Á döfinni

Share on email
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on whatsapp

Ágætu Wagnerfélagar.

Nk. laugardag verður síðari fyrirlestur Árna Blandon um Richard Wagner og verk hans í Dagbókum Cosimu. Hann verður sýndur á netinu gegnum zoom og verður sendur út tölvupóstur í vikunni gegnum “mailchimp” til nánari kynningar og með link. Einhver brögð voru á því að fólk fengi ekki síðasta póstinn vegna fyrirlestursins 7. nóvember eða hann lenti í rusli. Endilega látið vita ef svo var.

Í kvöld, sunnudag kl. 18:45-21:10 verður óperan La traviata  sýnd á norsku stöðinni NRK2. Munið eftir háskerpu og tímaflakki. Upptakan er frá Parísaróperunni í september 2019.

Bók Alex Ross:  “Wagnerism, Art and Politics in the Shadow of Music”. fer nú eins og eldur í sinu um heimsbyggðina og fær mikla athygli og lof.  Um hana segir m.a. Stephen Fry: ” Absolutely masterly work…..miraculous!”  Bókin kemur senn á þýsku og heitir “Die Welt nach Wagner”. Á þessum link er viðtal Fry við Ross.
https://www.youtube.com/watch?v=KJinipl0w0E

Hringuppfærsla Parísaróperunnar, sem aldrei fór á svið í leikinni mynd verður engu að síður í konsertuppfærslu í útvarpsútsendingu dagana 23.-28. nóvember: Fjörutíu manns héðan ætluðu að sjá sýningar en fá hér smá sárabót:
https://www.francemusique.fr/evenements/integrale-du-ring-de-wagner-en-direct-sur-france-musique-les-23-24-26-28-novembre-2020,

Á þessum link er frétt félagsins okkar á heimasíðu RWV International.
https://www.richard-wagner.org/rwvi/en/news/news-members/?collection_id=3017

B.kv.
Selma
www.wagnerfelagid.is