Ágætu Wagnerfélagar.
Nk. laugardag verður síðari fyrirlestur Árna Blandon um Richard Wagner og verk hans í Dagbókum Cosimu. Hann verður sýndur á netinu gegnum zoom og verður sendur út tölvupóstur í vikunni gegnum “mailchimp” til nánari kynningar og með link. Einhver brögð voru á því að fólk fengi ekki síðasta póstinn vegna fyrirlestursins 7. nóvember eða hann lenti í rusli. Endilega látið vita ef svo var.
Í kvöld, sunnudag kl. 18:45-21:10 verður óperan La traviata sýnd á norsku stöðinni NRK2. Munið eftir háskerpu og tímaflakki. Upptakan er frá Parísaróperunni í september 2019.
Bók Alex Ross: “Wagnerism, Art and Politics in the Shadow of Music”. fer nú eins og eldur í sinu um heimsbyggðina og fær mikla athygli og lof. Um hana segir m.a. Stephen Fry: ” Absolutely masterly work…..miraculous!” Bókin kemur senn á þýsku og heitir “Die Welt nach Wagner”. Á þessum link er viðtal Fry við Ross.
https://www.youtube.com/watch?v=KJinipl0w0E
Hringuppfærsla Parísaróperunnar, sem aldrei fór á svið í leikinni mynd verður engu að síður í konsertuppfærslu í útvarpsútsendingu dagana 23.-28. nóvember: Fjörutíu manns héðan ætluðu að sjá sýningar en fá hér smá sárabót:
https://www.francemusique.fr/evenements/integrale-du-ring-de-wagner-en-direct-sur-france-musique-les-23-24-26-28-novembre-2020,
Á þessum link er frétt félagsins okkar á heimasíðu RWV International.
https://www.richard-wagner.org/rwvi/en/news/news-members/?collection_id=3017
B.kv.
Selma
www.wagnerfelagid.is