21. september 1996
Félagið stóð fyrir Wagnertónleikum í samvinnu við Styrktarfélag Íslensku óperunnar. Þar söng bandaríska söngkonan Lia Frey-Rabine, sem er mörgum kunn eftir að hún söng Brynhildi í íslensku Hringuppfærslunni á Listahátíð 1994. Lia kom sérstaklega til landsins af þessu tilefni.Var tækifærið notað og efnt til fyrstu árshátíðar félagsins í tengslum við tónleikana. Var árshátíðin beint á eftir tónleikunum á Þingholti í Hótel Holti. Var þar einstaklega góð stemning, og var það ekki síst að þakka ágætri veislustjórn Árna Björnssonar, frábærum ræðumönnum kvöldsins þeim Sólrúnu Jensdóttur og Jóni Thoroddsen, að ógleymdum tenórunum tveim, ungu og efnilegu, þeim Stefáni Stefánssyni, sem söng Heimi, og Garðari Thor Cortes, sem söng “Winterstürme”.