Glyndebourne sumar 2020 – Metropolitan 10.-16. ágúst 2020

Ágætu óperuvinir.

Í viðhengjum eru upplýsingar um ókeypis netsýningar frá Glyndebourne-óperunni sumarið 2020 og Metropolitan 10. til 16. ágúst.

Sýningar frá Glyndebourne eru fjórar upptökur frá fyrri árum. Aðeins Hamlet eftir Brett Dean hefur verið sýnd áður á netinu. Það á að vera auðvelt að sjá þær í snjalltækjum. The Rake´s Progress sem er aðgengileg til sunnudags er tæplega tveir og hálfur tími. Vikuskammtur frá Metropolitan er blanda af gömlu og nýju að vanda. Wagnervinir fá sinn skammt með sýningu á Tristan og Ísold frá 2008.

Góða skemmtun,
Baldur