Markmið félagsins
- Félagið beiti sér fyrir auknum tækifærum Íslendinga til að hlýða á tónlist Richards Wagner, með:
- Tónleikahaldi, jafnt innlendra sem erlendra aðila, á eigin vegum eða í samstarfi við aðra.
- Myndbandasýningum.
- Samstarfi við hljóðvarp, sjónvarp og aðrar hlutaðeigandi stofnanir og aðila um flutning verka tónskáldsins.
- Hópferðum erlendis til að sækja sýningar á óperum Wagners.
- Félagið beiti sér fyrir auknum skilningi á verkum Wagners, með:
- Fyrirlestrum
- Umræðukvöldum.
- Málþingum.
- Almennum tónlistarkynningum.
- Kynningu á verkum Wagners meðal tónlistarfólks.
- Félagið stuðli að rannsóknum á tengslum íslenskra bókmennta og verka Richards Wagners:
- Félagið eigi frumkvæði að rannsóknum á þessu sviði.
- Félagið reyni að afla fjár til rannsókna í þessum efnum.
- Félagið reyni að stuðla að útgáfu á niðurstöðum slíkra rannsókna.
- Félagið miðli upplýsingum til félagsmanna um það helsta sem er að gerast í heiminum í þeim efnum er varða Richard Wagner, með:
- Dreifingu á fréttum til félagsmanna um sýningar, málþing og aðra viðburði innan lands og utan.
- Gerð og dreifingu
- lista um athyglisverð rit um þessi efni og
- lista yfir myndbandsupptökur sem til eru.
- Aðgerðum til að stuðla að því að söfn og aðrar stofnanir afli sér ritverka, hljóð- og myndritana.
- Félagið styðji eftir megni við bakið á ungum listamönnum sem líklegir eru til afreka við túlkun á verkum Wagners. Þetta má gera með:
- Aðstoð við tónleikahald og kynningu.
- Félagið taki upp samstarf við Wagnerfélög erlendis, sem hafi svipuð markmið og starfsgrundvöll.