Aðalfundur 27. júní 2020
Aðalfundi félagsins, sem halda átti 28. mars var frestað en nú sjáum við okkur færi að halda hann laugardaginn 27. júní kl. 14.
Fundurinn verður haldinn í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar, inngangur frá Vonarstræti gegnum dyr sem snúa að Iðnó. Aðgengi fyrir hjólastóla (sími 6997292). Við munum sjá til þess að fólk geti haldið góðri fjarlægð sín á milli.
Á fundinum verður nýr vefur félagsins opnaður en hann hefur verið í þróun um all nokkuð skeið og mun innihalda mjög mikið af upplýsingum og fræðsluefni, m.a. mikið af fyrirlestrum sem haldnir hafa verið á vegum félagsins, greinum úr blöðum og tímaritum og bók Árna Björnssonar, Wagner og Völsungar eins og hún leggur sig.
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar
- Ársreikningur 2019
- Stjórnarkjör
- Önnur mál