Á döfinni – Met og Mezzo

Kæru óperuvinir

Metropolitan

Metropolitanóperan býður áhugaverða fræðslu sem tengist óperupptökum á netinu.
Aria code. Hlaðvörp frá Metropolitan, um 30-45 mín., oft mjög fróðleg greining á óperuaríum og umræður.
https://www.metopera.org/discover/podcasts/aria-code/

Rósarriddarinn eftir Richard Strauss verður í beinni ókeypis útsendingu frá München 21. mars. Hefst með kynningu kl 14:30 að ísl. tíma. Verður síðan ókeypis á netinu í 30 daga.
Umræður um Rósarriddarann.
Online-Matinee: DER ROSENKAVALIER, 50 mín. Á þýsku með enskum skjátextum.
https://www.youtube.com/watch?v=DcGip-CLv1g&t=2s

Þetta er ný sviðsetning. Hljómsveitarstjóri Vladimir Jurowski, leikstjóri Barrie Kosky.
Stutt kynning, tæpar fjórar mínútur
https://www.staatsoper.de/en/productioninfo/der-rosenkavalier-1/2021-03-21-17-00.html?tx_sfstaatsoper_pi1%5BfromSpielplan%5D=1&tx_sfstaatsoper_pi1%5BpageId%5D=528&cHash=36b839ac010b0543b2754e985f211c69

Í helstu hlutverkum:

  • Die Feldmarschallin; Marlis Petersen,
  • Der Baron Ochs auf Lerchenau: Christof Fischesser,
  • Octavian: Samantha Hankey,
  • Herr von Faninal: Johannes Martin Kränzle,
  • Sophie: Katharina Konradi

Montagsstück, 22. mars kl. 19:15-20:30. Il Signor Bruschino, gamanópera eftir Rossini. Ókeypis bein útsending, síðan í 30 daga fyrir € 9,90.
https://www.staatsoper.de/en/productioninfo/montagsstueck-xviii-il-signor-bruschino.html

Mezzo 

Í viðhengi er skrá um óperusýningar á Mezzo-stöðvunum á næstunni. Það sem vekur mesta athygli er bein útsending fra Staatsoper Berlín á Brúðkaupi Fígarós fimmtudaginn 1. apríl, skírdag kl 15:00. En hugsanlega verður sýningunni aflýst. Þess má geta að gamla brýnið Siegfried Jerusalem fer með lítið hlutverk í sýningunni (lögmaðurinn Don Curzio).

Frá Mezzo

Bestu kveðjur,
Baldur