Á erlendum stöðvum – Rás 1 – Óperubíó

Kæru viðtakendur.

Það er ýmislegt áhugavert á erlendum sjónvarpsstöðvum á næstunni.

SVT2
Fö 18:00-18:55 La 15:20-16:15 Andri Snær Magnason
La 17:05-17:55 Tsjajkovskíj sinfónía nr.6, Karajan
La 17:55-20:30 Metropolitan. Eugene Onegin. Anna Netrebko og Peter Mattei

Mezzo LHD
La 17:00-20:30 Così fan tutte Berlín Barenboim

Á DR2 er endursýnd athyglisverð þáttaröð um kosningarétt kvenna í Bandaríkjunum. Margt kemur þar á óvart.

Í fyrsta þætti var mikið fjallað um háskólamenntaðar konur á 19. öld og snemma á 20. öld. Það voru líka stofnuð samtök kvenna sem vildu ekki fá kosningarétt. Þar var framarlega eiginkona Grovers Cleveland (1837-1908) forseta. Frances Cleveland (1864-1947), sem var næstum 30 árum yngri en hann. Breski heimspekurinn Philippa Foot var dótturdóttir þeirra.

Má 16:10-17:05 Kampen for kvinders valgret (The Vote 1)
Þr 10:55-11:50 The Vote 1
Þr 16:05 Mi 10:55 The Vote 2
Mi 16:25-17:20 Fi 10:55 The Vote 3
Fi 16:05 Fö 11.00 The Vote 4

Á Rás 1 er tíu þátta röð Árna Heimis Ingólfssonar um kventónskáld á laugardagsmorgnum, systurþáttur á sunnudagsskvöldum.. Svo er nýbyrjuð kvöldsaga, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 21:40. Gils Guðmundsson les sjálfsævisögu Theodórs Friðrikssonar, Í verum. Frábær bók, frábær upplestur.

Ég hafði samband við Sambíóin í dag. Það er ennþá verið að semja við Metropolitanóperuna. Óvíst er hvort það tekst fyrir fyrstu sýningu, Boris Godunov, laugardag 9. október. Stefnt er að því að halda sýnigum áfram. Ég skoðaði heimasíðu Metropolitan í gærkvöldi. Það verða sýningar í Bretlandi, Frakklandi, Finnlandi og Þýskalandi. Ég sé ekki sýningar  í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Belgíu.

Bestu kveðjur,
Baldur