Þegar nú var hafist handa um kynningu „tónskálds mánaðarins“ í febrúar 1968, þá var ekki leitað til hans um aðstoð, heldur einhverjum tónverkum hrúgað saman af handahófi. Tilmælum tónskáldsins um að láta rækilegar upplýsingar og kynningar fylgja flutningi verkanna var að mestu leyti hafnað með þeirri viðbáru, að verk annarra tónskálda væru heldur ekki betur kynnt. Hins vegar var einmitt í febrúarmánuði hafin rækileg kynning á „Hring“ Wagners, eins og til að rugla menn í ríminu, þar sem verk undirritaðs eru mörg einmitt samin sem andmæli gegn Wagner, er misskildi svo herfilega norrænt eðli og norræna listarfleifð …
Ísland frá erlendu sjónarmiði, 1937
Þegar ég svo fór til útlanda, seytján ára gamall, þá var Ísland í mínum augum hið æðsta í allri tilverunni. Þegar til útlanda kom, varð ég þess fljótt var að sumir þeirra þekktu ekki Ísland einu sinni að nafninu til, héldu jafnvel að ég væri frá Eistlandi eða Írlandi eða máske einhverri eyju í Eystrasaltinu. Sumir höfðu heyrt nefnda íslenska síld, sem væri betri en önnur síld. Aðrir, sem menntaðri voru, höfðu heyrt nafnið Geysir og máske Hekla, en þeir spurðu undrandi: „Ísland! – er það mögulegt? Lifa þar yfir höfuð mennskir menn? – En þér eruð þó ekki Íslendingur?“ – Jú, ég kvað svo vera. „Nú, en þér eruð þó að minnsta kosti blendingur af – Íslendingi og Evrópumanni?“ Þegar ég neitaði því líka, þá kom, með vandræðasvip, næsta spurningin: „En hvar á Íslandi búa þá Eskimóarnir?“
Suðrænt vs. norrænt
Suðræn tónlist: tilfinningasöm, blíð og orðmörg, tjáir sársauka, skapar list „að utan“, samið „fyrir hljóðfærin“ – Weltschmerz, Weltverneinung
Norræn tónlist: skýr, hörð, knöpp og laus við áhrif annarra, skapar list „að innan“, samið „gegn hljóðfærunum“ – heroische Lebensbejahung
Nordischer Einfluß in der Musik, birtist í Signale für die musikalische welt, desember 1931:
Mit Beethoven ist der Weg des Nordischen in die Kunstmusik eigentlich erst merklich eröffnet worden. … Wir kommen dann zu Brahms, der so recht als der nordischeste der Komponisten betrachtet wird. In der Tat zeigen seine Werke neben denen Beethovens stärkste nordische Züge.
Wagner ekki sérlega norrænn; Verdi jafnvel norrænni í sinni sköpun?
Helstu verk Jóns Leifs byggð á norrænum arfi
Edda I (Sköpun heimsins), Edda II (Líf guðanna) og Edda III (Ragnarök)
Baldr
Guðrúnarkviða
Helga kviða Hundingsbana
Grógaldr
Sögusinfónían
Darraðarljóð
Tónlistin - áhrifavaldar
Beethoven: Eroica, 1. kafli „Ég man, að ég hefði getað stokkið af stólnum þegar ég heyrði þennan stað í fyrsta sinn“
Beethoven: Coriolanus, forleikur
Skyldleiki með Coriolan og Skarphéðni Njálssyni, tveimur stoltum og herskáum mönnum sem hræddust ekki dauðann. Skarphéðinn úr Sögusinfóníunni.
Triologia piccola (Þríþætt hljómkviða,1919-24)
1. kafli: Praeludium
2. kafli: Intermezzo (Torrek)
Wagner og Jón Leifs
Forleikurinn að Hollendingnum fljúgandi (harkaleg náttúra, stormur og ofviðri, áhersla á fimmund sem grunntónbil náttúrunnar)
Guðrún Ósvífursdóttir úr Sögusinfóníunni – hið norræna Liebestod? „Hjá hverri konu hlýtur ástin að vera sterkasti mátturinn, en þessi kafli er ekki í líkingu við smeðjulega ástarglóð eins og hjá Tristan og Isolde hjá Wagner, heldur tignarlegur og sáldjúpur eins og sæmir norrænu fólki“.