Á Mezzo í ágúst (2) – Metropolitan 13.-20. ágúst – Óperur á tímum Covid19

Kæru viðtakendur

Ég sendi  þrjú viðhengi.

Skrá um sýningar á mezzo-stöðvum í seinni hluta ágúst. Ég bendi á nýja sviðsetningu á Elektru eftir Richard Strauss, og sýningu á Les Indes galantes eftir Rameau frá Parísaróperunni, sem ég held að hafi ekki verið á dagskrá áður. Þar er hin frábæra söngkona Sabine Devielhe í aðalhlutverki.

Þá er yfirlit um netsýningar frá Metropolitanóperunni í næstu viku, talsvert af eldri sýningum, t.d. Hans og Gréta

Svo er teikning úr breska tímaritinu Private Eye, sem sýnir óperuheiminn á tímum Covid19.

Á öðrum stöðvum vek ég athygli á bandarískum heimildaþáttum á SVT2 um sögulegar forsetakosningar í Bandaríkjunum. Fyrsti þáttur hefst á fimmtudag kl. 14:05 og fjallar um kosningarnar 1824 þegar Andew Jackson og John Quincy Adams voru í framboði.

Mezzo
Met Opera

Góða helgi,
Baldur