Hringadjásn í Bayreuth

Óperublaðið ????

Við vorum á leiðinni til Bayreuth til að sjá Hringinn. Ferðafélagarnir vissu að í sýningunni yrði mikil litagleði, bjartir skærir litir, appelsínugult, bleikt og eiturgrænt. Þetta voru ánægjuleg tíðindi. Bók Friedrichs Spotts, um uppfærslur á óperum Wagners í Bayreuth frá upphafi, sem lesin var til undirbúnings náði ekki til uppfærslu leikstjórans Alfreds Kirchners og sviðsmynda- og búningahönnuðarins Rosalie, þar sem þetta er aðeins annað ár þeirra í Bayreuth. Spotts fjallaði m.a. um uppfærslurnar næst á undan, iðnbyltingartúlkun Chereaus, tilraun Peters Hall til að snúa aftur til upprunans, sem talin er einhver mesta niðurlæging, sem Hringurinn hefur orðið að þola í Bayreuth, og loks uppfærslu Kupfers með mafíósum og öðru skítapakki, sem á skilið makleg málagjöld. Varla virtist vera hægt að komast lengra frá hugmyndum Wagners.

Hringurinn sem tímalaust ævintýri

Litagleðin og hugmyndaauðgin, sem blasti á sviðinu í Bayreuth olli ekki vonbrigðum. Búningar og sviðsmyndir löðuðu fram og undirstrikuðu að Hringurinn er ævintýri. Þessi harmsaga á best heima í algeru tímaleysi og undraveröld eins og hér tókst að skapa. Það þarf ekki að tímasetja Hringinn eins og Chereau og Kupfer reyndu að gera, þótt freistingin til þess sé skiljanleg. Tilfinningarnar og ástríðurnar sem fjallað er um eiga heima í öllum þjóðfélögum á öllum tímum.

Þegar Frigg er að tala Óðin á að svíkja Sigmund er t.d. auðvelt að sjá hana fyrir sér í sóðalegu eldhúsi á morgunslopp, reykjandi, með rúllur í hárinu, eggja bónda sinn ístrubelg í skítugum hlýrabol til svikanna á grundvelli smáborgaralegrar hræsni. Sjálfur hefur hann síst af öllu efni á að svíkja börn sín til verndar hjónabandinu. Börn sem fædd voru utan hjónabands.

Niflungahringurinn í Bayreuth.Rínargullið
Niflungahringurinn í Bayreuth.
Rínargullið.

Hugmyndir Wagners sjálfs um veröld guðanna byggðust fyrst og fremst á germanskri arfleifð, einkum sögnum en einnig fornleifum, t.d. búningum og öðrum persónulegum munum úr fornum gröfum. Uppfærslur hans voru eins nálægt raunveruleika þjóðflutningatímans og mögulegt var. Þar voru lifandi hestar, raunverulegur eldur, sverð og skildir. Það er þessi natúralíska uppfærsla Wagners sem hefur gefið þeim sem komnir eru á miðjan aldur hugmyndir um Wagner óperur og Wagner söngvara, valkyrjur í hringabrynjum og hetjur með horna- eða vængjahjálma í brynhosum.

Nýjar áherslur eftir stríð

Fram að síðari heimsstyrjöld hefði engum í Bayreuth dottið í hug að breyta stíl Wagners í grundvallaratriðum, en þegar ákveðið var að hefja þar sýningar á Hringnum eftir að styrjöldinni lauk var allt breytt. Fyrsta sýningin var 1951. Sonarsynir Wagners, Wieland og Wolfgang, gerðu sér ljóst, m.a. vegna tilvísunar til nasismans, sem fundin var í forngermönsku uppfærslunum, að ómögulegt var að endurvekja þær í óbreyttri mynd. Wieland Wagner, sem tók við listrænni stjórn Bayreuth eftir stríðið, valdi leið einfaldleikans, tímaleysisins og hins óhlutbundna í uppfærslum sínum. Hann fór eins langt frá uppfærslum föður síns og afa og mögulegt var. Búningar guðanna minntu meira á gríska goðafræði en norræna. Ekki var gerð tilraun til að líkja eftir þekktum raunveruleika á sviðinu né geta í eyðurnar í ljósi hans eins og Richard Wagner hafði gert. Á sviði Wielands Wagners var hálfkúla, tákn jarðkringlunar og Hringsins. Sviðsmunir voru fáir en ljós notuð af hugkvæmni til að breyta blæ sviðsins í samræmi við framvindu leiksins. Andi Wielands Wagners sveif yfir vötnum í Bayreuth þar til Chereau og Kupfer gerðu byltingu með því að að færa svið Hringsins til nútímaveruleika, eins og hefur verið mikið í tísku við uppsetningar á eldri verkum síðustu áratugi.

Rosalie aftur til tímaleysis

Í andstöðu við þessa þróun snýr Rosalie aftur til Wielands Wagners og tímaleysisins, en sviðsmyndir hennar eru flóknari. Hún notar enn hálfkúluna til að gefa sviðinu form og ljósin leika mikið hlutverk eins og áður. Þau eru notuð af mikilli list t.d. í 1. þætti Valkyrjunnar þegar vorar hjá Siegmund og Sieglinde. Ljósin breyta hráslagalegu húsi Hundings í grænan skóg.

Allar sviðsmyndir Rosalie þóttu okkur hugmyndaríkar og flestar heillandi, en þó var ekki samstaða um þetta í Festspielhaus. Þegar hönnuðurinn kom fram í lok sýninga var alltaf hópur sem púaði. Voru leiddar getur að því að þar færu félagar úr samtökum, sem berjast fyrir því að Hringurinn sé færður upp eins og Richard Wagner ákvað í upphafi. Það má efast um að Wagner væri þökk að þessu. Hann var ekki maður stöðnunar eða afturhvarfs til fortíðar í listrænum skilningi.

 

Allar sviðsmyndir Rosalie þóttu okkur hugmyndaríkar og flestar heillandi, en þó var ekki samstaða um þetta í Festspielhaus. Þegar hönnuðurinn kom fram í lok sýninga var alltaf hópur sem púaði. Voru leiddar getur að því að þar færu félagar úr samtökum, sem berjast fyrir því að Hringurinn sé færður upp eins og Richard Wagner ákvað í upphafi. Það má efast um að Wagner væri þökk að þessu. Hann var ekki maður stöðnunar eða afturhvarfs til fortíðar í listrænum skilningi.

Niflungahringurinn í Bayreuth.
Valkyrjan 3. þáttur

Ýmislegt bendir einnig til að Wagner hafi sjálfur ekki verið alls kostar ánægður með fyrstu sviðsetningu og búninga Niflungahringsins. En honum veittist oft auðveldara að gagnrýna hugmyndir annarra en að gera sjálfur uppbyggilegar tillögur á þessu sviði. Döppler nokkur, búningahönnuður í Berlín, var fenginn til að heimsækja söfn í Danmörku og Þýskalandi þar sem gripir og búningar víkingaaldar voru varðveittir, en enginn vissi í raun hvernig hinir fornu Tevtónar þjóðflutningatímans höfðu búist. Tillögur Döpplers mynduðu fornfræðilega heild, en vöktu litla hrifningu í Bayreuth.

Að loknum fyrstu sýningum Hringsins hafði þó aðeins einn gagnrýnandi sett fram vandann eins og hann blasir við okkur í dag: Of nákvæm, fræðileg og staðbundin túlkun dregur úr damatískum styrk verksins. Þessi gagnrýnandi var Edvard Grieg.

Frjótt imyndunarafl

Með verki sínu tekur Rosalie undir sjónarmið Griegs. Búningar hennar bera vott um mjög frjótt ímyndunarafl og óttaleysi við að blanda saman áhrifum úr mörgum áttum. Þeir undirstrika tímaleysi sýningarinnar og ævintýrablæ. Frá Richard Wagner koma brynjurnar, sem flestar persónurnar klæðast annaðhvort yst eða innan undir úlpum, skikkjum og vestum. Búningar guðanna bera vitni grískum og norrænum áhrifum, en í Rínargulli líkist Frigg þó indíánastúlku. Í Valkyrjunni er grískari svipur á henni, en þar er hún komin með undarlega grind á aðra öxlina, sem líkist væng eða búri, sem gæti táknað fjötra smáborgarans eða beyglaða hörpu til að sýna hjúskaparvandamál. Sumum þótti Freyja ekki nægilega kynþokkafull hjá Rosalie. Hún var falleg brúða í krínolíni. Áherslan á æsku Freyju fremur en kynþokka er í samræmi við túlkun Wagners eins og einn af helstu sérfræðingum í uppfærslum á verkum hans, Oswald Georg Bauer, benti á, þegar okkur ferðalöngunum gafst tækifæri til að ræða við hann yfir kvöldverði.

Hjá Rosalie eru risarnir af venjulegri stærð, en reynt að gera þá ógnvekjandi með hausum, sem líktust afrískum grímum. Ef til vill er of langt gengið í því að gera risana mannlega því að erfitt er að skilja af hverju Freyja óttast hinn myndarlega og geðuga Fasolt, sem gefur henni mjög hýrt auga. Dvergarnir Alberich og Mímir vekja ekki heldur þann óhug, sem er líklega nauðsynlegur, einkum til að skilja hina megnu andúð sem Siegfried hefur á fóstra sínum.

Niflungahringurinn í Bayreuth
Siegfried 2. þáttur

Umhverfi Gjúkunganna minnir óneitanlega á það nýjasta í byggingarlist og búningar þeirra, einkum Gunters, á ævintýralega geimfara eða jafnvel vísindaskáldsögur. Í búningum valkyrjanna eru augljós áhrif frá japönskum stríðsmönnum, þær eru rauðar og svartar með silfurlitum blæ, málaðar í framan eins og stríðsmenn. Formið á búningum þeirra, ýktar mjaðmirnar, minna á lendar hesta. Rínardætur minna á diskódísir, enda slík Ijós notuð til að gefa töfrablæ þegar þær líða um í vatninu á einskonar vængjum í fyrstu sviðsmyndinni í Rheingold. Þessi sviðsmynd sýnir einnig að Rosalie er óhrædd við að nota hugmyndir annarra sviðshönnuða því að form vængjanna er fengið að láni úr sviðsetningu Rudolfs Heinrichs í Leipzig 1973. Búningarnir eru notaðir mjög hugvitsamlega til að fylgja eftir og undirstrika þær breytingar, sem verða á persónunum, eins og áður var nefnt um Frigg.

Sieglinde, Óðinn og Brünnhilde

Sieglinde birtist í 1. þætti Valkyrjunnar sem stíf og þunglamaleg husfrú í brynju, sem bundin er leðurólum, með uppsett hár og til að leggja enn meiri áherslu á að hún er fangi stendur silfurlituð grind upp úr kraga hennar að aftan; rimlar. Þegar Sieglinde hefur ákveðið að gefa Hunding svefndrykkinn, hverfa rimlarnir og ólarnar, hárið fellur um herðarnar, síðan hverfur brynjan og eftir stendur frjálsleg ástmær í mjukum kjól. Þegar hættan steðjar að í 2. þætti er hún á sokkaleistunum til að undirstrika varnarleysið.

Óðinn breytist úr voldugum guði, sem þrammar um á þungum stigvélum, í förumann, sem, klæddur dökkri skikkju berst við son sinn Siegfried, hvítklæddan að mestu. Form og litir feðganna þegar þeir berjast í 3. þætti Siegfried minna á bardaga feðganna Darth Waders og Luke Skywalkers í kvikmynd George Lucasar, Stjörnustriði. Í bæði skiptin sigraði sonurinn. Brünnhilde breytist úr herskárri, jafnvel grimmri, valkyrju, rauðri og svartri með alvæpni, í ástfangna konu hvít- og bláklædda með silfurblæ. Hún missir þó aldrei alveg brynjuna eins og Sieglinde. Í lokaþætti Götterdämmerung er Brünnhilde hvítklædd og gefur búningurinn til kynna að hún hafi endurheimt hluta af sínum guðlega krafti. Form valkyrjubúningsins, hestslendarnar, breytist ekki og er svo sterkt, að í hug flaug að Brünnhilde myndi afhenda Siegfried pilsið, sem tákn um Grana á fjallinu.

Þaulhugsaður fótabúnaður

Fótabúnaður er mjög áberandi og virðist þaulhugsaður þótt táknin komist ekki alltaf til skila. Brünnhilde eins og allar valkyrjurnar birtist fyrst í svörtum reimuðum strigastigvélum. Eftir að Siegfried vekur hana á fjallinu eru skórnir svartir öðrum megin og hvítir hinum megin, en í síðari þáttum Götterdämmerung eru þeir aftur orðnir svartir. Táknar svarti liturinn vígamennsku eða guðlegt eðli og sá hvíti mannlegt?

Fótabunaður Siegfrieds breytist líka. Í fyrsta þætti Siegfried, er hann í svörtum skóm og hvítum stuttsokkum með uppbrot á buxunum svo að sokkarnir sjást vel. Þegar Siegfried er að búa sig undir að drepa Fáfni gengur Mímir til hans, brettir sokkana niður skóna og minnir á mömmu, sem er að leggja íiðustu hönd á klæðnað barnsins síns. Í næsta þætti hafa buxurnar verið brotnar niður og sokkarnir sjást ekki lengur. Hann er fullorðinn.

Flestar kvenpersónurnar eru í uppreimuðum strigastígvélum eins og jafnöldrur þeirra í Austurstræti. Tímaleysið er algjört.

Fótabunaður Siegfrieds breytist líka. Í fyrsta þætti Siegfried, er hann í svörtum skóm og hvítum stuttsokkum með uppbrot á buxunum svo að sokkarnir sjást vel. Þegar Siegfried er að búa sig undir að drepa Fáfni gengur Mímir til hans, brettir sokkana niður skóna og minnir á mömmu, sem er að leggja íiðustu hönd á klæðnað barnsins síns. Í næsta þætti hafa buxurnar verið brotnar niður og sokkarnir sjást ekki lengur. Hann er fullorðinn.

Niflungahringurinn í Bayreuth. Ragnarök 1. þáttur
Niflungahringurinn í Bayreuth
Ragnarök 1. þáttur

Sviðsmyndin

Erfitt er að gera upp milli sviðsmyndanna og of langt mál að lýsa þeim öllum, enda orð ekki vel til þess fallin. Tilraun verður þó gerð til að gefa hugmynd um tvær þær athyglisverðustu.

Valkyrjurnar birtast fyrst svífandi í silfurlitum hólkum, sem hanga niður úr loftinu og sveiflast um sviðið með hreyfingum, sem minna á tröllaukna hringekju. Hraðinn er þó oft meiri og undravert hve vel söngkonunum tekst upp við þessar erfiðu aðstæður. Hólkarnir svífa hratt og hátt. Þótt mann gruni að valkyrjurnar séu tryggilega festar og hafi handföng til að halda sér í, hIjóta þær allar að verða að vera lausar við lofthræðslu.

Sviðið í skóginum, þar sem Siegfried finnur drekann, er stórkostlegt, bæði fallegt og hugvitssamlegt. Vorgrænar uppspenntar japanskar regnhlífar í hundraðatali hanga niður úr loftinu og tákna þéttar trjákrónurnar. Þær hreyfast með blænum og ljósin leika á þeim, sól og skuggar. Undir trjákrónunum yfir þvert sviðið er grösugur hóll. Siegfried hallar sér makindalega upp að hólnum áður en hann hefur upp raust sína til að vekja drekann. Drekinn vaknar og þá kemur í ljós að hóllinn er höfuð hans. Hann opnar eldrauðan skoltinn, hóllinn lyftist og skolturinn spannar sviðið. Siegfried stekkur inn í skoltinn, heggur sverðinu í gám drekans og út um sárið staulast Fáfnir. Fáfnir fellur dauður niður fyrir framan skolt drekans, og þar drepur Siegfried líka Mími. Hann sópar líkunum inn í skoltinn, lokar honum, hallar sér aftur upp að græna hólnum og hlustar á fuglana.

Óviðjafnanleg veisla

Það er erfitt að lýsa myndum með orðum, en ennþá erfiðara er að lýsa tilfinningum áheyranda Hringsins í Bayreuth. Umhverfið magnar áhrifin af tónlistinni og í kaupbæti nýtur augað óviðjafnanlegrar veislu. Sýning eins og sú, sem hljómsveitarstjórinn James Levine, leikstjórinn Alfred Kirchner og síðast en ekki síst Rosalie hafa skapað vegur þungt á metaskálunum til að hrekja fullyrðingar um stöðnun í Bayreuth, sem heyrst hafa að undanförnu, m.a. frá sumum afkomendum Richards Wagners.