Hringur Niflunga
Jóhannes Jónasson
Óperublaðið ?????
Niflungahringur Richards Wagner er auðvitað stærsta og viðamesta tónverk sem samið hefur verið og eitt af merkustu stórvirkjum evrópskrar menningar. Okkur Íslendingum kemur pað þó talsvert meir við en t.d. Stríð og friður Tolstoys eða loftmyndir Michaelangelos í Sixtínsku kapellunni. Það er fátt betra til hátíðabrigða á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins en sú sýning sem til stendur á listahatið næsta sumar. Forsenda sjálfstæðs ríkis á Íslandi er auðvitað fortið okkar, tunga og bækur. Það verður því vart betur upp á sjálfstæðið haldið en með merkustu afurð þess menningararfs.
Þess miskilnings verður oft vart að Hringurinn sé saminn upp úr Niflungaljóðunum. Þar er hin þýska gerð sagnarinnar um fall Gjúkunga endursögð sem riddarasaga. Úr því verki hafði Wagner ekki annað en nokkrar nafngerðir. Það voru íslensk fornrit sem urðu honum innblástur að verkinu og drógu hann lengra í átt að sagnabrunninum. Þegar hann hófst handa við að semja óperu um dauða Sigurðar Fáfnisbana var það fyrir áhrif Völsungasögu. En eins og löngum fyrr og síðar las hann sér til um allt sem hann gat um viðfangsefni sín. Þá for veröld Snorra og Eddukvæða að teyma hann lengra á veg og breyta hugmyndum hans. Honum fannst að hann þyrfti að skýra tilvist Sigurðar með öðru verki og að lokum urðu þau fjögur talsins, mikill bálkur um Æsi og hetjur, en um leið mögnuð dæmisaga um valdafíkn, ágirnd og bölvun gullsins, sem loksins er létt af með heiðarleika og hreinnar ástar.
Það var háttur Wagners að fara frjálslega með heimildir sínar, steypa saman sögnum úr ólíkum áttum og endursemja að eigin vild. Slíkt var reyndar tíska á þeim árum. En ólíkt flestum öðrum gerir hann þetta af mikilli kunnáttu og skilningi á viðfangsefninu. Flestum sem lesnir eru í Snorra-Eddu finnst víst listilegt bragð að því hvernig hann fellir saman í Rínargullinu sögurnar um Æsi og borgarsmiðinn, hringinn Andvaranaut, epli Iðunnar og um samskipti Óðins og Loka.
Það ma nálgast Niflungahringinn frá mörgum hliðum. Það ma líta á hann sem dramatískt tónverk, þar sem stefin eru unnin saman, fléttuð og umbreytt í þágu tónlistar og framvindu verksins. Þetta er gott og nauðsynlegt að hafa í sinni, en fleiri kosta er völ. Sé litið á atburðarásina, þá er hún ævintýri allra ævintýra með álagahring og galdrasjóði, hafgúum, svartálfum, tröllum og guðum, nornum og spákvendum, töfrasverði og huliðshjalmi, óminnisdrykk, ást í meinum, dreka sem liggur á gulli, hetju, sem er óskaímynd allra stráka, og prinsessu sem liggur sofandi innan töfrasveigsins, þar til hinn útvaldi kemur og vekur hana með kossi. Ævintýrið er samt aðeins bakhjarl og umgerð verksins. Þó skyldi enginn forsóma það. Þegar Wagner samdi textann gerðist hann frjóasti goðsagnasmiður seinni tíma. Aðeins Karl Marx getur talist honum jafnoka í því efni.
Alls kyns ævintýrasögur eru orðin viðamikil grein afþreyingabókmennta nú á dögum. Vart verður neinni slíkri bók flett, án þess að finna umtalsverð minni úr Völsungasögu og norrænum goðsögnum. Sérkennilegt er, að oftar en ekki er það framsetning Wagners á þessum sögnum sem höfundarnir hafa fyrir sér. Þekktasta verk af pessu tagi er að sjalfsögðu Hobbit og Hringadróttinssaga eftir J.R.R. Tolkien, sem eins og hringurinn er þriggja hluta verk með forsögu á undan. Ævintyrið hefur líka átt sínar leiðir inn í kvikmyndirnar. Það þarf víst ekki annað að nefna en stjörnustríðsmyndir George Lucas, þar sem viðamiklir efnisþættir eru sóttir til Wagners.
George Bernard Shaw setti fram merkilega túlkun á Niflungahringnum í riti sínu „The Perfect Wagnerite“. Þar lýsti hann Hringnum sem dæmisögu um iðnvæðingu og þjóðfélagsátök 19. aldar. Það er margt til í því sem Shaw heldur fram, en þetta er þó aðeins einn flötur af mörgum. Sannast er sagna að viðhorf Wagners breyttust mjög á meðan á samningu verksins stóð. Hann byrjaði aðdrætti meðan hann var hljómsveitarstjóri í Dresden á fimmta áratug aldarinnar og hóf að rita fyrstu gerð textans að „Siegfrieds Tod“ um haustið 1848. Vorið eftir stóð hann í götuvígjunum í byltingunni 1849, vinur og lærisveinn stjórnleysingjans Mikhaels Bakunin. Síðan flæktist hann víða sem útlagi, áður en hann sneri heim árið 1864 sem skjólstæðingur Bæjarakonungs. Þegar hann lauk verkinu hafði hann setið um hríð í sameinuðu þýsku keisaradæmi sem einn höfuðpáfi þýskrar menningar. Skoðanir hans breyttust eftir því sem aðstæður hans snerust. Eins komst hann í kynni við nýjar hugmyndir sem mörkuðu djúp spor í hugmyndafræði verksins. Ekki síst voru það kenningar Schopenhauers sem breyttu mjög persónu Wotans og sjálfri niðurstöðu verksins. Það var uppreisnarmaðurinn sem hóf fyrstu drætti verksins, bitur útlagi sem reit meginhluta textans og tonlistinni var lokið hálfum þriðja áratugi síðar af Iífsreyndum manni, sem setið hafði á höfðingjastóli í áratug og sá fram á flestar óskir sínar rætast.
Í upphaflegu gerðinni, „Siegfrieds Tod“, gengur Brynhildur á bálið til að sameinast Sigurði í Valhöll. Í fullnaðargerð textans höfðu viðhorfin breyst. Eldurinn af bálinu teygir sig til himins og eyðir líka Valhöll og goðunum. Þetta verða ragnarök. Wagner virðist hafa staðið í nokkrum vanda við að skýra þennan endi út í orðum, en tónlistin flytur okkur merkinguna ótvírætt. Við endalokin birtir yfir tónlistinni á þann veg sem við höfum ekki fyrr heyrt í verkinu. Þetta er sama sýn og Völuspárhöfundur hafði:
„Sér hún upp koma öðru sinni
jörð úr ægi iðjagræna;
falla fossar, flýgur örn yfir,
sá er á fjalli fiska veiðir.“
Allt hið gamla er markað bölvun gullsins og verður því að hverfa. Lokatónar hijómsveitarinnar boða nýjan og betri heim.