Hið gjalla gull og hið glóðrauða fé

Viðtal við Þórhildi Þorleifsdóttur og Sigurjón Jóhannsson

Úr efnisskrá Niflungahringsins 1994

Á vinnustofu Sigurjóns Jóhannssonar í Skútuvogi hafa hann og Þórhildur Þorleifsdóttir undirbúið sýningu Listahátiðar á Niflungahring Wagners. Í bókaskáp standa bækur um Wagner og skammt undan bíða Andvarafoss og Askur Yggdrasils þess að komast á sinn stað á sviði Þjóðleikhússins. Sigurjón hellir upp á kaffi og við hefjum spjallið.

Erindi Wagners í íslenskt leikhús

Efni Niflungahringsins er sótt til norænna goðsagna, þann menningararf norrænna þjóða sem best hefur varðveist í íslenskum ritum. Hvaða erindi á Niflungahringurinn til Íslendinga nú?

Þórhildur: Goðsagnir fela í sér djúpan sannleik um manninn sjálfan sem skírskotar til fólks á öllum tímum, líkt og grísku harmleikirnir. Þótt verkið sé tengt fornum bókmenntaarfi okkar eru ótal möguleikar til að tengja það samtímanum. En í því liggja hættur. Bernard Shaw varð einna fyrstur til að benda á að Hringurinn fjallaði um uppgang kapítalismans. Hann setur verkið í félagslegt samhengi þess tíma, iðnbyltingu og uppsöfnun fjármagns. Chereau (Bayreuth 1976) er svo fyrstur tiI að setja Hringinn upp í fullkomnu samræmi við þessa túlkun. Svo ákveðinn skilningur þrengir auðvitað verkið og takmarkar annan skilning en þetta stenst alveg.

Eins og önnur stórverk ber það í sér fjölda annarra möguleika til túlkunar. Á okkar tímum blasir við að nota Hringinn sem magnaða ádeilu á mengun og arðrán manns á náttúrunni, sem hastarlega árás á feðraveldið eða þrá eftir mæðraveIdi, svo nefndir séu nokkrir möguleikar; og það má líka nota hann til að benda á valdagræðgi og valdastreitu í heiminum og þær ófarir sem af því hljótast. Sumir telja skylt að setja verk Wagners upp „eins og Wagner vildi hafa það“ og byggja á heimildum um sýningar sem hann stóð að sjálfur. Hins vegar blandast manni ekki hugur um, þegar maður kynnist honum nánar, að þar fór maður sem átti erindi við samtíma sinn og þá er spurning hvað Wagner vildi: Á maður að setja Wagner á stall og apa eftir það sem hann gerði fyrir hundrað árum eða reyna að eiga erindi við samtímann á sama hátt og hann. Hann var ekkert að hlífa sinni samtið.

Um öll mikil listaverk gildir að einn skilningur er þröngur skilningur. Wagner er alltof stór til að unnt sé að þröngva einni ákveðinni hugmyndafræði upp á verk hans, en það er heldur ekki unnt að vera hlutlaus gagnvart honum. Á þeim slóðum þar sem sífellt er verið að setja Wagner upp má alveg túlka á einn veg í dag og annan á morgun. Hér á Íslandi eru stórvirki leikbókmennta hins vegar ekki sett upp nema einu sinni handa hverri kynslóð og þess vegna er einhæf túlkun hættuleg.

Niflungahringurinn er mjög samslungið verk frá upphafi til enda. Hér í Reykjavík verða aðeins sýnd brot úr verkinu öllu. Sýning okkar er í eðli sínu brotakennd og því getum við ekki tekið jafn ákveðna afstöðu í túlkun og ef við settum upp verkið í heild. Til þess vantar of marga hlekki. En við getum ýjað að ýmsu og reynt að gera verkið skiljanlegt.

Ragnarök

Ragnarök eru óneitanlega stórbrotinn endir listaverks. Þaif ekki góða og gilda ástdu til arY láta heiminn farast?

Þórhildur: Tvö meginþemu takast á, vald byggt á auði, gegn ástinni og lífinu. Verkið er ekki aðeins miskunnarlaus afhjúpun á spillingu valdsins heldur er líka kafað djúpt í það jákvæða, ástina og lifið. Hin óslökkvandi þrá manna til að komast yfir auð (gullið) og völd (hringinn) leiðir að lokum til ragnaraka.

Upphaf ógæfunnar er fóIgið í þvi að Óðinn fjárfestir um efni fram, hann reisir sér hús sem hann á ekki fyrir, og það þekkja margir. Til þess að komast úr skuldunum þarf hann að vera óheiðarlegur — en, vel að merkja — undir yfirskini heiðarleikans. Hann vílar ekki fyrir sér að láta Freyju, gyðju æsku og ástar, af hendi fyrir steinsteypu, og það er ekki fyrr en hann áttar sig á því að án eplanna muni hann sjálfur ekki verða ódauðlegur, að hann ákveður að ná gullinu til að geta leyst Freyju úr gíslingu. Meira að segja guðirnir gerast þjófar til þess að þeir sjálfir geti haldið æsku sinni. Þannig leynist m.a. í verkinu skírskotun til yfirdrifinnar æsku- og Iíkamsdýrkunar samtímans.

Heimur verksins er fantasía full af táknmáli. Annars vegar eru auður og völd, sem gullið og hringurinn tákna, hins vegar ástin og Iffið. En maðurinn togast á milli þessara tveggja afla sem eru enn sem komið er fullkomlega ósættanleg. Valdið er ekki bara pólitfk, heldur líka yfirráð yfir náttúrunni og auðæfum hennar, gullinu. Ástin er Iífið sjálft og sá sem afneitar henni afneitar lífinu.

Sigurjón:

Þetta verk er ein dýpsta, miskunnarlausasta og magnaðasta köfun í tilfinningalíf mannlegrar tilveru sem ég hef glímt við. Ég hef ekki séð annað eins miskunnarleysi nema ef vera skyldi í grískum harmleikjum.

Refsing Brynhildar

Þórhildur: Sterkustu átök persóna í verkinu eru á milli Brynhildar og Óðins. Brynhildur á það sammerkt með Pallas-Aþenu að hún er nánast sprottin út úr höfði föðurins og lýtur viija hans. Brynhildur lifir í heimi föðurins, hún er tekin frá móður sinni Jörð og alin upp tiI að vera verkfæri föður síns. Þegar hún síðan brýst undan vilja hans er henni refsað. Feðraveldið getur ekki hugsað sér ægilegri refsingu en að reka hana úr heimi feðraveldisins og dæma hana í hlutverk venjulegrar konu, eign fyrsta karlmanns sem gengur fram á hana. Þetta er dæmigert minni, konan er dæmd til að hafast ekki að, sofa, og bíða þess eins að hinn eini sanni komi og frelsi hana. Brynhildur er auðvitað harmi slegin og hún biður um að það verði að minnsta kosti einhver boðlegur sem veki hana.

Þegar hún er sloppin út úr virki feðraveldisins endurfæðist hún til ástarinnar og unaður mannlífsins gerir hina glæstu tilveru goðanna að hjómi einu saman.

Lagt á ráðin um smíði hringsins. Sigurión Jóhannsson og Þórhildur Þorleifsdóttir.

  • RinaTullið í Bayreuth 1990 á uppsetningu Harrys Kupfer Alberich og Rínardætur

Sigurjón: Þegar kærustu forsendur mannlífsins blasa við Brynhildi kýs hún mannlega tilveru fagnandi fram yfir ástlaust líf í goðheimum. Hins vegar fer það svo að jafnvel ást Sigurðar bregst — og þá hafa allir selt þessa dýrmætustu tilfinningu mannanna fyrir auð eða völd: Andvari í upphafi verksins, Óðinn þegar hann lætur Freyju, og Sigurður þegar hann afneitar Brynhildi. Slíkrar veraldar bíða einungis endalok.

Andvari er útsmoginn. Hann fórnar engu því hann sér ekki fram á að fá notið ástar. Hins vegar segir hann vald hringsins geta fært sér unað ástarinnar jafnvel bótt hann hafi afneitað ástinni sjálfri.

Þórhildur: Í löngu samtali við Brynhildi útskýrir Óðinn hvernig hann hafi orðið afhuga ástinni, þ.e. afneitað ástinni begar mesti æskubriminn rann af honum og hann fylltist Iöngun til valda. Í samtalinu reynir hann að gera úr þessu mikla sálarangist og láta sem hann hafi fórnað hamingju sinni í þágu réttiætis.

Margir hafa túlkað betta samtal svo að þarna sýni Óðinn hve hann er í raun mikil hetja, hve hann hafi fórnað miklu fyrir þá heilbrigðu röð og reglu sem ríkir í heiminum undir hans stjórn. En maður verður aldrei var við að Óðinn sé í neinum vandræðum vegna ástarinnar. Hann leitar aðeins samúðar, eins og við öll gerum þegar við rötum í vandræði, og hann þarf á samúð Brynhildar og skilningi að halda til að hún fari að vilja hans.

Þýsk smíði úr íslensku gulli

Hvaða áhrif hefur það að sjá bókmenntaarf okkar í búningi Wagners?

Þórhildur: Auðvitað er dásamlegt að sjá hvað Þessi arfur okkar er auðug uppspretta listar, en aðra röndina er það dálítið nöturleg áminning fyrir okkur að sjá hvað Wagner getur gert sér mikinn mat úr þessu efni okkar sem við höfum svo lítið sinnt. Greinilegt er að Wagner var mjög handgenginn efninu. Hann mótar efnið að vísu algerlega að sinni vild og fer oft frjáIslega með, en það er fátt eitt sem ekki á sér einhverja hIiðstæðu í bókmenntum okkar.

Hann er frjáIs af því þetta er ekki hans arfur en fyrir bókmenntaþjóðinni er hver stafkrókur heilagur. Það er reyndar óskaplega heppilegt að Wagner var ekki Íslendingur því þá hefði hann líklega aldrei þorað að smíða nýtt verk úr þessum fjársjóði okkar af ótta við dómarahramminn sem jafnan er reiddur á loft. Eða þá Iæst verkið niður og ekki þorað að sýna neinum þvílíkt hneyksli.  Fáir Íslendingar hefðu sætt sig við slíka meðferð á þessu heilaga efni.

Sigurjón: Menn hafa reyndar gert atlögu að menningararfinum, Gerpla er gott dæmi, segja má að hún sé síðasta Íslendingasagan, en fyrir hana lá Laxness undir ámæli áratugum saman.

Persónur verksins

Sigurjón: Greinilegt er að Sigurður Fáfnisbani Wagners er af örIítið öðru sauðahúsi en sá sem við þekkjum enda fá þeir ólikt uppeldi. Hjá Wagner elst hann upp við þröngan kost í helli Mímis, honum er ekkert sagt, hann kynnist engu. Það er því ekkert undarlegt þótt hann sé fávís unglingur, heimskur í þess orðs eiginlegu merkingu, þegar hann heldur út í heim.

Í Völsunga sögu reiðir Sigurður gullið með sér á hestinum Grana en hjá Wagner lætur hann það ósnert af því hann veit ekkert um gildi þess. Hann hyggur sér alla viðhIæjendur vini, eins og segir í Hávamálum um heimska menn, og hann fyllist barnalegri aðdáun þegar hann kemur í höll Gjúkunga, búinn að gleyma þeirri visku sem Brynhildur kenndi honum á fjallinu.

Þórhildur: Hún segir beinlínis við hann: „Ég hef gefið þér alla mína visku, nú verður þú að fara út í heim og Iáta á hana reyna.“ En hann er varla kominn út fyrir þröskuldinn þegar hann er fallinn.

Sú viska sem hann lærir hjá Brynhildi er ekki lestur, skrift og reikningur, heldur hin dýpsra viska mannlegs lífs, ástin. Og henni glatar hann. Þetta er svo nöturlegt vegna þess að hann á ekkert annað, hann veit ekkert annað en það sem Brynhildur hefur kennt honum, þannig að hann svíkur það eina sem hann á og kann þegar hann stendur andspænis valdinu. Þar glúpnar hetjan.

Í fullkomnu sakleysi segir hann í Gjúkungahöll: Jú, ég drap dreka, tók hring og hjálm, en ég nennti ekkert að taka gullið Eins og Rinardætur ljóstrar hann upp leyndarmálinu af því hann veit ekki að það er hættulegt að vita það.

  • Frá æfingu. Þórhildur og Brynhildur (Lia Frey-Rabine).
  • Valkyijan í Bayreuth 1990. Uppsetning Harrys Kupfer; Sieglinde (Nadine Secunde), Siegmund (Poul Elming) og Brünnhilde (Anne Evans)

En við megum ekki gleyma hlutverki fantasíunnar og ævintýrisins í sögunni. Ó minnisdrykkurinn er algengt minni og táknar hvað við eigum auðvelt með að gleyma því sem ætti að vera okkur einhvers virði. Sigurður gleymir bókstaflega öllu og man það ekki aftur fyrr en um seinan. En menn fá ekki að deyja án þess að vera minntir á skömm sína.

Þá erum við aftur komin að tilefni þess að Brynhildur stofnar til ragnaraka. Sigurður kemur algerlega hreinn og óskemmdur til hennar, óskrifað blað. Hún gefur honum allt sem hún á en þarf svo að ganga í gegnum þá bitru reynslu að sjá hann spillast. Jafnvel sá hreinasti getur ekki varðveitt það sem honum er trúað fyrir í umróti þeirrar veraldar sem er spillt af valdafíkn, græðgi og svikum.

Niflungahringur eba Andvaranautur

Í sögunni af oturgjöldunum í Eddu heitir hinn bölvaldi hringur Andvaranautur. Fá Íslendingar að sjá þýskan Niflungahring eða íslenskan Andvaranaut?

Sigurjón: Það er einkennilegt að við erum ekki aðeins þiggjendur úr hendi Wagners heldur líka veitendur. Hann hnoðar verkið úr efni sem hann fær að mestu leyti lánað frá Íslandi. Þegar maður les þetta verk er eins og maður hafi þekkt allar persónur þess og verið handgenginn öllum atburðum þess frá barnæsku. En honum verður ekki bumbult af því að umsteypa og móta og þess vegna finnst okkur í lagi að rekja það aftur til upprunans. Merkilegast er hvað hann nær að skapa persónulegt verk, og hvernig hann kemur erindi sínu tiI skila.

Þórhildur: Það þarf ekki okkur til að gera verkið sérstaklega íslenskt, en efni það sem Wagner sækir í er okkur e.t.v. mun handgengnara en flestum Evrópubúum. Satt að segja finnst mér ég vera með íslenskt verk í höndunum en ekki erlent, þetta er svo nálægt okkar arfi.

Leikmyndin er ekki natúralistísk og umhverfið nokkuð frjálslega túIkað. Þó má nefna fáein atriði. Í upphafi er íslenskur foss og í lokin kemur eldurinn úr iðrum jarðar.

Í samræmi við náttúruna er sviðsmyndin svolítið berari hjá okkur en erlendis þar sem allt er umvafið skógi. Fáum Íslendingum dytti í hug að Gnitaheiði væri skógi vaxin og fuglar klökuðu við bæli Fáfnis.

Sigurjón: Við vitum betur. Við vitum að svo bert var á Gnitaheiði að Sigurður varð að gera sér gryfju til að geta komið orminum að óvörum.

Jötnarnir eru byggðir á lýsingu Eddu á bergrisanum Hrungni sem Þór barðist við: hann var allur af grjóti. Þetta minni lifir í þjóðtrúnni um tröllin sem verða að steini. Valhöll er hamarinn, og þess vegna af sama efni og risarnir.

Við getum líka athugað Rínargullið, tært og fallegt. Kveikjan að öllu saman, yndislegt mótíf, tákn um auðlegð hinnar óspilltu náttúru. Hjá okkur var gull varðveitt í fossi. Svikin í sögunni um oturgjöldin eiga upptök sín í gullinu sem rænt er úr Andvarafossi og því byrjum við þar.

Þórhildur: Fossinn er ákaflega táknrænn fyrir íslenska náttúru og okkar gull er sannarlega falið fossum. Mörgum blöskrar að sjá það renna óbeislað til sjávar og sífellt bollaleggja menn að gera sér mat úr „Rínargulli“ okkar.

Gullið er tákn jarðarauðs sem vakið hefur græðgina í manninum. Þegar náttúran hefur verið rænd auðæfum sínum verða þau undirrót alls hins illa í veröldinni. Sönnur þess heyrum við dag hvern. Verkið býr þannig yfir ótal skírskotunum til samtímans og opnar bæði listamanni og áhorfendum — margar leiðir til túlkunar og skilnings.