Undirkaflar

Augnaráð Brynhildar

Skírnir, 192. ár, vor 2018

Í lok þriðja þáttar óperu Richards Wagner, Valkyrjunnar, má sjá og heyra eitt af glæsilegustu og hjartnæmustu atriðum í gjörvöllum verkum tónskáldsins. Valkyrjan geðþekka en stórláta, Brynhildur dóttir Óðins, hefur óhlýðnast föður sínum. Óhlýðnin fólst í því að Brynhildur hugðist veita lið hetjunni Sigmundi hálfbróður sínum er hann varðist hinum illa Hundingi og mönnum hans. Sigmundur hafði unnið sér það til óhelgi að binda ást við tvíburasystur sína Sieglinde, konu Hundings. Óðinn ætlaði í fyrstu að láta sig þetta sifjaspell og framhjáhald engu varða og veita launsyni sínum Sigmundi sigur, en hin siðsama og þröngsýna eiginkona hans Frigg (Fricka) benti honum á skyldur sínar sem lávarðar laga og réttar og taldi honum hughvarf. Óðinn lét því til leiðast, gegn vilja sínum, að Sigmundur skyldi falla. Þegar Brynhildur reyndi að ónýta áform Óðins varð hann ævareiður.

Hann hefur því dæmt hana til einmanalegrar svefndvalar á fjallstindi þar sem hún er ofurseld hverjum þeim hugleysingja („dem feigsten Mann zur leichten Beute“), sem fyrstur vitjar hennar. Brynhildur biðst vægðar og óskar þess að hvílustaðurinn verði umlokinn eldi svo að engin smámenni treysti sér að nálgast hana. Óðinn hefur verið fullur heiftar, en blíðkast nú og lætur að ósk hennar.

Hvað olli sinnaskiptum Óðins? Svarið birtist í einsöng hans lok óperunnar. Það er framar öllu augnaráð Brynhildar í núinu og í minningunni sem mildar hann og ræður úrslitum:

Der Augen leuchtendes Paar

dieser Augen strahlendes Paar
das oft im Sturm mir geglänzt
wenn Hoffnungssehnen
das Herz mir sengte
nach Weltenwonne
mein Wunsch
verlangte aus wild webenden Bangen:
zum letztenmal
letz es rnich heut
mit Lebenswohles
letztem Kuss!

Þetta þýddi Þorsteinn Gylfason þannig:

Þessi augu tindrandi tvö
sem títt mér ljómuðu upp storm
er bráði ég vonir
í veiku hjarta
og jarðyndis
hver ósk min krafðist
við geig, vaxandi og villtan:
hinn hinzta dag
hýrgi þau mig
nú við hjartans kveðju
hinzta koss.

Hann kyssir hana lengi á bæði augu. Tónlistin segir okkur að sinnaskipti Óðins verði einkum með orðunum: „Þessi augu tindrandi tvö.“

Hvaðan hefur Wagner þessa hugmynd?

Áður hefur verið bent á að rætur Niflungahringsins liggja að mestu leyti í íslenskum ritum, einkum Eddukvæðum, Snorra Eddu og Völsunga sögu, en ekki þýska miðaldakvæðinu Nibelungenlied eins og lengstum var talið (Árni Björnsson 2000). Efni úr því sést naumast fyrr en í lokaóperunni Ragnarökum. Það kvæði er hákristilegt og þar eru engir heiðnir guðir, valkyrjur, nornir eða dvergar. Þar er enginn vafurlogi um fjallstind (sem er trúlega íslensk skáldsýn frá eldgosi) og Brynhildur er ekki svæfð, heldur er hún herská drottning sem Siegfried þarf að sigra á gervi Gunthers bæði í bardaga og í hjónarúminu.

Brynhildur biðlar til Óðins,
föður síns

Í hinum íslensku heimildum kemur sú refsing Óðins að svæfa valkyrjuna fyrir óhlýðni fram á ýmsum stöðum, meðal annars Fáfnismálum, Sigurdrífumálum og Völsunga sögu. Ekki er að sjá að augnaráð Brynhildar komi við sögu í umræddum heimildum. Og aftur má spyrja hvaðan Wagner komi sú hugmynd?

Enda þótt meginefni Niflungahringsins sé fengið úr íslenskum fornbókmenntum, notaði Wagner ýmis smáatriði úr öðrum áttum svo sem Grimmsævintýrum auk þess sem hann jók við frá eigin brjósti því hann var líka Ijóðskáld og leit ekki smátt á sig í því efni fremur en öðru.

Og það þekkjast fleiri vígfúsar, hjálmskrýddar og brynjuklæddar kvenhetjur í fornum sögum. Aþena kemur auðvitað fyrst í huga. Hún er líka dóttir og eftirlætisbarn hins æðsta goðs, Seifs, en ekki „hjónabandsbarn“ fremur en Brynhildur. Móðir Aþenu var Metis, sjávargyðja, en Erda, móðir Brynhildar, var jarðargyðja. Stjúpmóðir Aþenu, Hera, var þrasgefin líkt og Frigg og fór oft í skapið á Seifi. Aþena var hreinlynd og varð kannski aldrei ástfangin. Samband hennar við bróður sinn, stríðsguðinn Ares, var flókið, oftast stirt, en þó er stundum talað um einhvers konar ástarsamband þeirra, Iíkt og Brynhildar við hinn vígfima bróðurson sinn, Sigurð Fáfnisbana. Báðar kvenhetjurnar klæðast glampandi brynjum, sveifla spjótum og reka upp stríðsóp (Schlachtruf).

Var Ahena óhlýðin föður sínum? Taka má dæmi úr áttunda þætti Ilíonskviðu (397–409). Þar er sagt frá viðureign Akkea og Trójumanna. Er Akkear snúa á flótta ætla Aþena og Hera að skerast í leikinn með þeim. Síðan segir í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar:

Athena Glaukopis

En er faðir Seifur gat að Iíta þetta ofan af varð hann stórreiður og sendi hina gullvængjuðu Íris af stað til að flytja erindi sitt: Heyr þú hin fljóta Íris (kvað hann) far þú, og snú þeim aftur, og lát þær ekki komast áfram, því ósætur mun sá fundur verða, ef okkur lendir saman í orustu. Því það segi eg þér, og það skal eg enda: eg skal helta hina fráu hesta fyrir kerru þeirra, fleygja þeim sjálfum ofan úr kerrustólnum og mölva í sundur kerruna. Ekki munu þær á tíu árshringum alheilar verða sára þeirra, er þær munu fá, ef reiðarslagið kemur á þær. Skal Glóeyg fá að finna, hvernig þá fer, ef hún berst við föður sinn. En ég lái síður Heru, og reiðist henni ekki eins: því það er jafnan vandi hennar, að raska ráðagerðum mínum.“ (Hómer 1973: 158)

Refsingarnar, sem báðir hinir guðlegu feður leggja á dætur sínar fyrir óhlýðnina, eru ekki hinar sömu, en báðar grimmilegar.

En hvernig var þá augnaráð Aþenu? Gríska orðið glaukopis er sagt notað 57 sinnum í Ilíonskviðu til að lýsa augnsvip gyðjunnar.[1] Það er Iíkast til dregið af glaukos, sem þýðir glampandi eða bjartur. Það er hýtt á þýsku sem funkelde,[2] en á íslensku mætti e.t.v. segja Ijómandi (Íslensk samheitaorðabók 1985: 283) eða glóandi, logandi, geislandi glitrandi, o.fl. Sveinbjörn Egilsson var ekki í vandræðum með þýðinguna: hin glóeyga, stundum Glóeyg (Hómer 1973: 158). HIjóðlíkingin er augljós. Stundum er getið til annarrar skýringar sem verður að teljast fjarlægari. Hún er sú að vísað sé til orðsins glaukes eða glaux sem þýðir ugla. Aþena var að vísu tengd við ugluna, t.d. á myntum, en fáir þýðendur Ilíonskviðu virðast hafa aðhyllst þann möguleika. Ennþá langsóttara virðist að Hómer vísi til augnlitar þótt sumir þýðendur hallist að því. Málfræðileg rök eru vandséð. Í helstu nýlegri alfræðibók á þýsku um hinn forna menningarheim Grikkja er t.d. enginn kostur gefinn á því að skilja glaukopis sem vísun til augnlitar (Der neue Pauly 2006).

Nýlega komu fram tvær þýðingar á Ilíonskviðu á ensku. Peter Green heldur sig við litarskírskotun og þýðir svo: „Miss Grey-Eyes will learn what it means to fight her father,“ en Barry B. Powell: „the flashing-eyed one will know what it is to fight her own father“ (sjá Hayden 2C17: 42–43). Í gamalli þýskri þýðingu Voss (1793: t.d. 2. kap. 205 ) [1] er Aþena sögð blauäugig, en Roscher hélt tryggð við málfræðina í alfræðibók sinni frá lokum 19. aldar og notaði lýsinguna „mit blitzende oder leuchtende Augen“ (Roscher 1884–1890: 678). [2] Í nýjustu þýsku þýðingunni er notað orðið die FunkeIäugige (Homer 2017). Stundum hefur þessi litafræði haft á sér stórpólitískan blæ. Hans F. K. Günther var einn af kenningasmiðum nasista í kynþáttafræðum. Í bók sinni um sögu Hellena segir hann að vísu að glaukopis þýði bjartur eða glóandi, en telur samt, að Aþena hljóti að hafa verið bláeyg (líklega norræn að uppruna!) (Günther 1929).

Í samantekt má segja, að augnaráð Aþenu hafi mjög verið til umfjöllunar fræðimanna, þýðenda og höfunda. Þrástefið glaukopis sýnir að höfundur Ilíonskviðu taldi augnaráðið mikilvægt í atburðarásinni. Það var ábyggilega magnað, sterkt, jafnvel ógnvekjandi, en líka heillandi, sbr. Glóeyg Sveinbjarnar. Slíkt augnaráð væri líklegt til að blíðka föðurhjarta hins æðsta goðs. Þetta er augnaráð Brynhildar valkyrju í meðförum Wagners.

Var Wagner handgenginn grískri goðafræði? Svarið er sannarlega jákvætt. Frá unglingsaldri var hann hugfanginn af grískri fornöld og goðum Grikkja. Um þetta eru fjölmargar heimildir og nægir til dæmis að vitna til eftirfarandi ummæla snemma í sjálfsævisögu tónskáldsins:

Hierin zog mich namentlich das Griechische an, weil die Gegenstände der griechischen Mythologie meine Phantasie so stark fesselten, daß ich die Helden derselben durchaus in ihrer Ursprache sprechend mir vorführen wollte, um meine Sehnsucht nach vollständigster Vertrautheit mit ihnen zu stillen. (Wagner 1976: 20)

Í lauslegri þýðingu Þórðar Harðarsonar:

Nú (hér) greip mig einkum grísk menning föstum tökum. Viðfangsefni grísku goðafræðinnar hrifu hug minn af þvílíkum krafti að ég vildi tileinka mér upprunalegt málfar hetjanna til að friða þrá mína eftir fullkomnum trúnaði við þær.

Þarna lýsir hinn ungi Wagner aðdráttarafli hins gríska menningarheims og þrá sinni að gerast handgenginn hinum grísku goðverum og orðfæri þeirra.

Hér vantar það eitt á að ekki hafa fundist dæmi þess hjá Hómer að hið leiftrandi augnaráð Aþenu hafi mildað skapsmuni Seifs. Hins vegar má skáldinu Richard Wagner hafa þótt Ijóðsagan um Brynhildi öðlast aukin dramatísk og Ijóðræn áhrif með því að gæða hina norrænu valkyrju augnaráði stallsystur hennar frá Akkeu, Pallas Abenu, og láta bað megna að blíðka geð Óðins.

Þess skal getið að hugmynd okkar var borin undir dr. Oswald Georg Bauer sem nýlega hefur gefið út sögu Bayreuth-hátíðarinnar (Bauer 2016). Hann svaraði því til að augnaráð persóna hefði löngum verið Wagner hugleikið og nefndi auk hinna mörgu dæma úr Niflungahringnum önnur úr Hollendingnum fljúgandi, Lohengrin, Tristan og Isolde, Meistarasöngvurunum frá Nürnberg og Parsifal. Samsvörun Brynhildar og Aþenu væri því ekki einangrað dæmi, en vissulega hefði Wagner lært af bæði Eddu og Hómer og notfært sér á sinn eigin hátt (Bauer 2018).

Tilvísanir

Í hinum íslensku heimildum kemur sú refsing Óðins að svæfa valkyrjuna fyrir óhlýðni fram á ýmsum stöðum, meðal annars Fáfnismálum, Sigurdrífumálum og Völsunga sögu. Ekki er að sjá að augnaráð Brynhildar komi við sögu í umræddum heimildum. Og aftur má spyrja hvaðan Wagner komi sú hugmynd?

Enda þótt meginefni Niflungahringsins sé fengið úr íslenskum fornbókmenntum, notaði Wagner ýmis smáatriði úr öðrum áttum svo sem Grimmsævintýrum auk þess sem hann jók við frá eigin brjósti því hann var líka Ijóðskáld og leit ekki smátt á sig í því efni fremur en öðru.

Og það þekkjast fleiri vígfúsar, hjálmskrýddar og brynjuklæddar kvenhetjur í fornum sögum. Aþena kemur auðvitað fyrst í huga. Hún er líka dóttir og eftirlætisbarn hins æðsta goðs, Seifs, en ekki „hjónabandsbarn“ fremur en Brynhildur. Móðir Aþenu var Metis, sjávargyðja, en Erda, móðir Brynhildar, var jarðargyðja. Stjúpmóðir Aþenu, Hera, var þrasgefin líkt og Frigg og fór oft í skapið á Seifi. Aþena var hreinlynd og varð kannski aldrei ástfangin. Samband hennar við bróður sinn, stríðsguðinn Ares, var flókið, oftast stirt, en þó er stundum talað um einhvers konar ástarsamband þeirra, Iíkt og Brynhildar við hinn vígfima bróðurson sinn, Sigurð Fáfnisbana. Báðar kvenhetjurnar klæðast glampandi brynjum, sveifla spjótum og reka upp stríðsóp (Schlachtruf).

Var Ahena óhlýðin föður sínum? Taka má dæmi úr áttunda þætti Ilíonskviðu (397–409). Þar er sagt frá viðureign Akkea og Trójumanna. Er Akkear snúa á flótta ætla Aþena og Hera að skerast í leikinn með þeim. Síðan segir í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar:

En er faðir Seifur gat að Iíta þetta ofan af varð hann stórreiður og sendi hina gullvængjuðu Íris af stað til að flytja erindi sitt: Heyr þú hin fljóta Íris (kvað hann) far þú, og snú þeim aftur, og lát þær ekki komast áfram, því ósætur mun sá fundur verða, ef okkur lendir saman í orustu. Því það segi eg þér, og það skal eg enda: eg skal helta hina fráu hesta fyrir kerru þeirra, fleygja þeim sjálfum ofan úr kerrustólnum og mölva í sundur kerruna. Ekki munu þær á tíu árshringum alheilar verða sára þeirra, er þær munu fá, ef reiðarslagið kemur á þær. Skal Glóeyg fá að finna, hvernig þá fer, ef hún berst við föður sinn. En ég lái síður Heru, og reiðist henni ekki eins: því það er jafnan vandi hennar, að raska ráðagerðum mínum.“ (Hómer 1973: 158)

Refsingarnar, sem báðir hinir guðlegu feður leggja á dætur sínar fyrir óhlýðnina, eru ekki hinar sömu, en báðar grimmilegar.

En hvernig var þá augnaráð Aþenu? Gríska orðið glaukopis er sagt notað 57 sinnum í Ilíonskviðu til að lýsa augnsvip gyðjunnar.[1] Það er Iíkast til dregið af glaukos, sem þýðir glampandi eða bjartur. Það er hýtt á þýsku sem funkelde,[2] en á íslensku mætti e.t.v. segja Ijómandi (Íslensk samheitaorðabók 1985: 283) eða glóandi, logandi, geislandi glitrandi, o.fl. Sveinbjörn Egilsson var ekki í vandræðum með þýðinguna: hin glóeyga, stundum Glóeyg (Hómer 1973: 158). HIjóðlíkingin er augljós. Stundum er getið til annarrar skýringar sem verður að teljast fjarlægari. Hún er sú að vísað sé til orðsins glaukes eða glaux sem þýðir ugla. Aþena var að vísu tengd við ugluna, t.d. á myntum, en fáir þýðendur Ilíonskviðu virðast hafa aðhyllst þann möguleika. Ennþá langsóttara virðist að Hómer vísi til augnlitar þótt sumir þýðendur hallist að því. Málfræðileg rök eru vandséð. Í helstu nýlegri alfræðibók á þýsku um hinn forna menningarheim Grikkja er t.d. enginn kostur gefinn á því að skilja glaukopis sem vísun til augnlitar (Der neue Pauly 2006).

Tilvísanir

[1] Günther 1929. Í enskri þýðingu Vivian Bird (1968, online) á verki höfundarins segir: „The Iliad describes Demeter as blonde, Aphrodite as golden-haired; it describes Athena as blue-eyed, and in fact refers to her fifty-seven times as Zeus’ blue-eyed daughter Athena. The word is glaukopis, which may be deduced from glaukos, meaning ‘bright, sparkling’.“ — Günther var einn af helstu kenningasmiðum nasista í kynþáttafræðum.

[2] Der neue Pauly 2006: (γλαυκωπις). Ep. Epitheton. Bei Homer als metr. Substitut oder komplementär für den Namen Athene verwendet, vor allem in der Verbindung γλαυκωπις Αθήνην (glauk pis Ath n). Mehrfach ist auch das Subst. μήνη (m n , „Mond“) als Bezugswort für g. belegt (zuerst bei Empedokles, 31 B 42 Diels/Kranz). Das Epitheton kann auf zwei Arten gedeutet werden: entweder als „eulenäugig“ (von γλαυξ, glaúx, „Eule“) oder „mit funkelndem Blick“ (von γλαυκός, glaukós, „funkelnd“). Beide Deutungen wurden bereits in der Ant. vertreten.

[3] Johann Heinrich Voss (1751–1826) var þýskur fornfræðingur og skáld, þekktastur fyrir þýðingar sínar á Odysseifskviðu (1781) og Ilíonskviðu (1793) á þýsku.

[4] W. H. Roscher (1845–1923) var þýskur fornfræðingur sem ritaði einkum um gríska og rómverska goðafræði.

Heimildir

  • Árni Björnsson. 2000. Wagner og Völsungar. Reykjavík: Mál og menning.
  • Bauer, Oswald Georg. 2016. Die Geschichte der Bayreuther Festspiele. München: Deutscher Kunstverlag.
  • Bauer, Oswald Georg. 2018. Bréf til Árna Björnssonar, 25. febrúar 2018.
  • Günther, Hans F.K. 1929. Lebensgeschichte des hellenischen Volkes. Vivian Bird þýddi á ensku (1968, online). München: Lehmann Verlag.
  • Hayden, Pelliccia. 2017. „The Art of Wrath: The Iliad by I Homer, translated from the Greek by Peter Green. The Iliad by Homer, translated from the Greek and with an introduction and notes by Barry B. Powell.“ The New York Review of Books 64 (15): 42–43.
  • Homer. 1793. Die Ilias. Johann Heinrich Voss þýddi. Hamburg.
  • Homer. 2017. Ilias. Kurt Steinmann þyddi. Zürich: Manesse.
  • liómer. 1973. Ilíonskviða. Sveinbjörn Egilsson þýddi. Reykjavík: Menningarsjóður.
  • Íslensk samheitaorðabók. 1985. Ritstj. Svavar Sigmundsson, Reykjavik: Styrktarsjóður Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur.
  • Der neue Pauly: Enzyklopadie der Antike Gesamtwerk. 2006. Basel: J.B. Metzler Verlag.
  • Roscher, W.H. 1884–1890. Aufführliches Lexicon Griechischer und Römischer Mythologie. Leipzig: B.G. Teubner Verlag.
  • Wagner, Richard. 1976. Mein Leben. München: List.