Íslenskir söngvarar erlendis haustið 2020

Kæru óperuvinir.

Í viðhengi er skrá um íslenska óperusöngvara erlendis, en nú er rúmt ár síðan ég sendi slíka skrá. Ég byrjaði að uppfæra hana í febrúar, en hætti fljótlega við vegna heimsfaraldursins. Nýja skráin er auðvitað með fyrirvara, því að e.t.v. verður einhverjum sýningum aflýst.

Íslenskir söngvarar erlendis haustið 2020

Sjá einnig Operabase.com

Dísella Lárusdóttir átti að syngja Queen Tye í nýrri sviðsetningu Lucindu Childs í óperunni í Nice 1.-7. nóvember, en þeirri sýningu hefur nú verið aflýst.

Það er skemmtilegt að sjá að Bjarni Thor Kristinsson á að fara með hlutverk Dr. Bartolos í Brúðkaupi Fígarós í Köln í febrúar og mars á næsta ári, en Arnheiður Eiríksdóttir syngur Chrerubino á sömu sýningum. Hún hefur nýlega flutt sig frá Köln til þjóðleikhússins í Prag.

Með góðri kveðju,
Baldur