Ágætu tónlistarvinir

Ég hef verið beðinn um að koma þessum upplýsingum á framfæri. Árni Heimir mun kynna dagskrána.

 

Á HINSEGIN NÓTUM Í HÖRPU LAUGARDAGINN 26. SEPTEMBER KL. 16 

  • Tónlist hinsegin tónskálda í brennidepliFjórir íslenskir tónlistarmenn koma fram á tónleikum í Norðurljósum Hörpu kl. 16 laugardaginn 26. september nk. þar sem flutt verða verk sem eiga það sameiginlegt að höfundar þeirra voru hinsegin, bæði karlar og konur. Meðal þeirra tónskálda sem eiga hlut að máli eru Pjotr Tsjajkovskíj, Francis Poulenc, Benjamin Britten, Samuel Barber og Reynaldo Hahn. Einnig verða flutt verk eftir franska barokktónskáldið Jean-Baptiste Lully og hina ensku Ethel Smyth, sem var súffragetta og áberandi í tónlistarlífi Englands á fyrstu áratugum 20. aldar. Hún var í meira en 100 ár eina konan sem fékk óperu eftir sig flutta á fjölum Metropolitan-óperunnar í New York, og á undanförnum árum hefur tónlist hennar hljómað æ oftar.Flytjendur eru Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari sem jafnframt kynnir efnisskrána. Tónleikarnir taka um klukkustund án hlés og eru haldnir í samstarfi við Hinsegin daga í Reykjavík.  Gætt verður að öllum sóttvörnum og tveggja metra reglan í heiðri höfð.

Miðapantanir
https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/a-hinsegin-notum/

Dame Ethel Smyth var hin merkasta kona. Hún sat í fangelsi í tvo mánuði vegna þátttöku í mótmælaaðgerðum sem súffragettur stóðu fyrir.
https://en.wikipedia.org/wiki/Ethel_Smyth

Ópera hennar Der Wald var í meira en öld eina óperan eftir konu sem var flutt í Metropolitanóperunni. Forleikurinn að óperu hennar The Wreckers er nokkuð vel þekktur.
https://www.youtube.com/watch?v=Ic1g9HGnlKc

Kvennamars hennar er einnig hressilegur
https://www.youtube.com/watch?v=LCtGkCg7trY


Úkraínski hljómsveitarstjórinn  Oksana Lyniv verður fyrst kvenna til að stjórna frumsýningu í Bayreuth á næsta ári (Hollendingurinn fljúgandi). Katharina Wagner hefur átt við erfið veikindi að stríða, en hefur nú náð sér.
https://slippedisc.com/2020/09/bayreuth-will-now-let-a-woman-conduct-a-premiere/

Anna Netrebko hefur verið á sjúkrahúsi í nokkra daga með lungnabólgu af völdum Covid. Líklega verður tónleikum hennar á vegum Metropolitanóerunnar 10. október frestað aða aflýst.
https://slippedisc.com/2020/09/breaking-anna-netrebko-is-in-hospital-with-covid-pneumonia/
https://www.dw.com/en/opera-star-anna-netrebko-hospitalized-with-covid-19/a-54978184
https://observer.com/2020/09/anna-netrebko-covid-19-il-trovatore/

Það var púað svo hressilega á sýningu á Grímudansleik í Madrid í gærkvöldi, sunnudagskvöld, vegna ófullnægjandi sóttvarna, að sýningin var stöðvuð og lögregla kvödd til.
https://slippedisc.com/2020/09/wild-times-covid-booing-brings-down-madrid-curtain-after-overture/
https://operawire.com/teatro-real-de-madrid-cancels-sunday-performance-of-un-ballo-in-maschera-due-to-audience-disturbance/

Lítill fugl sagði mér að í Þýskalandi stæði til að banna pú með öllu í leikhúsum og óperum vegna smithættu.
Nógu erfitt er að fylgja “Maskenpflicht”. En þýska yfirstéttin hefur lengi ástundað “Buhpflicht”, enda hefur henni verið bannað að gera allt nema að þeysast í Bimmum og Bensum á hraðbrautum án hraðatakmarkana og að púa á frumsýningum.

Það er margt forvitnilegt á slóðinni https://bachtrack.com
Ég hafði ekki tekið eftir Sign In efst til hægri á síðunni. Þar er unnt að gerast áskrifandi að vikulegu fréttabréfi, ég er nokkurn veginn viss um að það er ókeypis. Mér var bent á þetta nýlega. Mér sýnist það vera mjög fróðlegt og vel sett upp. Þarna eru t.d. ábendingar tónleika og óperusýningar á netinu.
https://bachtrack.com/handler/regular-email-topic/read-latest/1/plain

Með góðri kveðju,
Baldur