Wagner í Rússlandi

Þótt tónleikaferð Richards Wagner til Rússlands 1863 hafi heppnast vonum framar voru verk hans áfram mjög umdeild þar. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um hvernig rússnesk tónskáld á 19. öld tókust á við tónlist og kenningar Wagners. Einkum verður rætt um Alexander Seroff, Sergej Tanejeff og Nikolaj Rimskí-Korsakoff. Seroff og Tanejeff töldust opnir fyrir vestrænum áhrifum á meðan sá síðastnefndi var einn af fimmmenningunum, sem þóttu þjóðernissinnaðri. Einnig verður fjallað um harkalega gagnrýni Leó Tolstoj á Wagner.

[INSERT_ELEMENTOR id=”5392″]