Á Mezzo og Operavision í febrúar

Kæru óperuvinir

Í viðhengjum eru skrár yfir óperusýningar á Mezzo-stöðvunum og OperaVision í febrúar.

Á morgun, sunnudag kl. 16:30, er bein útsending á The Fiery Angel eftir Prokofiev frá Mariinsky-leikhúsinu í St. Pétursborg.
Nánari upplýsingar og söguþráður er á
https://www.mezzo.tv/en/Opera/Prokofiev%27s-The-Fiery-Angel-at-the-Mariinsky-Theatre-7172

Svo er bein útsending á nýrri sviðsetningu á Töfraskyttunni eftir Weber frá München sunnudaginn 13. febrúar kl 18:00.
Sú sýning verður einnig send út frá Staatsoper og hefst með kynningu kl 17:30.
https://www.staatsoper.de/en/news/der-freischuetz.html

Föstudaginn 19. febrúar er bein útsending á La clemenza di Tito frá Genf á Mezzo.

Á OperaVision er nýkomin óratória um Simone Weil sem Kaija Saariaho hefur samið. Anne Sofie von Otter syngur með kór og hljómsveit.
https://operavision.eu/en/library/performances/operas/la-passion-de-simone-royal-swedish-opera

Á næstunni verða á OperaVision atriði úr fjórum óperum eftir Verdi sem byggjast á leikritum eftir Schiller.
Hrólfur Sæmundsson fer með veigamikil hlutverk í sýningu Norrlandsóperunnar í Umeå.
https://operavision.eu/en/library/performances/operas/love-politics-norrlandsoperan

Með góðri kveðju,
Baldur