SYNGJUM SAMAN MEÐ SKOTFJELAGINU
Hannesarholt hlúir að sönghefðinni með því að bjóða uppá fjöldasöng í Hljóðbergi tvisvar í mánuði alla jafna yfir vetrarmánuðina. Textar birtast á tjaldi og allir taka undir.
Skotfjelagið leiðir sönginn á haustdögum í stað vordaga og er stefnt að sunnudeginum 27.september 2020.
Skotfjelagið er vinkonuhópur sem kynntist fyrst í kórstarfi hjá Margréti Pálmadóttur fyrir meira en 20 árum og nokkrar þeirra syngja enn með kvennakórnum Vox Feminae. Makar þeirra og börn eru einnig mjög söngelsk og þegar vinahópurinn hittist er ávallt mikið sungið. Skotfélagið og maka skipa þau Björg Helen Andrésdóttir, Guðný Jónsdóttir og Kári Ragnarsson, Hallveig Andrésdóttir og Einar Sigurmundsson, Helga Jóna Óðinsdóttir og Gylfi Ívar Magnússon, Hulda Stefánsdóttir og Sverrir Ólafsson, Sigríður Anna Ellerup og Geir Gunnlaugsson.
Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri.
Veitingastofur Hannesarholts eru opnar frá 11:30-17 á sunnudögum og helgardögurður er framreiddur til 14.:30.