Í þessu bréfi verður kynnt það helsta sem verður á döfinni hjá Wagnerfélaginu og Alþjóðasamtökum Wagnerfélaga í vetur. Einnig er sett upp dagskrá með öðrum viðburðum í menningarlífinu, hérlendis og erlendis, sem telja má að félagsmenn gætu haft áhuga á. Atburðaskráin nær til áramóta, varðandi atriði sem ekki eru á vegum félagsins. Einnig á eftir að setja upp fyrirlestra á vegum félagsins eftir áramótog kemur það síðar.
Bayreuth miðasala fyrir 2022
Ekki hefur enn verið greint frá dagskrá Bayreuthhátíðarinnar fyrir 2022 né fyrirkomulagi varðandi miðasölu. Þó er vitað að nýr Niflungahringur verður frumsýndur í leikstjórn Valentin Schwarz. Hollendingurinn og Tannhäuser verða sýndir og trúlega Lohengrin. Hægt að fylgjast með á heimasíðu hátíðarinnar: www.bayreuther-festspiele.de.
Félagið mun vonandi eiga kost á að kaupa nokkra miða af hátíðinni eins og undanfarin ár, og verður það kynnt um leið og það liggur fyrir.
Ópera í bíó
Metropolitan-óperan hefur útsendingar með Boris Godunov laugardaginn 9. október, en engin merki eru um að Sambíóin hafi náð samningum um sýningar á Íslandi.
Wagnerþing í München 14.-18. okt
Hið árlega þing Alþjóðasamtaka Wagnerfélaga verður næst dagana 14.-18. október í München. Í boði er glæsileg dagskrá tónleika, óperusýninga, fyrirlestra og skoðunarferða. Nokkrir félagsmenn fara og formaður, sem jafnframt er í stjórn samtakanna, mun sitja aðalfund þeirra. Meir hér: https://www.richard-wagner.org/rwvi/en/events/calendar/?collection_id=2513
„Das süsse Lied verhallt“. Wagnertónleikar 29. október kl 20 í Salnum
Tónleikar í Salnum í samstarfi við Richard Wagner félagið þar sem fluttar verða perlur úr óperum Wagners. Hrólfur Sæmundsson baritón, Margrét Hrafnsdóttir sópran og Egill Árni Pálsson tenór, ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara eru flytjendur á tónleikunum en Árni Blandon leikari og bókmenntafræðingur mun leiða tónleikagesti inn í ástir og örlög sögupersónanna í veröld Wagners. Meir hér: https://salurinn.kopavogur.is/dagskra-og-tonleikaradir/vidburdur/2404/das-ssse-lied-verhallt
Óperuferð til Leipzig 12.-15. nóvember
Nokkrir félagsmenn munu fara til Leipzig og sjá þar óperuþrennu dagana 12.-14. nóvember. Það eru sýningar á Toscu, Hollendingnum fljúgandi og frumsýning á æskuóperu Wagners Liebesverbot (byggt á Shakespeare, Measure for Measure). Upprunalegt tilefni ferðarinnar var einkum að sjá Ólaf Kjartan Sigurðarson í titilhlutverki Hollendingsins, en hann varð fyrir slysi og þarf nokkurn tíma til að ná sér á strik, vonandi kemur batinn fljótt því margt spennandi er framundan hjá Ólafi. Leipzigóperan mun sýna allar 10 Wagneróperurnar plús þrjár æskuóperur, sem sjaldan eru sýndar, á komandi sumri. Þeir, sem hafa tryggt sér miða geta verið í 2-3 vikur í Leipzig að njóta herlegheitanna.
Wagnerdagar í Berlín 16. til 21. nóvember
Wagnerfélagið í Berlín, í samvinnu við Deutsche Oper og Alþjóðasamtök Wagnerfélaga, stendur fyrir Wagnerdögum í tilefni af 70 ára afmæli Neu-Bayreuth. Málþing verður í Deutsche Oper 18. og 20. nóvember. Nýr Niflungahringur Stefans Herheim og Donald Runnicles verður sýndur dagana 16.-21. nóv. Stórstjörnulið söngvara inniheldur m.a. Ninu Stemme, Lise Davidsen, Simon O‘Neill, Markus Brück, Ian Paterson og John Lundgren. Tugur félagsmenn fer utan: https://www.richard-wagner.org/rwvi/en/events/wagner-symposium/
Árshátíð Wagnerfélagsins á Hótel Holti laugardag 27. nóvember kl. 18.
Árshátíðin hefst kl. 18 með fyrirlestri Reynis Axelssonar um Wagner og frönsku skáldkonuna Judith Gautier, sem oft hefur verið kölluð „Wagner´s Muse“. Eftir tölu Reynis verður barinn opnaður fyrir fordrykk og meðan á honum stendur mun ungur söngvari kveða sér hljóðs (nánar síðar). Að loknum fordrykknum verður veislumáltíð að hætti Holts, og undir borðum frásagnir félagsmanna frá liðnu ári. Gunnar Snorri Gunnarsson mun segja frá ferðinni á Bayreuthhátíðina sl. sumar og einnig verða frásagnir frá Niflungahringnum í Berlín og óperuferð til Leipzig. Veislustjóri Egill Arnarson.
Skráið ykkur sem fyrst hjá Solrun.Jensdottir@gmail.com, sími 8959118
Wagner í Ameríku
Fyrirlestur Árna Blandon 11. desember í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar kl. 14
Wagner kom aldrei til Ameríku en um tíma leit út fyrir að hann flytti þangað og hafði honum verið boðið að koma á fót skóla til að mennta söngvara og tónlistarmenn í Minnesota. Saga Wagneruppfærslna í Bandaríkjunum nær langt til baka og voru Bandaríkjamenn jafnan fljótir til að frumsýna nýjar óperur Wagners, Parsifal strax árið 1903 á jólunum, í óþökk Bayreuth.. Wagner hafði líka gífurleg áhrif m.a. í amerískum bókmenntum enda dáður ef ekki dýrkaður af stórum hópi rithöfunda, listamanna og annarra. Um þetta er ítarlega fjallað í nýlegri bók Alex Ross. Árni Blandon hefur kynnt óperur Wagners í Ríkisútvarpinu, Morgunblaðinu og hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hann er með M.Phil-próf í samanburðabókmenntum frá New York-háskóla með áherslu á heimspeki og leiklist. Hann lærði leiklist í London og starfaði í nokkur ár sem leikari við Þjóðleikhúsið og var meðlimur í Leikstjórafélagi Íslands.
Wagnerþing í Madrid 24.-28.febrúar
Hið árlega þing Alþjóðasamtaka Wagnerfélaga verður á næsta ári dagana 24.-28. febrúar í Madrid. Í boði er glæsileg dagskrá tónleika, sýning á Götterdämmerung, fyrirlestrar og skoðunarferðir. Nánar á: https://www.richard-wagner.org/rwvi/en/events/calendar/?collection_id=3129
Valkyrjan í Reykjavík 24. og 26, febrúar.
Sýning Íslensku óperunnar og Sinfóníuhljómsveitarinnar, í samvinnu við Listahátíð, sem vera átti í maí 2020, fer á fjalirnar 24. og 26. febrúar. Félagar, sem keyptu miða á sýninguna 29. maí 2020 geta notað þessa sömu miða, í sömu sæti, á seinni sýninguna, sem verður 26. febrúar. Alþjóðlegt málþing og píanótónleikar Alberts Mamriev hafa verið sett á sérstaka Wagnerdaga í byrjun júní, í kringum tónleika Barböru Hannigan. Bætt hefur við Wagnertónleikum Kammersveitar Reykjavíkur.
Wagnerdagar í Reykjavík 1.-6. júní
- Wagnertónleikar Kammersveitar Reykjavíkur 2. júní kl 20 í Norðurljósum
- Alþjóðlegt málþing um Wagner og Ísland í Veröld, Húsi Vigdísar 4. júní
- Tónleikar píanósnillingsins Alberts Mamriev 5. júní kl 17 í Salnum
Wagnerdagarnir, sem til stóð að halda í samvinnu við Alþjóðasamtök Wagnerfélaga í kringum Valkyrjuna í maí 2020, reyndust ekki framkvæmanlegir í febrúar þegar Valkyrjan fer á fjalirnar. Það er ekki tími sem útlendingar velja sér til að heimsækja Íslands auk þess sem árlegt Wagnerþing Alþjóðasamtakanna er á sama tíma í Madrid. Nú blásum við aftur til leiks í tengslum við tónleika Barböru Hannigan 3. og 4. júní, við upphaf Listahátíðar. https://www.richard-wagner.org/rwvi/en/events/calendar/?collection_id=2141
Wagnerdagarnir hefjast með Wagnertónleikum Kammersveitar Reykjavíkur 2. júní, þeim fyrstu í sögu sveitarinnar. Mun hún m.a. flytja Wesendonckljóðin ásamt sópran og Siegfried Idyll í upprunalegri version. Vonandi einnig atriði úr Tristan og Isolde með Liebestod, fyrir strengjasextett og sópran. Tónleikarnir eru hluti af Listahátíð.
Á tónleikum 5. Júní kl 17 mun rússnesk-ísraelski píanósnillingurinn Albert Mamriev leika verk eftir Beethoven og Wagner. Tónleikar þessir verða í Salnum í Kópavogi og munu þegar keyptir miðar fjölmargra félagsmanna (áður dagsettir 28. maí 2020) gilda á þessa frábæru tónleika.
Svo er það alþjóðlega málþingið undir yfirskriftinni Wagner og Ísland – Norrænu uppspretturnar og áhrif þeirra á Richard Wagner. Fyrirlesarar verða dr. Árni Björnsson, dr.Árni Heimir Ingólfsson, dr. Þórhallur Eyþórsson og Selma Guðmundsdóttir. Málþingið verður 4. júní í samvinnu við Veröld, Hús Vigdísar, fyrir hádegi á þýsku, eftir hádegi á ensku.
Ekki má svo gleyma tónleikum hinnar frábæru Barböru Hannigan 4. júní kl 17, en það eru seinni tónleikar hennar sem verða fyrir valinu á Wagnerdögum. Fyrirhugað er að gera sér glaðan dag með veislumáltíð í Kolabrautinni eftir þá tónleika. (www.barbarahannigan.com).
Valdir tónleikar haustið 2021
10. okt. Ensemble Promena: Sígildir sunnudagar – Harpa, kl. 16. Ensemble Promena er nýstofnaður kammerhópur sem sérhæfir sig í flutningi rómantískrar tónlistar á upprunaleg hljóðfæri. Herdís Anna Jónasdóttir flytur ásamt hópnum á sex söngljóð Schumann og útsetningar Ariberts Reimann á söngvum Mendelssohns við ljóð Heines „… oder soll es Tod bedeuten?“. Síðan hljómar strengjakvartett Brahms op. 67 í B-dúr. https://www.harpa.is/ensemble-promena-sigildir-sunnudagar
10.okt kl 16,- Salurinn: Ljóð um ljóð og geit á beit. Sönglög við ljóð Þórarins Eldjárns í flutningi Erlu Dóru Vogler, Lilju Guðmundsdóttur og Evu Þyri Hilmarsdóttur.
Þórarinn Eldjárn les ljóð.
12. okt. Andri Björn Róbertsson: Heimssviðið – Harpa, kl. 19.30. Andri Björn Róbertsson flytur sjö sönglög eftir Árna Thorsteinsson og Liederkreis op. 24 og 39 eftir R. Schumann. Ástríður Alda Sigurðardóttir leikur undir á píanó. https://www.harpa.is/andri-bjorn-robertsson-heimssvidid
14. okt í Þjóðleikhúskjallaranum. Ástardrykkurinn, með Sviðslistahópnum Óður,
sem „neitar að geyma óperur í glerkössum. Þau vilja miklu frekar taka þær upp, hrista af þeim rykið og leika sér að þeim, pota í óskrifaðar reglur og skemmta sér og öðrum. Þau trúa á nálægð við áhorfendur og einlæga túlkun á tungumáli sem áhorfendur skilja. https://leikhusid.is/frettir/astardrykkurinn-i-thjodleikhusinu
17. okt. Andri Björn og Brák: Sígildir sunnudagar – Harpa, kl. 16. Barokkbandið Brák og Andri Björn Róbertsson flytja franska barokktónlist: tríósónötu eftir F. Couperin, fiðlusónata eftir Jean-Marie LeClair, auk stykkja M. Marais, og kantöturnar Aquilion et Orithie eftir J. P. Rameau og Poliphème eftir L.-N. Cléraumbault. https://www.harpa.is/andri-bjorn-og-brak-sigildir-sunnudagar
17. okt. Winterreise eftir Schubert – Salurinn, kl. 15. Jóhann Kristinsson flytur þennan víðfræga sönglagaflokk við ljóð Wilhelms Müller. Ammiel Bushakevitz leikur undir. https://salurinn.kopavogur.is/vidburdi/vidburdir-a-menningarhusin-forsida/vidburdur/2364/winterreise-vetrarferdin
29.okt- Das süsse Lied verhallt – Salurinn, kl.20. Tónleikar í samstarfi við Richard Wagner félagið þar sem fluttar verða perlur úr óperum Wagners. Hrólfur Sæmundsson baritón, Margrét Hrafnsdóttir sópran og Egill Árni Pálsson tenór, ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara eru flytjendur á tónleikunum en Árni Blandon leikari og bókmenntafræðingur mun leiða tónleikagesti inn í ástir og örlög sögupersónanna í veröld Wagners. https://salurinn.kopavogur.is/dagskra-og-tonleikaradir/adrir-tonleikar/vidburdur/2404/das-ssse-lied-verhallt
3. nóv. Töfrar fortíðar – Sinfó / Harpa, kl. 20. Fyrsta verkið er If My Complaints Could Passions Move eftir John Dowland en síðan fylgja Lachrymae e. B. Britten og Three Studies from Couperin e. Th. Adès, sem bæði eru undir áhrifum barokktónlistar, áður en La valse e. Ravel hljómar. Sólistar eru Þórunn Ósk Marínósdóttir og Benedikt Kristjánsson. Eva Ollikainen stjórnar. https://www.sinfonia.is/tonleikar-og-midasala/tofrar-fortidar
6. nóv. La traviata – Íslenska óperan / Harpa, kl. 20. Endurflutningur á uppfærslu Íslensku óperunnar frá 2019 á vinsælustu óperu Verdis. Í aðalhlutverkum eru Herdís Anna Jónasdóttir, Rocco Rupolo, Hrólfur Sæmundsson, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Snorri Wium og Oddur ArnþórJónsson. Anna-Maria Helsing stjórnar. https://opera.is/is/syningar/la-traviata-2021/ og https://www.harpa.is/la-traviata
9. nóv. Ljóðakvöld með Kristni og Eddu – Salurinn, kl. 19.30. Kristinn Sigmundsson flytur Michelangelolieder eftir H. Wolf, Vier Lieder op. 27 eftir. R. Strauss og tíu margvísleg sönglög eftir Brahms. Edda Erlendsdóttir leikur undir. https://salurinn.kopavogur.is/dagskra-og-tonleikaradir/tibra-tonleikarod/vidburdur/2383/ljodatonleikar-kristins-og-eddu-tibra-tonleikarod
11. nóv. Eva stjórnar Strauss – Sinfó / Harpa, kl. 19.30. Eftir From Space I Saw Earth e. Daníel Bjarnason fylgja þrjú verk e. R. Strauss: Till Eulenspiegel, svíta úr Rósarriddaranum og Vier letzte Lieder. Einsöngari: Camilla Nylund. https://www.sinfonia.is/tonleikar-og-midasala/eva-stjornar-strauss
18. nóv. Víkingur og Adès – Sinfó / Harpa, kl. 19.30. Víkingur Heiðar Ólafsson flytur píanókonsert Thomas Adès, sem heldur sjálfur um tónsprotann. Á undan hljóma Elskhuginn og svíta nr. 2 úr Ofviðrinu e. Sibelius og Dawn e. Adès. https://www.sinfonia.is/tonleikar-og-midasala/vikingur-og-ades
19.–21. nóv. Víkingur spilar Mozart – Harpa, kl. 20. Útgáfutónleikar Víkings Heiðars Ólafssonar en diskur hans, Mozart & Contemporaries kom út hjá Deutsche Grammophon fyrr á árinu. https://www.harpa.is/vikingur-spilar-mozart
28.nóv. Harpa kl 17 – Jólaoratoría Bachs í flutningi Mótettukórsins, Alþjóðlegu barokksveitarinnar í Reykjavík og söngvaranna Herdísar Önnu Jónasdóttur, Alex Potter, Benjamin Glaubitz og Jóhanns Kristinssonar undir stjórn Harðar Áskelssonar: https://www.harpa.is/jolaoratorian-eftir-j.s.-bach-i-iv.
2. des. Benedikt syngur Bach og Händel – Sinfó / Harpa, kl. 19.30. Benedikt Kristjánsson syngur aríur úr mótettum eftir J. S. Bach og G. F. Händel. Einnig hljóma Lagartónlist þess síðastnefnda og sinfónía nr. 99 e. J. Haydn. Dirk Vermeulen stjórnar. https://www.sinfonia.is/tonleikar-og-midasala/benedikt-syngur-bach-og-handel
3. des. Tónskáldið og móðir hans – Harpa, kl. 18. Guðrún Ásmundsdóttir hefur sett saman dagskrá um Sesselju Sigvaldadóttur og son hennar Sigvalda Kaldalóns. Veitt er innsýn í tímana sem hann lifði, æsku í skjóli móður sinnar og fólksins sem umvafði hann. Flytjendur eru Alexandra Chernyshova, Rúnar Þór Guðmundsson, Gerður Bolladóttir, Þórhallur Barðason og Einar Bjartur Egilsson. Guðrún Ásmundsdóttir og sr. Bjarni Karlsson flytja sögudagskrána. https://www.harpa.is/tonskaldid-og-modir-hans