Ágætu viðtakendur
Í viðhengi er skrá um ókeypis tónleika á netinu frá sinfóníunni í Gautaborg. Ég held að þeir séu aðeins aðgengilegir á rauntíma, en verði síðan settir inn 4-6 vikum seinna. Tónleikarnir 10. og 17. september gætu rekist á sinfónutónleika hér, sem hefjast kl. 20, en þeir frá Gautaborg hefjast kl 18. Einnig má benda á að horfa á tónleikanaa héðan á tímaflakki. Tónleikarnir sem eru eftir hádegi laugardaginn 19. sept. sýnast mér ætlaðir börnum og unglingum. Á efnisskrá er Karnival dýranna, myndskreytt og með kvæðum á sænsku. Foreldrum, öfum og ömmum, svo og þeim sem hafa varðveitt barnið í sjálfum sér, er bent á að taka tímann frá.
Bestu kveðjur,
Baldur