Komið þið sæl.
Ég sá Fidelio á NRK2 í gær. Lisa Davidsen var frábær og Jonas Kaufmann mjög góður. Lise er 187 cm á hæð, þannig að hún var sannfærandi í karlmannsgervi. Sviðsetningin var svona og svona, dæmigert Regie-Theater. Fyrri þáttur var að mestu hefðbundið búningadrama, en í seinni þætti var sviðsmyndin ekki góð. Ekki samt ástæða til að loka augunum. Sums staðar var vikið frá upphaflegum söguþræði, mér fannst það ekki til bóta. Sýningin er aðgengileg á tímaflakki þar til annað kvöld.
Sýning bæversku óperunnar er nú aðgengileg ókeypis á netinu og Arte
https://www.operlive.de
Þar er einnig ítarefni á Mediathek
https://www.arte.tv/en/videos/099197-000-A/the-7-deaths-of-maria-callas/
Það á að vera auðvelt að sjá sýninguna í snjallsjónvarpstæki á arte.tv/en
Bíðið smástund eftir að efnið hlaðist inn.
Ég hef ekki séð sýninguna enn, enda nægur tími til stefnu. Í fljótu bragði sýnast mér dómar nokkuð misjafnir, og að sýningin sé ofhlaðin af myndbandsbrellum og tilgerðarleg. Sumir hæla búningahönnuði sem er í samstarfi við Burberrys, samt sýnist mér enginn vera í klassískri, vaxborinni bændablússu.
Hlutverkaskipan og söguþráður er í viðhengi.
7-Deaths-of-Maria-Callas-Castsynopsis
Á næstunni á OperaVision eru tvennir sönglaga- og aríutónleikar.
*Alexander Antonenko, tenor: Recital from Riga Castle, Latvia
Aðgengileg frá 22. september til 22. mars 2021
https://operavision.eu/en/library/performances/concerts/alexander-antonenko-recital
*Marina Rebeka, soprano: Recital from Rundale Palace, Italy
Aðgengileg frá 25. september til 25. mars 2021
https://operavision.eu/en/library/performances/concerts/marina-rebeka-recital
Góða skemmttun,
Baldur