Árni Thorsteinson tónskáld

Kæru tónlistarvinir

Í dag eru 150 ár liðin frá því að Árni Thorsteinson tónskáld fæddist. Þátturinn Á tónsviðinu í dag kl. 14:03 fjallar um hann og er endurtekinn á sunnudagsmorgun kl 8:05. Svo er minnt á aðgengi í Spilaranum.

Kynning:
Tónskáldið Árni Thorsteinson fæddist 15. október 1870 og eru því á þessu ári liðin 150 ár frá fæðingu hans. Mörg af lögum Árna eru með þekktustu perlum íslenskrar sönglagasögu, eins og „Nótt“, „Kirkjuhvoll“ og „Fögur sem forðum“. Í þættinum „Á tónsviðinu“ fim. 15. okt. kl. 14.03 verður fjallað um Árna og flutt lög eftir hann. Einnig má heyra rödd Árna sjálfs í hljóðritun sem Ríkisútvarpið lét gera á 70 ára afmæli hans 1940, en í pistli sínum talar Árni um nauðsyn þess að Íslendingar eignist hús sem ætlað sé tónlist. Lesari í þættinum er Pétur Grétarsson og umsjón hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Með góðri kveðju,
Baldur