Á mezzo í janúar 2021 o.fl.

Kæru óperuvinir

Gleðilegt nýtt óperuár.
Í viðhengi er skrá um sýningar á mezzo-stöðvunum á nýbyrjuðu ári. Af nýjum sýningum má nefna Rusalka frá Madrid og splunkunýja sýningu á Werther eftir Massent frá Vínaróperunni, og eldri sviðsetningu á sömu óperu frá Zürich. Meira frá Zürich, I Capuleti e i Montecchi eftir Bellini.

Mezzo janúar 2021

Fyrir Wagnerista, í dag á SVT 2 La 02.01. 09:20-10:15 Bayreuth i teaterhistorien

Fransk dokumentär från 2017. Wagners vision om allkonstverket kunde han förverkliga i den lilla staden Bayreuth i Bayern. Här stod hans Festspielhaus klart 1876. I den här dokumentären besöker vi Bayreuth, men också de antika amfiteatrarna i Grekland, och Shakespeares The Globe Theatre. Tidigare sänt 2019.

Á ARTE Su 03.01. 23:05-02:10 Ævintýri Hoffmanns frá Brüssel, umdeild sýning. Kemur líklega seinna á ArteConcert.
Conductor: ALAIN ALTINOGLU, Director: KRZYSZTOF WARLIKOWSKI
https://www.lamonnaie.be/en/program/1227-les-contes-d-hoffmann

Á ArteConcert https://www.arte.tv/en/arte-concert/most-recent/?genres=opera

Hér er meira efni fyrir Wagneraðdáendur, Lohengrin, en áreiðanlega umdeild sýning líka. Ég held að ég hafi eitthvað sagt frá henni áður og ég sá hana. Hún tekur talsvert mið af kófinu, í hljómsveitinni eru aðeins um 40 manns.
Lohengrin, Staatsoper Unter den Linden, Berlin
With: Roberto Alagna, René Pape, Vida Mikneviciute, Martin Gantner, Ekaterina Gubanova
Director: Calixto Bieito, Music director: Matthias Pintscher

https://bachtrack.com/review-video-lohengrin-bieito-alagna-mikneviciute-staatsoper-berlin-december-2020
https://www.arte.tv/en/videos/099744-001-A/roberto-alagna-and-vida-mikneviciute-in-lohengrin/

Góða skemmtun,
Baldur