Sýnd var í Norræna húsinu uppfærsla af síðustu Niflungahringsóperunni, Götterdämmerung. Þetta var upptaka frá Bayreuth úr hinum svokallaða Rosalie-Hring, sem var frumsýndur árið 1994 og kenndur við myndlistarkonuna Rosalie, sem hannaði sviðsmynd og búninga. 30 manna hópur Íslendinga sá þennan Niflungahring sumarið 1995, í aðdraganda stofnun félagsins, en eingöngu Götterdämmerung verður gefin út á mynddiski.