Undirkaflar

Tónleikar

Undirtitill

2014-08 Parsifal fyrir fjóra hendur

8. ágúst 2014
Parsifal fyrir fjórar hendur í Norræna húsinu.2 píanistar frá Þýskalandi, Michael Hagemann og Shoko Hayashizaki, komu færandi hendi með 12 útsetningar Engelbert Humperdincks fyrir píanó fjórhent, úr óperunni Parsifal. Norræna húsið lagði okkur til húsið frítt en áður hafði Harpa synjað sama erindi. Aðgangur var ókeypis og eini kostnaðurinn sem lagðist á félagið var vegna píanóstillingar. Þetta voru mjög glæsilegir tónleikar og flutningur áhrifamikill. Aðsókn var einnig góð

2014-05 Píanótónleikar

17. maí 2014
Haldnir voru tónleikar í Norðurljósum í Hörpu. Félagið lagði til tvo píanista, sem báðir eru félagsmenn, auk Selmu var það Richard Simm píanóleikari. Þjóðverjar frá Wagnerfélaginu í München komu með þrjá unga söngvara, sem allir hafa verið styrkþegar í Bayreuth og auk þess bættist einn þýskur píanisti til viðbótar í hóp flytjenda. Aðgangur að tónleikunum var ókeypis og sóttu þá um 300 manns og vöktu þeir mikla ánægju hjá áheyrendum.

2013-06 Minn uppáhalds Wagner

6. júní 2013
Seinni hluti framlags Sinfóníuhlómsveitar Íslands vegna Wagnerársins voru það tónleikar undir heitinu: Minn uppáhalds Wagner og var það Bjarni Thor Kristinsson sem söng þar atriði úr óperum tónskáldsins og leiknir voru hljómsveitarþættir. Petri Sakari stjórnaði hljómsveitinni

2013-04 Hanna Dóra syngur Wesendonck-ljóðin

5. apríl 2013
Sinfóníuhljómsveitin var með tónleika þar sem Hanna Dóra Sturludóttir söng Wesendonckljóð Wagners. Þetta var hluti af framlagi hljómsveitarinnar til Wagnerársins og var það aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, hinn ísraelski Ivan Volkov sem stjórnaði. Seinni helmingur tónleikanna var svo tileinkaður Mendelssohn og skoska sinfónían flutt.

2010-10 Albert Mamriev og Selma Guðmundsdóttir

13. til 18. október 2010
Félagið stóð fyrir tónleikahaldi þar sem þau Albert Mamriev og Selma Guðmundsdóttir formaður léku efnisskrá, sem að stærstum hluta samanstóð af verkum fyrir píano, fjórhent. Tónleikarnir voru haldnir í samvinnu við Tónlistarfélögin á Akureyri og Ísafirði, en lokatónleikarnir í samstarfi við Norræna húsið og var þar húsfyllir. Sama efnisskrá var síðan flutt úti í Berlín 14. desember  á vegum íslenska sendiráðsins þar í samvinnu við Wagner félagið í Berlín.

2009-03 Wagner og Wesendonck

Félagið efndi til tónleika í Íslensku Óperunni í samstarfi við Vinafélag óperunnar. Yfirskrift tónleikanna var: Wagner og Wesendonck – Þetta liggur mér á hjarta. Þar fluttu þau Sophiya Palamar mezzosópransöngkona og Albert Mamriev píanóleikari dagskrá sönglaga og píanóverka eftir Richard Wagner. Sögumaður var Sólveig Arnarsdóttir leikkona.

2007-10 Albert Mamriev, píanóleikar

27. október 2007
Tónleikar í Salnum í Kópavogi, í samvinnu við Tíbrár tónleikaröðina. Þar flutti rússnesk-ísraelski píanóleikarinn Albert Mamriev efnisskrá með umritunum Franz Liszt á verkum Wagners

 Á undan tónleikunum flutti Reynir Axelsson afar fróðlegt erindi um þá Wagner og Liszt.

2007-03 Donald McIntyre syngur kveðjursöng Wotans

??. mars 2007
Sinfóníuhljómsveit Íslands flutt kveðjusöng Wotans úr Valkyrjunni og var það enginn annar en hinn margrómaði Donald McIntyre sem þá var mættur til leiks, en hann flutti Wotan ógleymanlega í Hring þeirra Patrice Chéreau og Pierre Boulez.

2007-03 Lilli Paasikivi synur Wesendonck ljóðin

 ??. mars 2007
Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti Wesendonck ljóðin voru á dagskrá í byrjun mars með söngkonunni Lilli Paasikivi og um miðjan mars stóð Wagnerstjarnan John Tomlinson á sviðinu í Háskólabíói og söng í 14. sinfóníu Sjostakovitsj.

2003-11 Wagnertónleikar Sinfóníunnar

23. nóvember 2003
Wagnertónleikar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta voru frábærir tónleikar og mjög lofsvert framtak hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, en á dagskrá tónleikanna voru forleikur og Liebestod úr Tristan og Isolde og 3. þáttur úr Parsifal. Kolbeinn Ketilsson söng Parsifal og Kristinn Sigmundsson Gurnemanz en auk þeirra sungu þýsku söngvararnir Wolfgang Schöne og Ruth-Marie Nicolay og fjölmennur kór Fóstbræðra. Á undan tónleikunum hafði félagið samvinnu við Vinafélag Sinfóníunnar um tónleikakynningu á Hótel Sögu og  var það Reynir Axelsson, sem talaði þar um Parsifal.

2003-05 190. ára afmæli Wagners

22. maí 2003
Sinfóníuhljómsveit Íslands efndi til Wagnertónleika í Háskólabíói. Með hljómsveitinni söng sópransöngkonan Magnea Tómasdóttir

2001-10 Nina Kavtaradze, píanóleikari

6. október 2001
Þá kom í heimsókn rússneski píanóleikarinn Nina Kavtaradze, sem búsett er í Danmörku, og hélt tónleika á vegum félagsins í Norræna húsinu. Nina á að baki glæsilegan feril sem píanóleikari, m.a. sem meðleikari Erlings Blöndal Bengtsson. Fyrir nokkru spilaði hún inn á tvöfaldan geisladisk, þann fyrsta sem út kemur með öllum píanóverkum Wagners. Það var mjög forvitnilegt að heyra heila tónleika þar sem eingöngu voru flutt píanóverk Wagners.

1998-04 Þekktir Wagner-söngvarar

13. apríl 1998
Halldór Hansen og Gretar Ivarsson fjölluðu um þekkta Wagnersöngvara og léku tónlist með þeim.

1997-02 Elsa Waage

??. feebrúar 1997
Félagið stóð ásamt Styrktarfélagi óperunnar og fleiri aðilum að tónleikum altsöngkonunnar Elsu Waage, sem söng í Íslensku óperunni ásamt píanóleikararnum Mzia Bachturize

1996-06 Tónleikar Liu Frey-Rabine

21. september 1996
Félagið stóð fyrir Wagnertónleikum í samvinnu við Styrktarfélag Íslensku óperunnar. Þar söng bandaríska söngkonan Lia Frey-Rabine, sem er mörgum kunn eftir að hún söng Brynhildi í íslensku Hringuppfærslunni á Listahátíð 1994. Lia kom sérstaklega til landsins af þessu tilefni.Var tækifærið notað og efnt til fyrstu árshátíðar félagsins í tengslum við tónleikana. Var árshátíðin beint á eftir tónleikunum á Þingholti í Hótel Holti. Var þar einstaklega góð stemning, og var það ekki síst að þakka ágætri veislustjórn Árna Björnssonar, frábærum ræðumönnum kvöldsins  þeim Sólrúnu Jensdóttur og Jóni Thoroddsen, að ógleymdum tenórunum tveim, ungu og efnilegu, þeim Stefáni Stefánssyni, sem söng Heimi, og Garðari Thor Cortes, sem söng “Winterstürme”.