Gautaborgarsinfónían á morgun, laugardag 31.10.2020 kl 14:00

Kæru tónlistarvinir.

Á sunnudag, 1. nóvember er Allra heilagra messa og Allra sálna messa er daginn eftir. Gautaborgarsinfónían er með nettónleika á morgun, laugardag kl. 14. Einsöngvari er Peter Mattei, stjórnandi Santtu-Matias Rouvali, og kannski eru þeir fleiri. Líklega verður tónleikum fimmtudaginn 5, nóvember aflýst, en þar átti að flytja nýtt hljómsveitarverk eftir finnska tónskáldið Sauli Zinovjev. Ég held að Víkingur Ólafsson hafi frumflutt nýjan píanókonsert eftir hann í apríl í ár.

Sjá viðhengi, sem ég sendi út með fyrirvara – hér.

Bestu kveðjur,
Baldur