Barokk – Sálumessa Mozarts – Rósariddarinn

Kæru tónlistarvinir

Tónleikar í Hallgrímskirkju

Á morgun kl. 17:30 eru tónleikar í Hallgrímskirkju á boðunardegi Maríu. Flutt verður verk eftir franskt barokktónskáld
https://en.wikipedia.org/wiki/Louis-Nicolas_Clérambault
https://www.hallgrimskirkja.is/2021/03/19/bodunardagur-mariu-gudsthjonusta-tidasongur-og-tonleikar/

Rósarriddarinn á morgun, sunnudag, frá München

Rósarriddarinn eftir Richard Strauss verður í beinni ókeypis sýningu frá Nationaltheater í München, á morgun, sunnudag frá kl 14:30 til 19:00 að íslenskum tíma. Sýningin er síðan ókeypis á netinu í 30 daga frá og með mánudeginum 22. mars kl. 17. Mörgum mun án efa þykja slíkt þægilegt. Unnt er að velja skjátexta á nokkrum tungumálum.

Sviðsetningin er ný. Leikstjóri er Barrie Kosky. hljómsveitarstjóri Vladimir Jurowski. Nánar –

https://www.staatsoper.de/en/productioninfo/der-rosenkavalier-1/2021-03-21-17-00.html?tx_sfstaatsoper_pi1%5BfromSpielplan%5D=1&tx_sfstaatsoper_pi1%5BpageId%5D=527&cHash=e565f84f5d9bc44d38a783a554e26717

Bent er á tengil fyrir pdf-skjal með hlutverkaskipan og upplýsingum um listafólkið. Ég finn ekki söguþráð í fljótu bragði, hvorki á þýsku né íslensku. Skoðið líka Learn more neðst á síðunni, einnig Media með ýmsu forvitnilegu efni. Einnig tengil fyrir Mediathek.

Á mánudag er gamanóperan Il Signor Bruschino eftir Rossini kl 19:15-20:30 að ísl. tíma, ókeypis, en síðan gegn vægu gjaldi.
https://www.staatsoper.de/en/productioninfo/montagsstueck-xviii-il-signor-bruschino.html

Á NRK2 má benda á miðvikudag 19:00-19:40, aftur á föstudag 00:10-01:00 Norskar óperustjörnur Lise Davidsen o.fl. Á Mezzo á mánudag er mikið endurtekið efni um konur og tónlist.

Sálumessa Mozarts í Hörpu 29. mars
Sjá auaglýsingu hér:

Með góðri kveðju,
Baldur