Ágætu Wagnerfélagar.

Í gær þreytti félagið frumraun í að senda út fyrirlestur í streymi. Það var gjaldkerinn okkar, hann Jón Ragnar, sem hafði veg og vanda af útsendingunni, sem tókst vel og nokkrir félagsmenn nýttu sér tækifærið að hlusta á fyrri fyrirlestur Árna Blandon af tveim um Richard Wagner og verk hans í Dagbókum Cosimu.

Mjög fróðlegur og skemmtilegur eins og Árna var von og vísa. Þeir sem misstu af munu geta notið hans síðar því við munum senda „link“ á fyrirlesturinn innan skamms. Seinni fyrirlesturinn verður 21. nóv kl 14. og kemur í stað myndbandssýningar í Þjóðminjasafninu.

Í kynningu fyrirlestursins til félagsmanna notuðumst við við nýtt forrit, „mailchimp“. Pósturinn var í nafni félagsins og vonandi hefur hann skilað sér til allra, því líklegt er að „mailchimp“ verði notað talsvert í framtíðinni.

Með bestu kveðjum,
Selma