, Brünnhilde!
Wache, du Maid!
Lache und Lebe,
süßeste Lust!
Sei mein! Sei mein! Sei mein!

Brünnhilde
O Siegfried! Dein
war ich von je!

Siegfried
Warst du’s von je,
so sei es jetzt!

Brünnhilde
Dein werd’ ich
ewig sein!

Siegfried
Was du sein wirst,
sei es mir heut!
Faßt dich mein Arm,
umschling’ ich dich fest;
schlägt meine Brust
brünstig die deine;
zünden die Blicke,
zehren die Atem sich;
Aug’ in Auge,
Mund an Mund:
dann bist du mir,
was bang du mir warst und wirst!
Dann brach sich die brennende Sorge,
ob jetzt Brünnhilde mein?

Brünnhilde
Ob jetzt ich dein?
Göttliche Ruhe
rast mir in Wogen:
keuschestes Licht
lodert in Gluten:
himmlisches Wissen
stürmt mir dahin,
Jauchzen der Liebe
jagt es davon!

Ob jetzt ich dein?

Siegfried! Siegfried!
Siehst du mich nicht?
Wie mein Blick dich verzehrt,
erblindest du nicht?
Wie mein Arm dich preßt,
entbrennst du mir nicht?
Wie in Strömen mein Blut
entgegen dir stürmt,
das wilde Feuer,
fühIst du es nicht?
Fürchtest du, Siegfried,
fürchtest du nicht
das wild wütende Weib?

Hún faðmar hann af ástríðu.

Sigurður
Ha!
Eins og blóðið brennur í æðum,
eins og blik úr augunum gleypir,
eins og armar læsast í ofsa
heimti ég á ný
minn hreystimóð.
Og þeim ótta, æ,
sem ég ei gat lært,
þeim ótta sem þú
mér ein gazt kennt,
þeim ótta mér finnst
ég, heimskinginn, hafi nú gleymt.

Siegfried
Ha!
Wie des Blutes Ströme sich zünden;
wie der Blicke Strahlen sich zehren;
wie die Arme brünstig sich pressen,
kehrt mir zurück
mein kühner Mut,
und das Fürchten, ach!
das ich nie gelernt,
das Fürchten, das du
mich kaum gelehrt:
das Fürchten – mich dünkt,
ich Dummer vergaß es nun ganz!

Hann hefur nú sleppt Brynhildi úr faðmi sér.

Brynhildur
Þú hetja og barn!
Þú blessaði drengur!
Þú íturdáða
einfalda lind!
Hlæ ég er ég þig elska,
hlæ ég blítt er ég blindast,
hlæjum glatt er við glötumst,
hlæjum og deyjum djörf!
Hverfi, Valhöll,
heimur þinn skær!
Í duftið steypist
þín stolta borg!
Far vel, geislandi
guða dýrð!
Enda í sælu,
þú eilífa kyn!
Nú rjúfið, nornir,
þá rúnataug!
Ragnarökum
rökkvi á heim!
Eyðingaróttan
æði nú svört!
Mér skín úr skýjum
Sigurðar sól,
mér eilíft skín hann,
alla daga,
eign og arfur,
allur, einn,
dýrðarljós ástar,
dauði sem hlær!

Sigurður
Hlæjandi vaknar
vinan min sæl.
Brynhildur sjálf!
Brynhildur hlær!
Heill sé degi,
hann okkur ljómar!
Heill sé sólu,
hún okkur skín!
Heill sé ljósi
er lýkur nótt.
Heimur, heill,
hvar Brynhildur býr!
Hún vakir, lifir,
ljúf mér hún brosir!
Blikandi skín
mér Brynhildar sól!
Mér eilíft skín hún,
alla daga,
eign og arfur,
öIl og ein,
dýrðarljós ástar,
dauði sem hlær!

Brünnhilde
O kindischer Held!
O herrlicher Knabe!
Du hehrster Taten
törichter Hort!
Lachend muß ich dich lieben,
lachend will ich erblinden,
lachend uns verderben,
lachend zu Grunde gehn!
Fahr hin, Walhalls
leuchtende Welt!
Zerfall in Staub
deine stolze Burg!
Leb’ wohl, prangende
Götter-Pracht!
End’ in Wonne,
du ewig Geschlecht!
Zerreißt, ihr Nornen,
das Runenseil!
Götterdämm’rung,
dunkle herauf!
Nacht der Vernichtung,
neble herein!
Mir strahlt zur Stunde
Siegfrieds Stern;
er ist mir ewig,
ist mir immer,
Erb’ und Eigen,
ein’ und all’:
leuchtende Liebe,
lachender Tod!

Siegfried
Lachend erwachst
du wonnige mir:
Brünnhilde lebt!
Brünnhilde lacht!
Heil dem Tage,
der uns umleuchtet!
Heil der Sonne,
die uns bescheint!
Heil dem Licht,
das der Nacht enttaucht!
Heil der Welt,
der Brünnhilde lebt!
Sie wacht! Sie lebt!
Sie lacht mir entgegen!
Prangend strahlt
mir Brünnhildes Stern!
Sie ist mir ewig,
ist mir immer,
Erb’ und Eigen,
ein’ und all’:
leuchtende Liebe,
lachender Tod!

Framsaga

Jörð:
Sigurður gaf Brynhildi hringinn Andvaranaut til merkis um ást sína og tryggð. Hringurinn sem sá einn gat smíðað sem afneitaði ástinni var orðinn að teikni um ást. En dvergurinn Andvari átti son sem Högni hét. Högni var hálfbróðir Gunnars Gjúkasonar og Guðrúnar Gjúkadóttur. Af þeim er Guðrún frægust af örlögum sínum. Það var hún sem síðar átti Atla Húnakóng og drap hann.

Loki:
Það kemur okkar sögu ekki við. Högni var verstur þeirra systkina. Hann var mesta forað eins og hann átti ætt tiI. Andvari vildi fyrir alla muni að Högni eignaðist hringinn. Til að svo mætti verða spann Högni upp svikráð sín. Nú skuluð þið heyra þangað til ykkur rísa hár á höfði.

Jörð:
Högni hvatti systkini sín til hjúskapar. Hann vildi að Gunnar fengi Brynhildar, en Guðrún sjálfs Sigurðar Fáfnisbana sem var afbragð annarra manna. Högni vissi af Brynhildi á Hindarfjalli. Hann vissi Iíka af vafurloganum. Loks vissi hann að enginn nema Sigurður Fáfnisbani fengi vaðið logann. Til að allt næði fram að ganga yrði að byrla Sigurði óminnisveig.

Loki:
Nú kom Sigurður til Gjúkunga, og honum var vel fagnað.

Jörð:
Hann sagði frá Niflungagullinu og hringnum sem hann gaf hinni dýrlegu mey.

Loki:
Guðrún bar honum drykk.

Jörð:
Sigurður drakk minni Brynhildar og ástar þeirra tveggja.

Loki: En þegar hann hafði dreypt á drykknum gleymdi hann Brynhildi samstundis og felldi jafnskjótt hug til Guðrúnar.

Jörð:
Hann hét því að veita Gunnari lið við að finna honum konu. Sú átti að vera valkyrjan sofandi á Hindarfjalli.

Loki:
En Sigurður einn gat riðið vafurlogann. Hann greip nú til ægishjálmsins, og þeir Gunnar skiptu litum. Það var því Sigurður í líki Gunnars sem reið logann, lýsti Brynhildi konu sína, tók hringinn af fingri hennar með valdi og svaf hjá henni þá nótt.