Þá er fjögurra daga för til Meginzo-borgar [Mainz], þar í milli er þorp, er Horus heitir, annað heitir Kiliandur, og þar er Gnita heiður, er Sigurður vó að Fáfni. (Alfræði íslensk I (1908), bls. 13.)
Staðurinn er sem sagt í Vestfalen í Þýskalandi. Margfróðir þýskir lærdómsmenn telja að eitthvert örnefni, sem hljómað hafi líkt og „Gnitaheiði“, hafi vakið þessa hugmynd og hafi hún styrkst af því að í þýskum Niflungasögnum gerast atvik nálægt Rín.
Af Atlakviðu mætti ráða að Gnitaheiði hafi verið í ríki Atla Húnakonungs og hefði hún þá verið sunnar.
Eina örugga svarið við spurningunni er því þetta: Gnitaheiði er til í skáldskap