Fréttabréf 29. janúar 2021

Richard Wagner félagið á Íslandi

Ágætu félagar.
Nú fer senn að birta til,

Ánægjulegt að segja frá Wagnertónleikum Sinfóníunnar 25. febrúar nk.
Þar mun Stuart Skelton flytja Wesendonck ljóðin með hljómsveitinni og að auki verða fluttir forleikur og Liebestod úr Tristan und Isolde. Vegna takmarkaðs sætafjölda hvet ég fólk til að tryggja sér miða ekki seinna en nú þegar:
https://www.sinfonia.is/tonleikar-og-midasala/stuart-skelton-syngur-wagner-2021.

Fyrirlestrar og aðalfundur.
Stefnt er að þrem fyrirlestrum á vormisseri og verða þeir kynntir betur fljótlega, en dagsetningarnar eru

  • 27. febrúar fyrir Þórhall Eyþórsson um Tungumál Wagners,
  • 20. mars fyrir Reyni Axelsson um Wagner og Schopenhauer og
  • 24. apríl fyrir Aðalheiði Guðmundsdóttur um “Völsunga í máli og myndum”.

Fyrirlestrarnir verða í Safnaðarheimil dómkirkjunnar kl 14 en einnig verðum þeim streymt.
Fyrirhugað er að aðalfundurinn verði að loknum fyrirlestri Reynis 20. mars.

Valkyrjan, sem hafði verið auglýst 25. og 27. febrúar í ár hefur verið flutt á árið 2022 á dagana 24. og 26. febrúar. Um 60 manns höfðu keypt miða gegnum félagið og gilda þeir á seinni dagsetningunni, í sömu sæti, Álíka margir höfðu keypt miða á Wagner/Beethoven tónleika píanósnillingsins Alberts Mamriev og er enn í skoðun hvernig þeim verði komið við.

Anna Netrebko.
Fleira skemmtilegt framundan, fyrir aðdáendur Önnu Netrebko, þá verður hún með tónleika 6.febrúar  í beinni gegnum Metropolitan óperuna. Tónleikarnir verða sendir frá Spánska reiðskólanum í Vín,
sjá: https://www.metopera.org/
Þetta er ekki frítt en ódýrt.

Óperuhátíðin í München.
Formaður á miðapöntun fyrir 20 á Meistarasöngvarana 29. júlí og Tristan und Isolde 31. júlí, Það mun sennilega ekki draga til tíðinda fyrr en í mars um hvort miðar fást og áform standi. Jonas Kaufmann syngur Tristan og Anja Harteros Isolde.
https://www.staatsoper.de/festspiele/programm.html

Bayreuth
Ekki er enn komin dagskrá hátíðarinnar og hún verður væntanlega umfangsminni en verið hefur, stefnt er þó á frumsýningu á nýjum Hollendingi auk þess að sýna Tannhäuser og Meistersinger. Einnig er stefnt á að sýna Valkyrjuna, sennilega í nokkuð óhefðbundinni uppfærslu sem gjörningalistamaðurinn Hermann Nitsch stýrir: https://www.bayreuther-festspiele.de/en/festspiele/news/2021/the-festival-management-announces-the-program-for-the-2021-festival-season/.

Salzburgarhátíðin.
Vonast er til að hátíðin geti orðið en umsóknarfrestur hefur verið framlengdur langt fram í febrúar. Fyrir þá, sem hyggðust fara á óperurnar í München mætti skoða sýningu á Don Giovanni 4. ágúst, Mahler 3. með Wiener Philharmoniker og Thielemann 3. ágúst, Matthias Goerne með Die Schöne Müllerin 2. ágúst og píanósnillinginn Sokolov 5. ágúst. Ekki slæmur pakki. https://www.salzburgerfestspiele.at/

Alþjóðaþing RWVI verður í München 14.-17. október.
Fyrir utan tónlistaratriði og fyrirlestra verða skipulagðar hópferðir að skoða hallir Lúðvíks 2, m.a. Neuschwanstein og Herrenchiemsee. Kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga þetta eftir. 2022 verður þingið í Madrid. https://www.richard-wagner.org/rwvi/en/events/calendar/?collection_id=2513

Hringur Stefans Herheims í Berlín í  16.-21, nóvember.
Alþjóðasamtök Wagnerfélaga verða með málþing af tilefni 70 ára Neu-Bayreuth í tengslum við nýjan Niflungahring Stefans Herheim, það er  Niflungahringur nr. 2 hjá Deutsche Oper, sem hefst 16. nóvember. Bráðlega koma upplýsingar um hvernig panta má miða. https://www.deutscheoperberlin.de/de_DE/calendar/der-ring-des-nibelungen-das-rheingold.16470917

Wagnerfélagið í London.
Félagið hefur verið mjög virkt í að senda út í streymi, m.a. viðtöl við þekkta söngvara. Söngstjarnan norska, Lise Davidsen, verður í viðtali 2. febrúar og Grace Bumbry 6.febrúar.
https://wagnersociety.org/.

Bestu kveðjur
Selma